Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 9
Sumum vel stjórnað en öðrum ei í framhaldi af þessu kveðst Hjálmar telja eðlilegt og nauðsynlegt að skoða og meta kostnaðinn við þessi verkefni og ákveða í fram- haldi af þvf hvernig skipta eigi skattfé landsmanna á milli ríkis og sveitarfélaga í Ijósi breyttrar verkaskiptingar. „Umræða og um- fjöllun um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður að tengjast umræðunni um breytta verkaskiptingu þessara aðila stjórnsýsl- unnar og eflingu sveitarstjórnarstigsins, meðal annars með sam- einingu sveitarfélaga." Hjálmar segir að þau boð sem berast frá forráðmönnum sveitarfélaga vítt og breytt um landið um tekju- skiptinguna séu mjög misvísandi. Sumir finni henni allt til foráttu á meðan aðrir telji allt í lagi. Það hljóti að styðja þá kenningu að rekstur sveitarfélaganna hafi verið og sé mjög misjafn. Sumum sé vel stjórnað á meðan stjórnun annarra sé í skötulíki. Ekki undan vikist „Við þurfum að leggja þunga áherslu á að fara í þetta starf með mjög opnum huga og út frá þessum forsendum sem ég hef getið um. Verkefninu á að vera lokið vorið 2005, ári fyrir sveitarstjórn- arkosningar, sem segir að hvaða skoðun sem sveitarstjórnarmenn hafa á sameiningarmálinu verður ekki undan því vikist fyrir þá að taka þessi mál til umræðu og umfjöllunar. Sveitarstjórnarmenn verða að horfa á málið í Ijósi þess hvert þjónustuhlutverk sveitar- félaga er við íbúa þeirra á 21. öld en leyfa sjónarmiðum Bjarts í Sumarhúsum að vera í fortíðinni. Ég heyri það stundum haft fyrir satt að aðalandstæðingar sameiningar og þeir sem beiti sér hvað mest gegn henni séu lykilmenn í sveitarstjórnum minnstu sveitar- félaganna. Það má auðvitað ekki valda vanda að þessir menn horfi aðeins á málið út frá þrengstu persónulegum hagsmunum sínum en láti langtímahagsmuni íbúanna víkja." Tveir framboðslistar og fjögur nöfn Sameining Búðahrepps og Stöðvarhrepps tekur gildi 1. októ- ber en hún var samþykkt í atkvæðagreiðslu samhliða kosning- um til Alþingis í vor. Kosið verður til nýrrar sveitarstjórnar 20. september - eða um það bil sem þetta blað berst áskrifendum. Tveir listar eru í framboði, listi Framsóknarfélags Búðahrepps og Stöðvarhrepps og listi Samfylkingarinnar og óháðra. Aðeins lista framsóknarmanna var skilað inn fyrir upphaflegan fram- boðsfrest og var fresturinn þá framlengdur um tvo sólarhringa. Jafnframt kosningum til nýrrar sveitarstjórnar verður kosið um nafn á nýja sveitarfélagið og geta kjósendur valið úr fjór- um nöfnum en þau voru valin úr 55 innsendum tillögum í samkeppni sem efnt var til í sumar. Nöfnin sem valið stendur um eru: Austurbyggð, Búða- og Stöðvarhreppur, Sjávarbyggð og Suðurfjarðabyggð. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosningar til sveit- arstjórnar hófst 28. júlí en 1. september vegna nýs nafns á sveitarfélagið. Fækkun og efling sveitarfélaga Markmiðið með átaki í sameiningu sveitarfélaga, sem kynnt var nýlega, er að efla sveitarstjórnarstigið með stærri og öflugri sveit- arfélögum og auknum verkefnum og þjónustu í framtíðinni. Tíminn fram til ársins 2005 verður nýttur til undirbúnings þess að kosningar um sameiningu geti farið fram en ætlunin er að efna til þeirra á vordögum 2005, þannig að unnt verði að kjósa í sveitarstjórnir nýrra sveitarfélaga vorið 2006, þegar almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hversu mikilli fækkun skuli stefnt að en Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði ekki ólíklegt að miðað verði við að sveitarfélögin í landinu verði á bilinu 40 til 60 að átakinu loknu. 71 sveitarfélag með færri en 1.000 íbúa í dag eru 104 sveitarfélög í landinu en einungis 33 þeirra eru með fleiri en eitt þúsund íbúa. Árni sagði að meginmarkmið sameiningarátaksins væri að sveitarfélögin nái að mynda eins heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði og unnt er vegna land- fræðilegra aðstæðna. Hann kvaðst vonast til að ekki þurfi að koma til lagasetningar um tiltekinn lágmarksfjölda íbúa sveitarfé- laga í framtíðinni. „Við viljum láta reyna á þetta í sátt og sam- vinnu til að byrja með og sjá hverju það skilar okkur," sagði Árni. Danir íhuga sameiningu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði áherslu á nauðsyn stærri og öfl- ugri sveitarfélaga. Hann sagði að nú stæði fyrir dyrum endur- skoðun á sveitarfélagaskipaninni í Danmörku með það fyrir aug- um að fækka sveitarfélögunum þar um allt að helming auk þess sem hugmyndir væru um að fækka ömtunum eða leggja þau nið- ur og færa verkefni þeirra til sveitarfélaganna. Ömtin eða fylkin hafa meðal annars haft rekstur sjúkrahúsa og framhaldsskóla á sinni könnu annars staðar á Norðurlöndunum. Vilhjálmur sagði að Danir teldu þörf á þessu þrátt fyrir að flest dönsku sveitarfé- laganna væru stærri og öflugri en þau íslensku. Þá lagði hann mikla áherslu á nauðsyn á endurskoðun tekjustofna sveitarfélag- anna til þess að gera þau betur búin til að taka við nýjum verk- efnum auk þess að sinna öflugri þjónustu hvert á sínu svæði. Tvær nefndir og verkefnisstjórn Hlutdeild sveitarfélaga í opinberum útgjöldum hér á landi er mun minni en annars staðar á Norðurlöndunum. Hún er hæst í Danmörku eða 75%, í Svíþjóð 69%, í Noregi 61% í Finnlandi 56% en aðeins 35% á íslandi. Ákveðið hefur verið að samhliða sameiningarátakinu fari fram endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og einnig á tekjustofnum sveitarfélaga og aðlög- un þeirra að nýrri skipan.Til að sinna þessum verkefnum hefur félagsmálaráðherra ákveðið að skipa tvær nefndir, sameiningar- nefnd, er geri tillögu um sameiningu sveitarfélaga, og tekju- stofnanefnd, er geri tillögur um aðlögun tekjustofna að nýrri sveitarfélagaskipan og breyttri verkaskiptingu. Verkefnisstjórn mun síðan hafa yfirumsjón með vinnu nefndanna. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.