Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 14
Fjárhagur sveitarfélaga Skuldir um 85% af árstekjum Nýr gagnagrunnur gerir kleift að birta upplýsingar um rekstur sveitarfélaganna í landinu mun fyrr en áður auk þess sem áformað er að veita aðgang að margvíslegum samanburði milli þeirra á Netinu. Hinn nýi gagnagrunnur, sem lítillega var sagt frá í júníblaði Sveit- arstjórnarmála, var unninn sem sérstakt þróunarverkefni af ráð- gjafarfyrirtækinu KPMC til geymslu, úrvinnslu og upplýsingagjaf- ar úr ársreikningum sveitarfélaganna. Samband íslenskra sveitar- félaga hefur tekið þátt í framvindu verksins á síðari stigum þess auk þess sem viðræður hafa átt sér stað á milli sambandsins, Hagstofu íslands og félagsmálaráðuneytisins um frekari þróun gagnagrunnsins í framtíðinni. Markmiðið með því að byggja upp gagnasafn á einum stað fyrir sveitarfélögin er að þannig verður til upplýsingabanki sem hefur að geyma ársreikninga sveitarfélaganna ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum er gera samanburð á rekstri og fjár- hagsstöðu þeirra auðveldari en verið hefur. Margháttaður samanburður Með tilkomu hins nýja gagna- grunns eiga bráðabirgðatölur úr ársreikningum sveitarfélag- anna að liggja fyrir mun fyrr en verið hefur. Frestur þeirra til að skila ársreikningum er 15. júní og með hinum nýja grunni á að vera hægt að birta tölur fljótlega eftir að frestin- um lýkur. Þá eiga uppgjör samkvæmt nýjum uppgjörs- reglum að leiða ýmis atriði um reksturinn betur í Ijós en eldri uppgjörsaðferðir. Nýir mögu- leikar opnast einnig á marg- háttuðum samanburði á upp- lýsingum úr rekstri einstakra sveitarfélaga og einstakra stofnana þeirra auk þess sem samræmi verður á milli þeirra upplýsinga sem notaðar verða um fjárhag og afkomu sveitarfélaganna. Þá má geta þess að aukið aðgengi verð- ur að fjárhagslegum upplýsingum ásamt ýmsum öðrum upplýs- ingum um sveitarfélögin og málefni tengd þeim þegar búið verð- ur að tengja gangagrunninn og fyrirspurnarform tengt honum við Netið. Skattar 75% tekna Eins og áður hefur komið fram í Sveitarstjórnarmálum kynnti Samband íslenskra sveitarfélaga hinn nýja gagnagrunn fyrir frétta- mönnum 19. júní síðastliðinn. Við það tækifæri sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, meðal annars miklu skipta fyrir alla aðila að niðurstöður reksturs og afkomu sveitarfé- laganna liggi fyrir eins fljótt og kostur er. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri benti við sama tækifæri á að ekkert væri því til fyr- irstöðu að rekstrar- og afkomutölur sveitarfélaganna lægju fyrir mun fyrr. í Noregi væru þessar tölur til reiðu strax í febrúar. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sagði það vera áhyggjuefni að skuldasöfnun sveitarfélaganna breyttist ekki. Hann sagði að skatt- ar væru nú um 75% af heildartekjum íslenskra sveitarfélaga sem væri mjög hátt hlutfall í samanburði við tekjur sveitarfélaga ann- arra norrænna þjóða. Heildarskuldir um 69 milljarðar Samkvæmt upplýsingum úr hinum nýja gagnagrunni, sem kynntar voru á fyrrnefndum fjölmiðlafundi, eru skuldir þeirra sveitarfélaga sem upp- lýsingar ná til um 67,7 millj- arðar króna og jukust um allt að fimm milljarða á árinu 2002. Niðurstöður ársreikn- inga fyrri ára benda hins veg- ar til að skuldirnar kunni að vera um 1,5 til 2,0 milljörð- um meiri, eða rúmir 69 millj- arðar króna þegar öll sveitar- félög eru tekin með. Hér er aðeins um skuldir sveitarsjóð- anna sjálfra að ræða en Gunnlaugur Júlíusson segir að skuldir tengdar sveitarfélögun- um fari yfir 130 milljarða króna ef skuldir fyrirtækja á vegum þeirra eru taldar með. Tekjurnar rúmur 81 milljarður Skatttekjur sveitarfélaganna voru rúmar 61,5 milljarðar króna á árinu 2002, framlög úr Jöfnunarsjóði tæpir 5,4 milljarðar og aðrar tekjur rúmir 14,3 milljarðar sem skilar rúmum 81,3 milljörðum króna í tekjur þegar allt er talið. Á sama tíma var launakostnaður sveitarfélaganna rúmir 48,2 milljarðar, annar rekstrarkostnaður rúmir 34,1 milljarðar, afskriftir 3,7 milljarðar og fjármunatekjur að frádregnum fjármagnsgjöldum 4,9 milljarðar. Þá voru fjárfest- ingahreyfingar neikvæðar um 15 milljarða króna. Skuldir sveitar- félaganna (sveitarsjóðanna) í landinu nema því um 85% af árs- tekjum þeirra. Frá kynningarfundi þar sem nýr gagnagrunnur Sambands ísienskra sveitarfélaga, Hagstofunnar, félagsmálaráðuneytisins og KPMG fyrir upplýsingar um rekstur sveit- arfélaga var kynntur. Á myndinni eru Gunnlaugur A. lúlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins, Hallbjörn Björnsson, ráðgjafi KPMG Ráðgjöf, Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri og Halldór Hróarr Sigursson, löggiltur endurskoð- andi KPMG. 14

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.