Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 18
Fréttir Strandbakki tekinn í notkun á Seyðisfirði Ný hafnarmannvirki voru tekin í notkun með formlegum hætti á Seyðisfirði í byrjun ágúst en mannvirkin hafa verið notuð frá því siglingar nýrrar Norrænu hófust á liðnu vori. Bygging og tilhögun hafnarmannvirkjanna tóku einkum mið af þeim þörfum sem sköpuðust með tilkomu nýrrar bílferju sem siglir á milli Seyðisfjarðar, Færeyja, Noregs og Danmerkur og tengir ísland um sjóleiðina við meginland Evrópu. Hin nýja ferja er 164 metra löng, 30 metra breið og 36 þúsund brúttótonn að stærð. Hafnarsvæðið er með 5.700 fermetra þekju, 1 70 metra löngum viðlegukanti og minnsta dýpi er tíu metrar. Um eitt þús- und fermetra þjónustuhús er á hafnar- svæðinu sem hýsir brottfararsal farþega auk aðstöðu fyrir tollgæslu, hafnarvörslu, upplýsingamiðstöð og veitingasölu. Land- gangur við þjónustuhúsið er í um 15 metra hæð yfir sjávarmáli og er miðaður við stærð Norrænu. Formleg ákvörðun um byggingu hafnarmannvirkjanna var tekin 18. desember árið 2001 og í janúar á þessu ári skipaði samgönguráðherra vinnuhóp til þess að hafa umsjón með verkinu. í máli Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra við formlega opnun hafn- arinnar kom meðal annars fram að að- koma ríkisins að framkvæmdinni væri nýlunda að því leyti að komið hafi verið á fót einni verkefnisstjórn undir forystu Gísla Viggóssonar, verkfræðings Siglinga- málastofnunar. Sturla undirstrikaði einnig í ræðu sinni að samstarf við heimamenn hafi verið einstaklega gott auk góðs sam- starfs við hönnuði og verktaka. Hinn nýi hafnarbakki og ferjulægi við Seyðisfjörð heitir Strandbakki en gamli hafnarbakkinn Bjólfsbakki. Nýja hafnarsvæðiö við Seyðisfjörð. Landgangurinn er f um 15 metra hæð yfir sjávarmáii. Borgir vaxa saman Margt bendir til þess að borgirnar Kaupmannahöfn á Sjálandi og Malmö á Skáni séu að vaxa saman og mynda eitt borgarsamfélag en nú eru þrjú ár síðan Eyrarsundsbrúin var tekin í notk- un. Anders Olshov, framkvæmdastjóri Eyrarsundsstofnunarinnar, lét svo um mælt í viðtali við Svenska Dagbladet á liðnu sumri að það væri mat stofnunar- innar að margt benti til samruna borg- anna. Hann sagði að þrisvar sinnum fleira fólk ferðist í dag yfir Eyrarsund en á árinu 2000. Fleiri og fleiri Danir kjósi að búa á Skáni jafnvel þótt þeir stundi vinnu í Kaupmannahöfn og stöðugt fleiri Svíar stundi nám í Danmörku. Þá séu fyrirtæki að flytja starfsemi sína yfir sundið. Fyrstu sex mánuði ársins 2000 fóru um 2,3 milljónir manna um brúna en um mitt þetta ár var fjöldi þeirra orðinn yfir sjö milljónir. í viðtalinu sagði Anders Olshov einnig að ríkisstjórnum Danmerkur og Svíþjóðar hafi ekki tekist að ryðja úr vegi hindrunum innan skatta- og fé- lagsmálakerfis landanna þrátt fyrir lof- orð sænsku ríkisstjórnarinnar þess efn- is. Þessi þróun er glöggt dæmi um hvaða áhrif miklar samgöngubætur geta haft og skiptir þá ekki máli þótt landamæri og mismunandi áherslur í ýmsum málum á borð við skatta- og fé- lagsmál skilji á milli þeirra svæða sem tengjast saman með öflugum samgöng- um. Virðisaukaskattur á refa- og minkaveiðar Ríkisskattstjóri telur að sveitarfélögum sé skylt að greiða virðisaukaskatt vegna refa- og minkaveiða og hefur embættið sent frá sér bréf um málið. í bréfi embættisins kemur fram að veið- ar á refum og minkum séu stundaðar í at- vinnuskyni og beri sjálfstætt starfandi refa- og minkaskyttum því að innheimta virðis- aukaskatt af þjónustu sinni og giidi einu hvort um sveitarfélög eða aðra sé að ræða. Sveitarfélögin eiga ekki rétt á end- urgreiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri þjónustu við refa- og minkaveiðar að mati ríkisskattstjóra. Ef sveitarfélag ræður menn til starfa við eyðingu refa og minnka sem venjulega launamenn ber þeim að halda eftir staðgreiðslu af öllum launagreiðslum og þóknunum sem greiddar eru til þeirra sem starfa við framangreind verkefni. Bændasamtök íslands hafa gert kröfu um að virðisaukaskattur af kostnaði vegna refa- og minkaveiða verði endurgreiddur til sveitarfélaganna því eins og málum er háttað nú er gerð krafa um að þau greiði fé til ríkisjóðs í formi virðisaukaskatts vegna veiða á villimink án þess að eiga þess kost að fá hann endurgreiddan.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.