Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 22
Fjarðabyggð arfjarðar 15. nóvember 1997 og fylgdust Hydromenn spenntir með kosningunum. Fyrsti maðurinn sem hringdi í mig morg- uninn eftir kosningar var einn af helstu samningamönnum Hydro og taldi hann að hin jákvæða niðurstaða kosninganna væri ein meginforsenda þess að álver risi í Reyðarfirði. Álfyrirtækin vilja byggja upp fyrirtæki í sveitarfélagi sem hefur í grunn- gerð sinni alla þá grundvallarþjónustu sem gerð er krafa um og helst vilja þeir setja sig niður þar sem önnur at- vinnustarfsemi er öflug. Þau vilja líka geta treyst því að sveitarfélagið hafi burði til að sinna þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að leysa. Fyrir Norðmennina var það fullkom- lega eðlilegt að koma inn í sveitarfélag með fleiri en ein- um þéttbýliskjarna og þeir áttu auðvelt með að sjá Fjarðabyggð sem sterkari heild en þau sveitarfélög sem fyrir voru. Sama gildir um Alcoamenn. Menn verða því að hafa það í huga að myndun Fjarðabyggðar er ein meginforsenda þeirra jákvæðu breytinga sem nú eru að eiga sér stað á Austurlandi." Urðu vægast sagt hissa Smári segir að þegar Alcoamenn hafi komið að málum fyrir austan hafi þeir ver- ið búnir að setja sig nokkuð inn í aðstæð- ur hér á landi og þá einkum aðstæður Norðuráls í Hvalfirði. „Sannleikurinn er sá að þeir urðu ekki sérstaklega hrifnir af þeim aðstæðum sem ríktu í Hvalfirði hvað varðar fyrirtækið og sveitarfélögin. Þeir sáu til dæmis að ákvarðanataka varðandi höfnina væri þunglamaleg en höfnin þar er í eigu nokkurra sveitarfélaga. Eins urðu þeir vægast sagt hissa þegar þeir voru upplýstir um að álverið í Hvalfirði stæði í tveimur sveitarfélögum. Þegar þeir áttuðu sig hins vegar á aðstæðum fyrir austan og að þar þyrftu þeir fyrst og fremst að hafa samskipti við eitt tiltölulega sterkt íslenskt sveitarfélag lýstu þeir yfir ánægju sinni." Lýsir vanþekkingu Smári ræddi nokkuð um þá andstöðu sem myndaðist gegn virkjunar- og álversfram- kvæmdum eystra. Hann segir flesta Aust- firðinga þreytta á þeim fullyrðingum að þeir hafi ekkert gert undanfarna áratugi nema beðið eftir virkjun og álveri. „Þetta eru fráleitar skoðanir og lýsa fyrst og fremst vanþekkingu og áhugaleysi á því að setja sig inn í austfirskar aðstæður. í þessari umræðu hefur verið talað niður til Austfirðinga og það jafnvel af fólki sem sjálfsagt er að gera kröfu um að horfi á mál frá fleiri en einum sjónarhóli. Stað- reyndin er sú að þróunin í frumvinnslu- greinunum hefur fækkað störfum mjög í landshlutanum og á vissan hátt veikt sam- félagið. Margt hefur verið gert til að hamla gegn fólksfækkun en við þurftum stórverk- efni til að breyta hugarfari og skapa trú íbúanna á farsæla framtíð. Hugarfar ræður nefnilega miklu um samfélagsþróun." Margt að gerast „Á undanförnum árum hefur margt gerst í austfirsku samfélagi sem hefur verið afar jákvætt. Sjávarútvegurinn hefur þróast og til staðar eru mjög sterk og tæknivædd sjávarútvegsfyrirtæki en tæknivæðingin hefur þann fylgifisk að störfum fækkar gjarnan. Ferðaþjónusta hefur efist mjög og samstarf ferðaþjónustuaðila hefur verið í mótun. Ný og glæsileg Nor- ræna er dæmi um stórátak á sviði ferðaþjónustu og eins beint flug milli Egilsstaða og Þýskalands. Þá ber að nefna fiskeldið en þar eru á ferðinni stórbrotnar áætlanir sem vonandi hafa mjög jákvæð áhrif á aust- firskt samfélag. Og ekki hafa menn gleymt menningarmálunum því þar hafa verið að gerast eftirtektarverðir hlutir hér eystra. Á Sjávarútvegur hefur veriö undirstöðuatvirmuvegur í Fjarðabyggð og mun áfram setja mikinn svip á at- vinnulífið þar. Tfðindamaður gekk fram á þennan fiskibát ! slipp í Neskaupstað. „Menn verða að hafa það í huga að myndun Fjarðabyggðar er ein meginforsenda þeirra já- kvæðu breytinga sem nú eru að eiga sér stað á Austurlandi." 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.