Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 26
 Trevor Adams, framkvæmdastjóri nýrra verkefna hjá Alcoa. „Mark- miö okkar er ávallt að ganga lengra í umhverfisvernd en staðlar segja til um." Álver í Reyðarfirði Leggjum áherslu á að skilja sjónarmið heimamanna Álver Alcoa í Reyðarfirði, Fjarðaál, mun hafa mikil og jákvæð áhrif á atvinnulíf á Austurlandi. Trevor Adams, sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum Alcoa á íslandi, segir að fyrirtækið leggi mikið upp úr því að eiga gott samstarf við íbúa á svæðinu. Trevor er 47 ára Ástrali og er framkvæmdastjóri nýrra verkefna hjá Alcoa. Hann er málmtæknifræðingur að mennt og hefur starf- að hjá Alcoa frá árinu 1978. Trevor hefur tekið þátt í fjölda verk- efna á vegum fyrirtækisins víða um lönd, meðal annars var hann lengi yfirmaður álvers Alcoa í Portland í Ástralíu. - Mikið hefur verið rætt um atvinrtumál í tengslum við rekstur álversins. Hvernig hafið þið hugsað ykkur að standa að því að ráða og þjálfa fólk til starfa í álverinu? „Aðstoðarforstjóri Alcoa, Richard Kelson, sagði nýlega í blaða- viðtali að við væntum þess að álverið verði „íslenskt álver" og að meirihluti starfsmanna þar verði íslendingar. Að þessu markmiði stefnum við. í upphafi munu sérfræðingar Alcoa frá mismunandi löndum aðstoða við að koma framleiðslunni í gang og Ijóst er að það mun taka þá nokkurn tíma að þjálfa upp íslenska starfsmenn. Fyrst eftir að álverið tekur til starfa má búast við að erlendir sér- fræðingar Alcoa muni verða allt að 10% starfsmanna. Eftir fyrsta hálfa árið, sem er um það bil sá tími sem tekur fyrir álver af þess- ari stærðargráðu að verða að fullu starfhæft, mun þeim hins veg- ar fækka verulega og verða þá varla fleiri en 5-6. Stærstur hluti þjálfunarinnar mun fara fram hér á landi en þjálfun vegna flók- inna og mjög sérhæfðra starfa mun fara fram í álverum okkar og starfsstöðum um víða veröld. Þjálfun starfsmanna verður í raun fastur hluti af starfseminni og við verðum sífellt að leita nýrra leiða í þessu sambandi til að tryggja samkeppnishæfni álversins." - Sumir hafa látið í Ijós áhyggjur af því að umfang fram- kvæmdanna á Austurlandi muni leiða til þess að erfitt verði fyrir ykkur að fá nægjanlegt vinnuafl þegar bygging álversins hefst? „Það gæti skapað vandamál ef framboð af vinnuafli verður minna en við höfum gert okkur vonir um á byggingartímanum. Sem betur fer höfum við góðan tíma til að skipuleggja starfsem- ina og munum á næstunni, í samstarfi við þá verktaka sem við höfum samið við, leita samstarfs við verkalýðsfélög og ýmsar stofnanir til að stuðla að því að það fáist nægt vinnuafl til verks- ins. Við munum að sjálfsögðu leitast við að tryggja að vinnuaflið verði fyrst og fremst innlent. Það er á þessari stundu mjög erfitt að segja til um hversu margir starfsmenn munu vinna við bygg- ingu Fjarðaáls en ég á von á því að þeir verði innan við 1.500 talsins. Við leggjum mikla áherslu á að geta tryggt öryggi starfs- manna á framkvæmdasvæðinu og því viljum við reyna að halda fjölda þeirra á hverjum tíma í lágmarki. Framkvæmdir við álverið munu ekki hefjast fyrir alvöru fyrr en árið 2005 en þangað til verður unnið að margs konar undirbúningi á framkvæmdasvæð- 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.