Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 29
bjarg ofan við Valþjófsstað í Fljótsdal. Þar verður stöðvarhús virkjunarinnar byggt. Aðrennslisgöngin verða um 53ja kílómetra löng að undanskildum aðkomugöngum. Verktakafyrirtækið Impregilo mun flytja þrjár jarðgangaborvélar til landsins til þess að annast þetta verkefni. Fyrsta vélin er væntanleg í haust og byrjað verður að bora í febrúar á næsta ári. Afköst borvél- anna eru áætluð um 20 til 25 metrar á dag þegar þær verða allar komnar til starfa. Nú er unnið að því að leggja raf- strengi að virkjanasvæðinu meðal annars til þess að knýja hinar rafknúnu borvél- arnar. Um 8,4 milljónir rúmmetra af efni Þessa dagana er meðal annars unnið að undirbúningi stíflugerðarinnar við Kára- hnjúka auk þess sem framkvæmdir eru hafnar á Teigsbjargi ofan Valþjófsstaðar þar sem 115 metra langt og 14 metra breitt stöðvarhús verður byggt um 800 metra inni í berginu. Verið er að jafna undirlag í gljúfrinu við Fremri-Kárahnjúk þar sem stóra stíflan verður byggð og byrj- að er að undirbúa lagningu færibands sem flytja á efnið í stífluna en það verður tekið úr bólstrabergsnámum skammt innan hennar. Þá er einnig hafinn undirbúningur að gerð tveggja jarðganga sem Jökulsá á Dal verður veitt um meðan framkvæmdir standa yfir við stíflugerðina. Að byggingu virkjunarinnar lokinni verður öðrum göng- unum lokað en hin notuð sem affallsgöng, þurfi að lækka yfirborð Háls- lóns. Sem dæmi um stærðar- hlutföll þessara framkvæmda má nefna að aðalstíflan við Kárahnjúka verður um 190 metrar á hæð og 730 metra löng. Stíflan verður gerð úr grjóti en á bakhlið hennar verður steypt þéttikápa. Áætlað er að alls fari um 8,4 milljónir rúmmetra af efni f stífluna. Minni stíflurnar sem byggðar verða vegna virkjunarinnar eru; Pétur Ingólfsson verkfræðingur og Jónas Þór Jóhannsson sveitarstjóri ræða málin á Teigsbjargi þar sem stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar verður byggt inni ! bjarginu. Að baki þeim sést niður í Fljótsdal á móts við Valþjófsstað þar sem affall virkjunarinnar kemur til með að renna íJökulsá í Fljótsdal. Eykur útflutningstekjur um 14% Mikil áhrif á starfsemi sveitarfélaga í viðræðum við sveitarstjórnarmenn og aðra á Austurlandi að undanförnu hefur komið fram að tilkoma virkjunarinnar og bygging álvers Alcoa í Reyðar- J______ firði í tengslum við hana muni hafa mikil áhrif á starfsemi sveitarfélaganna á Mið-Austur- landi og raunar á allt atvinnu- og mannlíf í fjórðungnum. Með henni verði einnig snúið við þeirri óheppilegu þróun Aðgöng á Teigsbjargi eru nú þegar orðin á sjötta hundrað metra löng. Gert er ráð fyrir að virkjunin og álverið muni í heild sinni auka útflutningstekjur þjóðarinnar um 14%, sem er álíka upphæð og öll ferðaþjónustan skilar nú á ársgrundvelli. Desjárstífla um 60 metra há og 900 metra löng og Sauðárdalsstífla er verður 25 metra há og 1.100 metra löng. sem að þeirra dómi átt hefur sér stað í at- vinnumálum og íbúaþróun í landshlutan- um á undanförnum árum. I <g> ----- 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.