Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 30
Frá Seyðisfirði. Þorvaldur Jóhannsson segir að hugsanlega nái áhrif virkjunar- og álversfram- kvæmdanna að einhverju leyti til Seyðisfjarðar þótt þeirra muni gæta í minna mæli þar og með öðrum hætti en annars staðar á Mið-Austurlandi. Kárahnjúkavirkjun og Austurland Sex ára vöktunarverkefni Þróunarstofa Austurlands og Byggðarannsóknastofnun íslands munu í samvinnu rannsaka hver hin raunverulegu áhrif stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi verða. Um sex ára vöktun- arverkefni verður að ræða. Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), segir mjög mikilvægt að fylgjast vel meo áhrifum framkvæmdanna á Austurlandi á viðkomandi sveitarfélög og byggðarlög og hver þróunin verði fyrir byggðalögin. Hann segir nauðsynlegt að fylgjast með þróuninni á þann máta til þess að unnt verði að bregð- ast við komi upp vandamál í tengslum við þær breytingar sem þessar miklu fram- kvæmdir óhjákvæmilega hafi. Hann segir að á þessu stigi sé ekki gott að sjá fyrir með nákvæmum hætti hver áhrif virkjunarfram- kvæmdanna við Kárahnjúka og byggingu álversins í Reyðarfirði koma til með að verða á einstök sveitarfélög á svæðinu. Mikl- ar líkur séu til að þau birtist með misjöfnum hætti frá einu sveitarfélagi til annars en þau munu örugglega hafa einhver áhrif á mjög stóru svæði. Óvissa um áhrifin Þorvaldur jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA. Hann segir að gera megi ráð fyrir að bygging jarð- ganganna milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar teygi áhrif virkjunar- og álversframkvæmda til Fá- skrúðsfjarðar og Stóðvarfjarðar og jafnvel allt til Breiðdalsvíkur. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif hinna miklu framkvæmda á byggðir og sveitarfélög á Austurlandi lýsti Alþingi í ályktun, sem samþykkt var 11. mars síðastliðinn, þeim vilja sínum að Þróunarstofa Austurlands og Byggðarann- sóknastofnun íslands rannsaki ísamvinnu hver hin raunverulegu áhrif stóriðjufram- kvæmdanna á Austurlandi verði. í því sam- bandi hefur verið lögð fram rannsóknar- áætlun sem kynnt var á aðalfundi SSA í ágúst. Stefnt er að því að verkefnið standi í sex ár eða til ársins 2009. Þorvaldur segir að SSA hafi lagt áherslu á að sérstaklega verði rannsakað hver áhrifin verða á svæð- um sem liggja fjærst framkvæmdunum á Mið-Austurlandi, það er að segja á norður og suðursvæði landshlutans. Meiri áhrif til suðurs Þorvaldur segir að þrátt fyrir ákveðna óvissu sé Ijóst að áhrifanna muni gæta mest í Fjarðabyggð, þar sem álverið verður, en þeirra muni einnig gæta verulega á Austur-Héraði, í Fljótsdalshreppi og á Norður-Héraði þar sem meginhluti virkjun- arframkvæmdanna fer fram. Þá megi gera ráð fyrir að bygging jarðganganna milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar teygi þessi áhrif til Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og jafnvel allt til Breið- dalsvíkur. Hvað norðursvæðið varðar segir Þorvaldur að sam- gönguleysi muni valda því að þessi áhrif verði ekki eins mikil né 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.