Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 31
Lögheimili í fjórum þorpum Gert er ráð fyrir að allt að eitt þúsund manns hafi lögheimili í fjór- um þorpum á framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar á meðan framkvæmdir standa yfir. augljós þar en með samsvarandi sam- göngubót til Vopnafjarðar og nú sé unnið að til Fáskrúðsfjarðar ætti engin fyrirstaða að verða fyrir því að áhrifanna gæti lengra til norðurs. Þorvaldur kveðst telja að þau föstu störf sem álversframkvæmdin skapi til frambúðar og afleidd þjónustustörf vegna þeirra muni dreifast nokkuð á milli sveitarfélaganna þótt gera verði ráð fyrir að flest þeirra verði í Fjarðabyggð. Fólk muni setjast að á Egilsstöðum og byggð- unum þar í kring á Austur-Héraði og hugs- anlega nái þau að einhverju leyti til Seyð- isfjarðar þótt þeirra muni gæta í minna mæli þar og með öðrum hætti. Fjarðabyggð og Fljótsdals- hreppur með vinninginn Sé litið til beinna tekna sveitarfélaganna segir Þorvaldur Fjarðabyggð augljóslega hafa vinninginn með tryggar tekjur af höfninni og fasteignagjöldum af álverinu og Fljótsdalshreppur komi til með að hafa fasteignatekjur af stöðvarhúsi Kárahnjúka- virkjunar og mannvirkjum tengdum því við Teigsbjarg þegar byggingu þeirra verð- ur lokið. Meiri óvissa ríki um tekjur Norð- ur-Héraðs vegna þess að samkvæmt nú- gildandi reglum beri ekki að greiða fast- eignagjöld af stíflumannvirkjum eins og af stöðvarhúsum en ef gerð verði breyting á þeim geti Norður-Hérað átt nokkra tekju- möguleika sem vissulega megi segja að sé réttlætismál. Meiri óvissa ríki í þessum efnum á Austur-Héraði og í Fellahreppi vegna þess að Ijóst sé að sveitarfélögin verði að leggja í mikinn kostnað vegna íbúafjölgunar en komi ekki til með að hafa aðrar tekjur af þessum atvinnufram- kvæmdum en auknar útsvarstekjur vegna fleiri íbúa. Þetta er í fyrsta skipti sem fólk mun eiga lögheimili í byggðum sem reistar eru til takmarkaðs tíma og þar að auki inni á há- lendi íslands. Cert er ráð fyrir að á bilinu 600 til 700 manns muni búa í stærstu búðunum í Laugarási þegar flest verður, um 200 búi íTungu og um 100 manns muni búa í búðum áTeigsbjargi og við Öxará. Stærstu búðirnar verða vegna stíflugerðarinnar við Kárahnjúka en hinar vegna byggingar stöðvarhúss og aðkomu- ganga tvö og þrjú. Um 800 manns fyrir lok september Þegar hefur verið fengið samþykki þjóð- skrár fyrir því að starfsmenn við virkjunar- framkvæmdirnar, sem dvelja meira en hálft ár á virkjunarsvæðinu, geti skráð sig til heimilis þar. Er samþykkið veitt í sam- ræmi við samkomulag ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo, sem annast virkjunar- framkvæmdirnar ásamt undirverktökum, og þeirra sveitarfélaga sem virkjunarsvæð- ið nær til. Ákveðið hefur verið að komið verði upp svefnrými fyrir um 800 manns í búðum Impregilo við Kárahnjúka fyrir lok september og hefur fyrirtækið lagt fram tímasetta aðgerðaáætlun um uppbyggingu vinnubúðanna. Svefnskálarnir eru meðal annars fluttir inn frá Rúmeníu ogTyrklandi og munu starfsmenn frá framleiðendum koma hingað til lands til þess að vinna við uppsetningu þeirra. Deiliskipulag fyrir 200 hektara Samþykkt deiliskipulags er nauðsynlegt vegna hinna tímabundnu byggða á há- lendinu. Deiliskipulagið nærtil um 200 hektara svæðis vestan Jökulsár á Brú og innan Fremri-Kárahnjúks. Svæðið tekur fyrst og fremst til vinnubúða Impregilo auk afmarkaðra reita vegna vinnubúða Lands- virkjunar og annarra verktaka sem annast framkvæmdir á virkjunarsvæðinu. Karlar sækja austur Um 65% aðfluttra umfram brottflutta á Austurlandi á þessu ári eru karlar en aðeins 35% konur. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu íslands um búferlaflutninga til og frá Austurlandi sem birtar voru nýlega. íbúum Austurlands fjölgaði um 40 á fyrstu sex mánuðum þessa árs en það er svipað og allt árið 2002. í þessu felast verulegar breytingar sem rekja má til þeirra framkvæmda sem hafnar eru eystra en Austfirðingum hefur fækkað á undanförnum árum. Fjölgunin er nokkuð misjöfn á milli sveitarfélaga en mest fjölgaði íbúum á Austur-Héraði þar sem fjölgunin á fyrri helmingi ársins varð um 50% meiri en allt árið í fyrra. Karlmenn eru um 8% fleiri en konur á Austurlandi og ef þróunin verður með sama hætti áfram mun fjöldi þeirra umfram fjölda kvenna enn fara vaxandi á næstunni. Enn sem komið er hefur fjölgun starfa á Austurlandi einkum orðið í hefðbundnum karla- störfum en þegar lengra líður má gera ráð fyrir að aukin verkefni skapist fyrir konur, einkum eftir að samfélagið fer að kalla eftir fjölgun þjónustustarfa. Undirbúningur að byggingu vinnubúða. Snæfell í baksýn. 31

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.