Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 33
vaxi." Jónas Þór nefnir samning við Landsvirkjun um landbætur vegna virkjanaframkvæmda sem dæmi um verkefni er fært geti íbúum Norður-Héraðs verkefni og tekjur í framtíðinni. Um er að ræða 40 ára verkefni og áformað að veita að minnsta kosti 200 milljónir króna til þess á næstu árum. Jónas Þór kveðst gera ráð fyrir að þarna geti orðið um allt að 350 milljóna króna verkefni að ræða á tímabilinu. Sameiningarskrefin of smá „Mín skoðun er að Mið-Austurland verði fljótt eitt atvinnusvæði og það hlýtur að ýta á eftir frekari aðgerðum í sameiningu sveit- fjarðarhrepp, Norður-Hérað, Fellahrepp, Fljótsdalshrepp, Austur- Hérað og Seyðisfjarðarkaupstað. Hann segir jarðgöng undir Hell- isheiði eystri forsendu þess að unnt verði að tengja norðurhlut- ann við atvinnusvæðið á Mið-Austurlandi og fyrr en áform um þau séu komin á blað sé ef til vill ekki nægilega raunhæft að tala um sameiningu allra þessara sveitarfélaga. „Fyrir mér er það ekki frágangssök að sameina allt Austurland í eitt sveitarfélag. Það er nauðsyn vegna þess að ef sveitarfélögin eiga að hafa einhverja burði til þess að takast fleiri og stærri verkefni á hendur þá þurfa þau að ná ákveðinni stærð og henni verður ekki náð í dreifbýlinu nema að menn nái saman um mun stærri einingar. Ef litið er til Jónas Þór Jóhannsson hefur stillt sér upp við belti jarðýtu, sem nota á við I Þessi borvél er notuð við aðrennslisgöngin á Teigsbjargi. virkjunarframkvæmdirnar. I bakgrunninum er hluti mokstursvélar og má glöggt I merkja stærð vinnuvélanna í samanburði við manninn. arfélaga og flutningi fjármagns og verkefna til þeirra. Mér finnst sameiningarmálin ganga hægt fyrir sig og skrefin vera of smá. Ef til vill er þó nauðsynlegt að vinna þetta með þessum hætti til þess að ná betri sátt um málin en ég held að menn verði að horfa til lengri framtíðar en gert er. Ég held til dæmis að eitt þúsund íbúa markið, sem menn eru nú að ræða um sem lágmarksíbúa- fjölda í einu sveitarfélagi sé of lágt. Nær væri að miða við öllu stærri sveitarfélög - jafnvel með allt að fimm þúsund íbúa eða stærri," segir Jónas Þór. Gott að geta búið úti á landi Jónas Þór ræddi nokkuð um Norðursvæðisverkefnið svonefnda en það eru áform um samein- ingu sveitarfélaga á norðanverðu Austurlandi. Hann segir að með því megi ná um 4.500 manna sveitarfélagi. í þessu verkefni var hugmyndin að sameina sveitarfélögin Skeggjastaðahrepp, Vopna- annarra norrænna ríkja þá eru sveitarfélögin að vinna með allt að 80% af opinberum fjármunum sem veitt er til þjónustu við íbú- ana á móti um 20% umsýslu ríkisins. Sveitarfélögin annars staðar á Norðurlöndunum eru líka mun stærri einingar miðað við heild- arfjölda en hér. Ég tel fulla ástæðu til að feta í fótspor þeirra að þessu leyti og færa verkefni og þjónustu ríkisins til sveitarfélag- anna." Jónas Þór kveðst telja þetta grundvallarverkefni til þess að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á landsbyggð- inni. í Ijósi mikillar fólksfjölg- unar og þenslu á höfuðborgar- svæðinu og atvinnuvanda, sem gert hafi vart við sig í kjölfarið, eigi landsbyggðin möguleika. „Það er gott að búa í Reykjavík en það er líka gott að búa úti á landi. Þar er stærstur hluti ónýttra tækifæra á íslandi," segir Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri á Norður-Héraði. „Mín skoðun er að Miðausturland verði fljótt eitt atvinnusvæði og það hlýtur að ýta á eftir frekari aðgerðum í sameiningu sveitarfélaga og flutningi fjármagns og verkefna til þeirra." 33

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.