Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 34
Kárahnjúkavirkjun og Austurland Erfitt að áætla fjölgun íbúa Gert er ráð fyrir einhverri fjölgun íbúa í Fljótsdalshreppi vegna Kárahnjúkavirkjunar en sveitar- félagið fer ekki að hafa ákveðnar tekjur af henni fyrr en stöðvarhúsið verður fullgert. Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar verður í VaIþjófsstaðafja11i í Fljótsdalshreppi þannig að sveitarfélagið tengist fram- kvæmdum við virkjunina með ýmsu móti. En hvaða áhrif koma þessar framkvæmdir til með að hafa á íbúaþróun, tekjumögu- leika, þjónustuþarfir og rekstur sveitarfé- lagsins til frambúðar? Fasteignatekjur 2007 til 2008 Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti segir að gert sé ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast eitthvað vegna hækkunar á tekjum íbúa, sem sækja muni vinnu við framkvæmdir Kárahnjúkavirkjunar. Tekju- jöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði muni þó lækka á móti sem nemi þeirri hækkun og því verði ekki um raunverulega hækkun tekna að ræða af þeim sökum. Tekjuaukn- ing sveitarfélagsins muni í fyrstu einkum byggjast á fjölgun íbúa, ef hún verði því engar aðrar tekjur af virkjanaframkvæmd- um utan áðurnefndra tekna og einhverra þjónustugjalda komi til sveitarfélagsins á framkvæmdatímanum. Hún segir að út- gjöld sveitarfélagsins vegna þjónustu við íbúa muni aukast. Tekjurnar muni aftur á móti ekki aukast verulega fyrr en fast- eignaskattsskyld mannvirki virkjunarinnar verða tilbúin. Orkufyrirtæki njóti reyndar víðtækrar undanþágu fasteignagjalda en þau greiðist þó af stöðvarhúsi virkjunar- innar og öðrum varanlegum húsum. Gert sé ráð fyrir að afhending orku hefjist í apr- íl 2007 og því megi gera ráð fyrir tekjum 2008 vegna þess að þá greiðast af stöðv- arhúsinu fasteignagjöld eins og af öðrum fasteignaskattsskyldum mannvirkjum í hlutfalli við stærð þeirra og verðgildi. Erfitt að áætla fjölgun Áætlað er að íbúum Fljótsdalshrepps muni fjölga í tengslum við framkvæmdirnar, að minnsta kosti tímabundið. Erlendir verka- menn, sem koma til starfa við virkjunar- framkvæmdir og vinna lengur en J 80 daga, verði skráðir til lögheimilis í við- komandi vinnubúðum. Aðrir, sem starfa við framkvæmdina, afla meirihluta tekna sinna í sveitarfélaginu og halda heimili sitt þar, geti einnig samkvæmt núgildandi lög- um skráð sig í sveitarfélaginu. Einnig sé gert ráð fyrir að ungt fólk úr sveitarfélag- inu, sem orðið hefur að leita eftir störfum utan þess, muni í einhverjum mæli starfa við framkvæmdina og afleidd störf af henni og skrái sig því síður til heimilis í öðrum sveitarfélögum. Að sögn Gunnþór- unnar eru þegar tvær íbúðir í byggingu sem ætlaðar eru til útleigu fyrir fólk sem starfar að virkjunarframkvæmdum og vill halda heimili á svæðinu. Hversu mikil fjölgunin muni verða sé hins vegar erfitt að áætla og ekki raunhæft að reikna með mikilli viðvarandi fjölgun íbúa þótt hún geti orðið nokkur á framkvæmdatímanum. Vel sett í skólamálum Framkvæmdirnar og íbúafjölgun sem af þeim kann að leiða kalla á aukna þjón- ustu sveitarfélaganna á framkvæmdasvæð- inu, einkum í skólamálum. Fljótsdals- hreppur rekur grunnskóla á Hallormsstað í samstarfi við Austur-Hérað. Gunnþórunn segir skólann vel settan. Hann búi að góðu fagfólki auk þess sem hann geti tek- ið við fleiri nemendum. Því sé ekki fyrir- sjáanlegt að til stækkunar þyrfti að koma þótt íbúum fjölgi nokkuð. Sveitarfélagið hefur keypt þjónustu leikskóla á Hallorms- stað af Austur-Héraði. Nú er gert ráð fyrir að flytja leikskólann í húsnæði grunnskól- ans og samnýta þannig yfirstjórn og ein- hverja starfsmenn. Gunnþórunn segir að samhliða þeirri breytingu muni Fljótsdals- hreppur væntanlega koma inn í rekstur Miklar vegaframkvæmdir hafa átt sér staö á hálendinu á Norður-Héraði í tengslum við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar enda margir og þungir hlutir sem flytja þarf á virkjunarsvæðið. 34

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.