Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 37
Forfallakennsla með borgarfulltrúastarfinu Guðrún Ebba á sæti í fræðsluráði Reykja- víkurborgar og segir bakgrunn sinn í skólastarfinu eflaust eiga þátt f því að henni var falið að starfa á þeim vettvangi. „Ég hef starfað í grasrótinni, í skólastof- unni og hef nú tekið þann þráð upp að nýju mér til mikillar ánægju þar sem að ég hef sinnt forfallakennslu jafnframt störf- um borgarfulltrúa og borgarráðsmanns. Það kann að vera að einhverjum finnist það galli að koma nánast beint úr skóla- stofunni til sveitarstjórnarstarfa en ég lít á að það sem ótvíræðan kost að búa að þeirri reynslu sem kennarastarfið hefur gefið þegar kemur að því að fjalla um málefni grunnskólans og skólana í Reykja- vík. Vegna stærðar borgarinnar og fjölda grunnskóla er sú vinna er lýtur að skóla- málunum með talsvert öðrum hætti hjá Reykjavíkurborg en öðrum sveitarfélögum. Nú eru yfir 40 grunnskólar starfandi í borginni en í mörgum sveitarfélögum er aðeins um tvo til fjóra grunnskóla að ræða að ótöldum þeim sveitarfélögum sem hafa aðeins fyrir einum grunnskóla að sjá eða jafnvel hluta úr skóla í samvinnu við önn- ur sveitarfélög. Ég lít á það sem kost fyrir mig að þekkja til flestra skólanna og stjórnenda þeirra. Það hjálpar mér við að setja mig inn í málefni viðkomandi skóla og mér finnst eðlilegt og raunar nauðsynlegt að þeir sem fjalla um skólamál í sveitarfélög- unum þekki nokkuð til skólastarfsins." Ótti við breytingar Nú fara fram umræður um mis- munandi rekstrarform skóla og hversu fast sveitarfélögin eiga að halda í rekstur skólanna eða hvort fela eigi öðrum að hafa hann með höndum. Nokkrir skólar sem reknir eru af einkaaðilum eiga sér rætur og hefðir í Reykjavík en á síðari árum hefur þessi umræða aukist og skoð- anaskipti átt sér stað um málið. „Mér finnst þetta spennandi umræða," segir Guðrún Ebba, „og mín skoðun er að við eigum að leyfa fleiri skólum utan hins hefðbundna reksturs sveitarfélaganna að fá tækifæri. Þeir verða að sjálfsögðu að uppfylla ákveðin skilyrði og þær kröfur sem gerðar eru til kennslu-, uppeldis- og þjónustuhlutverks grunnskólans." Guðrún Ebba segir að skólastarf sé íhaldssamt í eðli sínu og það taki nokkurn tíma að þróa og kynna breytingar þannig að hægt sé að reyna þær. „Ég held að þótt ákveðin íhaldssemi sé af hinu góða þá megi hún ekki standa eðlilegri framþróun fyrir þrif- um eins og mér finnst að stundum eigi sér stað innan skólakerfisins. Ég held að þessi íhaldssemi fólks liggi að nokkru leyti í eðli kerfisins og þar með sú ályktun að ávallt sé best að fara með gát þegar um breyt- ingar á skólakerfinu er að ræða." Meiri fjárþörf til félagsmála Borgarmálastarf Guðrúnar Ebbu snýst um fleira en skólamálin. Hún á sæti í borgar- ráði og segir það hafa verið mjög góðan skóla. Hún á einnig sæti í félagsmálaráði og áfrýjunarnefnd þar sem viðkvæm mál- efni einstaklinga koma til umfjöllunar. „Starfið í áfrýjunarnefndinni hefur ef til vill reynst mér lærdómsríkast. Þegar mað- ur hefur lifað í tiltölulega öruggu umhverfi og alltaf átt einhvern að er ákveðin lífs- reynsla fólgin í því að kynnast málum fólks sem minna má sín. I þessum einstak- lingsmálum ræður pólitíkin ekki för heldur er unnið að málefnum skjólstæðinga eftir ákveðnum reglum. Það hefur vakið athygli mína að sífellt virðist þurfa að verja meiri fjármunum til þessa málaflokks." Annasamt starf „Það sem kom mér á óvart og er helst til marks um að ég gerði mér ekki fulla grein fyrir hvað felst í störfum borgarfulltrúa og borgarráðsmanns er að eftir kosningarnar í fyrra fóru flestar nefndir borgarinnar í sumarfrí. Ég hélt að þá gæti ég tekið mér gott frí sem ég hafði ekki alltaf átt auðvelt með í fyrra starfi hjá Kennarasambandinu. En það fór á annan veg. Verkefnin tóku strax að kalla. Þótt borgarfuIItrúastarfið sé ekki föst vinna frá níu til fimm þá er þetta meiri vinna en ég hafði gert mér grein fyr- ir. Reyndar er talið fullt starf að sinna störfum í borgarráði og einhverjum nefnd- um borgarinnar jafnhliða starfi borgarfull- trúans. Því má segja með sanni að starf borgarfulltrúans sé erilsamt þótt borgar- stjórnarfundir standi ekki langtfram á nætur eins og stundum gerðist fyrr á árum." Guðrún Ebba segir að fundarsköp borgarstjórnar hafi komið sér nokkuð á óvart og þrátt fyrir að nýir borgarfulltrúar hafi fengið smá tilsögn í þeim þá hafi sér tekist að brjóta þau á fyrsta borgarstjórnar- fundi! „Fundarsköpin eru nokkuð formföst og eiga sér rætur í þingsköpum Alþingis. Þetta er því nokkuð ólíkt þeim fundar- sköpum og venjum sem ég var vön en það var fljótt að lærast." Góð og nauðsynleg námskeið Annað sem Guðrún Ebba kveðst vilja nefna í þessu sambandi eru námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn, sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga stóð fyrir á liðnum vetri. „Þegar fólk kemur úr ólíku umhverfi til starfa að sveitarstjórnarmálum er mjög gott fyrir það að eiga kost á námskeiðum þar sem farið var yfir hina ýmsu þætti þeirra mörgu og oft flóknu málaflokka sem sveitarstjórnir þurfa að fást við. Ég er þeirrar skoðunar að með þessu hafi mjög gott starf farið af stað og nauðsynlegt að framhald verði á því. En á heildina litið hefur þetta hefur verið mjög lærdómsríkur og gefandi tími. Sveitarstjórnar- málin eru fjölbreytt og þar skortir aldrei verkefni," segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður. „Mín skoðun er að við eigum að leyfa fleiri skólum utan hins hefðbundna reksturs sveitarfélaganna að fá tækifæri." 37

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.