Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 6
Ný reikningsskil sveitarfélaga Betri upplýsingar um fjárhag Ný reikningsskil sveitarfélaga skapa betri aðgang að upplýsingum um fjárhag einstakra sveitarfélaga og sveitarfélaga í heildina. Gunnlaugur Júlíusson hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. skrifar. Reikningsskil sveitarfélaga hafa tekið mikl- um breytingum á síðustu árum. Þeim var breytt úr sértækum reikningsskilum yfir í almenn reikningsskil með reglugerð fé- lagsmálaráðherra um bókhald og ársreikn- inga sveitarfélaga nr. 944/2000. Fyrsta hringnum lokað Það má segja að nú sé búið að loka fyrsta hringnum og því rétt að nema staðar og skoða hvað hefur áunnist. Með fyrsta hringnum er átt við að sveitarfélögin skyldu setja endurskoðaða fjárhagsáætlun í fyrsta sinn upp á hinu nýja formi á haustdögum árið 2001, breyting bók- haldskerfa átti sér stað á árunum 2001 og 2002. Nýr bókhaldslykill var notaður hjá sveitarfélögunum á árinu 2002 og árs- reikningar settir upp fyrir árið 2002 á fyrri hluta ársins 2003. Að lokum var yfirlit úr ársreikningum sveitarfélaganna sett upp í fyrsta sinn í árbók sveitarfélaga nú í haust út frá nýjum reikningsskilareglum. Rétt er að staldra aðeins við á þessum tímapunkti og skoða hvernig til hefur tekist og hvað megi betur fara. Nýir möguleikar á öflun upplýsinga Óhætt er að fullyrða að þessi breyting tókst mjög vel. Einungis eitt lítið sveitarfé- lag skilaði ársreikningum í ár sem gerðir voru upp samkvæmt gömlu reikningsskil- unum og álíka mörg sveitarfélög og fyrri ár skiluðu ársreikningum það seint að nið- urstöður þeirra náðu ekki inn í árbókina. Óumdeilt er að ný reikningsskil gefa nýja og aukna möguleika á öflun og framsetn- ingu upplýsinga um fjárhag sveitarfélaga. Sem dæmi um þá má nefna eftirfarandi at- riði: • Reikningsskil sveitarfélaga eru nú gerð eftir brúttóreglu. Það þýðir að í stað þess að tekjur málaflokka eru dregnar frá útgjöldum málaflokka og nettótala birt eins og gert var, þá eru tekjur sveit- arfélaga nú birtar sérstaklega og brúttó- Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjórí hag- og upplýs- ingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. kostnaður sérstaklega. Þannig gefa reikningsskilin miklu raunhæfari upp- lýsingar um fjárhag og veltu sveitarfé- laga en áður. • Launagreiðslur koma nákvæmlega fram, þannig að nú liggur fyrir hve launagreiðslur eru háar hjá sveitarsjóði, einstökum málaflokkum sveitarfélagsins og stofnunum og að síðustu fyrir heild- arrekstur sveitarfélagsins í samantekn- um reikningsskilum (sveitarsjóði og stofnunum sveitarfélagsins). Það skiptir til dæmis gríðarlegu máli að hafa óyggjandi niðurstöður um laun og launaþróun hjá sveitarfélögunum í sambandi við gerð kjarasamninga. • Raunkostnaður við einstakar rekstrar- einingar kemur skýrar í Ijós. Eignum sveitarsjóðs (götum, skólum, leikskól- um, þjónustuhúsnæði o.s.frv.) er komið fyrir f sérstökum eignasjóði. Kostnaður við eignir er færður á viðkomandi málaflokk (kostnaður við húsnæði hvers grunnskóla er færður á viðkom- andi grunnskóla undir málaflokknum fræðslumál svo dæmi sé nefnt). Á þennan hátt kemur skýrar í Ijós en áður hvaða kostnaður fylgir eignum sveitar- félagsins. Þetta hefur meðal annars í för með sér að umræða um eignir verður öðruvísi en áður og kostnaðarvitund eykst. • Skarpari skil eru milli daglegs rekstrar og reksturs eigna, meðal annars vegna þess að gjaldfærðar fjárfestingar hafa verið felldar niður. • Samantekin reikningsskil sýna heildar- stöðu sveitarfélaganna, bæði rekstrar- lega og eignalega. Það er í fyrsta sinn sem upplýsingar af þeim toga liggja fyrir svo óyggjandi sé. • Aðgengi að upplýsingum um fjárhag sveitarfélaga, bæði einstakra sveitarfé- laga og sveitarfélaga í heildina tekið, er betra og liggur skýrar fyrir en áður. Þetta á bæði við um einstök sveitarfé- lög og rekstur þeirra en einnig hvað varðar samtök sveitarfélaga og aðra þá sem láta sig varða stöðu sveitarfélaga í heildina tekið og hvert stefnir í þeim efnum. Nauðsyn að fræða um ný reikningsskil Það liggur Ijóst fyrir að þegar fyrsta hringnum hefur verið lokað verður að meta þá reynslu sem nú liggur fyrir, hvort einhverjir vankantar séu á regluverkinu sem megi laga og hvort krafan um sundur- liðun upplýsinga sé of smámunasöm í ein- hverjum tilvika. Slík yfirferð er nauðsynleg og skynsamleg, þannig að sniðnir séu af þeir vankantar sem kunna að vera á því regluverki sem sett hefur verið upp í sam- bandi við reikningsskil sveitarfélaga. Að síðustu en ekki síst er nauðsynlegt að minnast á þá miklu nauðsyn á að fræða sveitarstjórnarfólk um ný reikningsskil sveitarfélaga, uppbyggingu þeirra og inni- hald, þannig að því nýtist sem best sá fróðleikur sem býr í nýjum reikningsskil- um sveitarfélaga. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.