Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 7
Uppgjör sveitarfélaga Þurfa að vera þannig að flestir skilji þau Uppgjör sveitarféiaga mega ekki vera svo flókin að sveitarstjórnarmenn skilji þau ekki, segir Gunnar Birgisson. Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogsbæjar, telur uppgjörsmál sveitar- félaganna of flókin. Hann segir að þau þurfi að vera með þeim hætti að flestir skilji þau. Hið eldra uppgjörskerfi hafi ver- ið byggt upp með þeim hætti að auðveld- lega hafi mátt draga úr því upplýsingar sem nýttust sveitarstjórnarmönnum við umfjöllun um daglega stjórn sveitarfélaga og þeir hafi getað fengið nokkuð glögga mynd af því hvernig reksturinn stóð á hverjum tíma. Auðvelt hafi verið að sjá hvaða hluti tekna fór til rekstrar og hvað til fjárfestinga. Eftir að uppgjörsvenjum sveitarfélaganna var breytt í takt við hin almennu reikningsskil, sem notuð eru við uppgjör í fyrirtækjum, háfi mörgum sveit- arstjórnarmönnum reynst erfiðara að átta sig á raunverulegri stöðu mála. Skildu gamla kerfið þokkalega „Gamla kerfið var þannig byggt upp að megnið af sveitarstjórnarmönnum skildi alveg þokkalega hvernig það virkaði og gat áttað sig á þeim tölulegu upplýsingum sem þar var að finna. Ég tel mig orðinn nokkuð sjóaðan í þessu og vanan að lesa úr tölum eftir að hafa komið að gerð 14 fjárhagsáætlana og rekstri sveitarfélags í jafn langan tíma. En ég verð að viður- kenna að ég átti fullt í fangi með að átta mig á niðurstöðum úr nýja uppgjörinu. Ástæðan getur að hluta verið sú að þetta var algerlega nýtt og maður var ekki búinn að fá réttu tilfi.nninguna fyrir því." Gunnar segir að fólk skynji ef til vill rekstrarniðurstöður úr þeim málaflokkum sem það starfar að og sé kunnugt en eigi erfið- ara með að ná heildaryfi rsýn. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem á sæti í sveit- arstjórnum á hverjum tíma og á að endurspegla þversnið samfélagsins sé allt sérfræðingar í bókhaldi. Ég er alveg viss um að skortur á skilningi sveitar- stjórnarmanna á bókhalds- og uppgjörs- reglum sveitarfélaganna eru ástæðan fyrir því að umræður um ársreikninga og fjár- mál hafa dáið út. Fólk hefur ekki þá þekk- Cunnar Birgisson, forseti bæjarstjómar Kópavogs- bæjar. ingu sem þarf til þess að tjá sig um þau." Gunnar segir nýja kerfið þó engan veg- inn ómögulegt og margt gott þar að finna. En þar sé þó verið að horfa á allt aðrar stærðir en áður. „Nú horfir maður á af- gang frá rekstri, veltufé frá rekstri, afskriftir og skuldir á íbúa. Veltufé frá rekstri er í raun það sem er til ráðstöfunar til eigna- breytinga og greiðslu skulda. Ég held að raunhæfara væri að nota meira þá mælistiku hversu mörg ár tæki viðkom- andi sveitarfélag að greiða nettóskuldir sínar upp. Fólk skildi hana betur." „Tilfinning sveitarstjórnarmanna fyrir rekstri sveit- arfélaganna er langtum daufari en hún var. Þetta er mín persónulega reynsla og ég hygg að svo reynist vera um fleiri." Langtum daufari tilfinning „Tilfinning sveitarstjórnarmanna fyrir rekstri sveitarfélaganna er langtum daufari en hún var. Þetta er mín persónulega reynsla og ég hygg að svo reynist vera um fleiri. Það þarf að kafa mun meira niður í bókhaldið og reikningsskilin til þess að geta gert sér raunhæfa mynd af stöðunni og skilið hana til hlítar. Það er helsti gall- inn við það reikningsskilakerfi sem sveit- arfélögin nota í dag." Gunnar ræddi þetta mál á ársfundi endurskoðenda ásamt Gunnlaugi Júlíussyni, hagfræðingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Við töluð- um þarna í austur og vestur, hvor frá sín- um sjónarhóli. Hann sem fræðimaður en ég sem sveitarstjórnarmaður. Ég hef oft orðið var við að sveitarstjórnarmenn átta sig ekki á þeim hugtökum sem notuð eru. Ég var til dæmis spurður að því um dag- inn hvað hafi orðið um þessar afskriftir. Hvert þær hafi farið. Hvað orðið hafi um þær tölulegu stærðir úr rekstrinum sem heita því nafni. Þær fara auðvitað ekkert en fólk áttar sig ekki á hvað þetta merkir. Fólk skilur almennt hvað kemur inn í reskturinn og hvað fer út úr honum. Þess vegna finnst mér að það þurfi að birta reikningsskil sveitarfélaga á formi sem hinn almenni maður úti í samfélaginu get- ur lesið út úr og áttað sig á." Fólk verður að skilja uppgjörin Gunnar kveðst ef til vill ekki eiga að vera að kvarta með langa reynslu að baki í að lesa úr tölum. Hann kveðst hins vegar viss um að flókin reikningsskil sveitarfélag- anna og um margt óaðgengileg þeim sem ekki hafa sérstaka þekkingu á bókhaldi og uppgjörsvenjum valdi því að sveitarstjórn- arfólk áttar sig ekki á stöðu þeirra. Þetta eigi sinn þátt í að mörg sveitar- félög eru rekin með halla og reksturinn brúaður með lán- tökum á milli ára. „Sveitar- stjórnarmenn átta sig ekki alltaf nægilega vel á hvað reksturinn tekurtil sín. Rekstr- arhlutfall sveitarfélaganna af skatttekjum hefur hækkað mik- ið á undanförnu árum og fer stöðugt vax- andi. Þetta hlutfall er hin raunverulegi mælikvarði á rekstur sveitarfélaganna. Uppgjörsmálin mega ekki vera svo flókin að fáir skilji þau." 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.