Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 12
Rafræn samfélög Rafræn sameining sveitarfélaga? „Sunnan 3" og „Virkjum alla" eru heiti á verkefnum sem unnið er að á vegum nokkurra sveitarfé- laga. Hluti Árnes- og Þingeyjarsýslna er vettvangur tilrauna með rafræn samfélög - sem ef til vill mætti kalla rafræna sameiningu sveitarfélaganna. En hver eru áhrif rafrænnar sameiningar á hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga? Sex sveitarfélög í landinu vinna í tveimur samstarfshópum að þróunarverkefnum á sviði rafræns samfélags. Fyrirmynd verk- efnisins er að finna í Nova Scotia í Kanada, þar sem haldin var sambærileg samkeppni milli sveitarfélaga undir heit- inu „Smart Communities". Framkvæmd hugmyndanna tveggja, sem valdar voru til þátttöku í sjálfu þróunarverkefninu eftir undankeppni, mun ná yfir þriggja ára tímabil. Framlag ríkisins á þessum þremur árum nemur samtals 120 milljónum króna en framlag sveitarfélaganna sex, sem að þessum tveimur verkefnum standa, eru nokkuð hærri þannig að segja má að verðmæti verkefnisins verði um 300 millj- ónir króna á tímabilinu. Verkefnið er á vegum Byggðastofnunar og er hluti af framkvæmd byggðaáætlunar 2002-2005. „Sunnan 3" Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus standa sameiginlega að verkefni undir heitinu „Sunnan 3". I umsögn valnefndar kemur meðal annars fram að meginstyrkur verkefnisins felist í víðtækum áætlunum um beitingu upplýs- inga- og fjarskiptatækni til að ná fram skil- virkari stjórnsýslu og verulegri hagræð- ingu í rekstri sveitarfélaganna þriggja. Byggt verði upp heildstætt netkerfi fyrir sveitarfélögin sem leitt geti til aukinnar og stöðugri upplýsingamiðlunar og betri og skilvirkari þjónustu. Sveitarfélögin muni meðal annars geta notið ávinnings af sam- eiginlegum rafrænum útboðum og inn- kaupum, sameinast um margvíslegan rekstur og nýtt sameiginlega véla- og tækjakost með rafrænni skráningu og pöntunum. Þá segir að verkefnið boði mjög áhugaverð samfélagsleg nýmæli og sé líklegt til að verða fyrirmynd í þróun upplýsingavæðingar f stjórnsýslu sveitarfé- laga. Hugmynd um skrifstofuhótel vekur athygli Meginþættir verkefnisins eru að sögn Orra Hlöðverssonar, bæjarstjóra Hveragerðis- bæjar, bætt þjónusta við íbúana með stuðningi upplýsingatækni og fjarskipta, allt frá því að bæta heimasíður eða gáttir yfir í hugmyndir um rafrænar skoðana- kannanir og rafrænt lýðræði, umsóknir, eyðublöð og gagnvirkar heimasíður. Þá sé „Ég vil meina að þelta verkefni sé til þess fallið að ryðja ákveðnum múrum úr veginum, þegar menn fara að skoða þau mál. Þegar við fórum af stað með þetta verkefni var eftir því tekið að þessi þrjú sveitarfélög skyldu hafa gengið til samstarfssegir Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. horft til þess að bæta tengingar innan sveitarfélaganna og jafnvel sameiginlegs reksturs tölvukerfa og annarra rekstrarþátta í sveitarfélögunum þremur. Hluti af verk- efninu tengist ungu fólki sérstaklega með rafrænni félagsmiðstöð. „Helsta nýmælið í verkefninu og það sem hefur vakið mesta athygli af þeim hugmyndum sem við erum með er hug- mynd okkar um skrifstofuhótel. Hún geng- ur út á að þjóna hinum stóra og sívaxandi hópi fólks sem sækir vinnu út fyrir þetta svæði og sérstaklega til Reykjavíkur. Þetta er hópur sem allir eru sammála um að sé stór og ört vaxandi en það er lítið vitað um hann að öðru leyti," segir Orri. Hann segir eitt af meginmarkmiðunum með verkefninu að greina þennan hóp og freista þess að þjónusta hann sérstaklega því menn gruni að drjúgur hluti þessa fólks geti sinnt störfum sínum að hluta til í fjarvinnslu. „í framhaldi af því viljum við ná samstarfi við þetta fólk og þau fyrirtæki sem það vinnur hjá um það að setja upp einhvers konar aðstöðu hér fyrir austan þar sem fólk gæti stundað fjarvinnu én samt sem áður farið af heimili sínu og inn á vinnustað. Við höfum kallað þetta skrif- stofuhótel og þetta er í raun og veru ekk- ert flókin hugmynd en það er spennandi að skoða hana," segir Orri. Önnur hlið á þessari hugmynd er síðan sú að veita sumarbústaðaeigendum í Árnessýslu þjón- ustu með svipuðu sniði. „Verkefnið sjálft felst fyrst og fremst í greiningu á þessari hugmynd og þeim möguleikunum sem felast í henni," segir Orri. Virkjum alla í umsögn valnefndar um verkefnið „Virkj- um alla" kemur fram að í verkefninu sé megináhersla lögð á uppbyggingu upplýs- ingatorga fyrir íbúana og á rafræn við- skipti, auk samhliða uppbyggingar á tæknilegri og samfélagslegri grunngerð. Verkefninu er skipt upp í nokkur torg sem verða vettvangur rafrænnar þjónustu; Skjálfandatorg, íbúatorg, fræðslutorg, heilsutorg, rafrænt markaðstorg og spari- torg. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir helsta nýmælið í verkefni Þingeyinganna ekki felast í tækninýjung- um heldur í þeirri sýn að nýta nýjustu 12

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.