Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 16
Haf narfjarðarkaupstaður Úr útvegs- í iðnaðar- og (búum Hafnarfjarðar hefur fjölgað jafnt og stöðugt á undanförnum árum. Á sama tíma hefur samfé- lagið verið að breytast úr útvegs- í iðnaðar- og þjónustubæ. íbúum hefur óvíða fjölgað hlutfallslega meira í einu sveitarfélagi á undanförnum árum en í Hafnarfirði. Þeim fjölgaði um lið- lega 520 á nýliðnu ári eða um 2,5%. Er það svipuð fjölgun og árin á undan og hef- ur leitt til þess að bæjarbúar eru nú vel á 22. þúsundið. Um það bil sjö þúsund störf eru í ýmsum greinum atvinnulífsins í bæn- um og hefur bæjarfélagið ákveðna sérstöðu á meðal sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu að því leyti að meirihluti íbúanna starfar innan þess. Nálægðin við annað þéttbýli styrkir tilvist þessa bæjarfélags en sagan og umgjörðin eiga auk öflugrar at- vinnustarfsemi sinn þátt í að viðhalda sér- stöðu þess sem samfélags. Byggð sögu og menningar Hafnarfjarðarkaupstaður fékk kaupstaðar- réttindi 1. júní 1908 en byggðin á sér langa sögu. Hafnarfjarðar mun fyrst getið í Land- námabók og heimildir um byggð má finna alltafturtil upphafs 15. aldar. Hafnfirðingar nutu hafnarskilyrða af náttúrunnar hendi og stunduðu útveg og verslun um aldir. Fyrsta tilraun til þilskipaútgerðar á íslandi var gerð frá Hafnarfirði á árunum 1753 til 1759 og með komu Bjarna Sí- vertsen, eða Bjarna riddara eins og hann var oft nefndur, árið 1794 tók útgerð og verslun að eflast. Togaraútgerð íslendinga hófst einnig í Hafnarfirði þaðan sem togarinn Coot var gerður út á árunum 1905 til 1908. Ketillinn úr þessu fyrsta togskipi útvegs- sögunnar stendur nú við hringtorgið þar sem Reykjavíkurvegur, Strandgata ogVesturgata mætast sem tákn og minni um langa út- vegssögu í bænum. Vaxandi menntabær Menntamál hafa sett og setja nú vaxandi svip á ímynd bæjarins. Þar er einn afeldri framhaldsskólum landsins, Flensborgarskólinn og nú er rekið öflugt símenntunarsetur í gamla barnaskólanum við Lækinn sem meðal annars stendur fyrir vaxandi kennslu á háskólastigi í samvinnu við Háskólann á Akureyri og myndar starfsstöð hans á höf- uðborgarsvæðinu. Unnið er að því að nýbygging Tæknihá- skóla íslands rfsi á Völlunum í Hafnarfirði og einnig eru hafnar viðræður um byggingu námsmannaíbúða á Vallasvæðinu. Rúm- lega 3.600 börn og ungmenni stunda nám í sjö grunnskólum á vegum Hafnarfjarðarkaupstaðar og um 1.260 börn dvelja og nema í 15 leikskólum en bæjarfélagið rekur 12 þeirra. Um 600 nemendur stunda tónlistarnám viðTónlist- arskólann í Hafnarfirði. Öflugur Iðnskóli er í bænum og um helmingur nemenda kemur annars staðar að af landinu til þess að stunda nám og raunar víða að því skólinn býður námsbrautir sem hvergi er annars staðar að finna. Sterk tilfinning Verulegur hluti bæjarbúa eru innfæddir Hafnfirðingar eða Gaflarar eins og þeir eru stundum kallaðir. Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri segir að aðfluttu fólki hafi reynst auð- velt að laga sig að umhverfinu og mannlíf- inu í bænum. „Áberandi er hversu fólk af landsbyggðinni hefur sóst eftir að búa í Hafnarfirði. Margt af því hefur komið frá sjávarplássum víða um land. Þetta fólk skynjar ákveðna samsvörun við sína gömlu heimabyggð sem ekki er að finna annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur höfnina, bátana og miðbæjarkjarnann og ef til vill skynjar það ákveðinn þorpsbrag í þetta stóru sveitarfélagi. Finnur ræturnar frá þvf mannlífi sem það ólst upp í. Að mínum dómi er mikilvægt að halda í þessa bæjarí- mynd. Við höfum stuðlað að eflingu hennar með áherslu á upp- byggingu miðbæjarins sem verslunar- og menningarlegs miðdep- ils í samfélaginu. Við höfðum áhyggjur af því að miðbærinn myndi glata hlutverki sínu. En með því að leita nýrra leiða og með markvissri uppbyggingu hefur okkur tekist að varðveita þetta hlutverk og nú er mun öflugri starfsemi á miðbæjarsvæðinu en var fyrir nokkrum árum." Aldrei rætt um stöðumæla Athygli vekur að enga stöðumæla er að finna í Hafnarfirði þrátt fyrir stærð samfélagsins og ákveðna miðbæjarmenningu. Lúðvík Geirsson segir engin áform um að setja þá upp. „Hugmyndir í þá veru hafa aldrei komið fram né umræða orðið um hvort nauðsynlegt sé að stýra umferð um miðbæinn með þeim hætti. Hitt er annað mál að þegar verið er að byggja upp miðbæjarsvæði þar sem nýta verður hvern fermetra til hins ýtrasta þá er bílaumferð eitt þeirra atriða sem huga verður vandlega að. Þess vegna er miðbæjar- „Samskipti ríkisins og sveitaríélaganna varðandi tekjuskiptinguna eru ekki viðsættanleg," segir Lúð- vík Geirsson. „Þar hallar á sveitaríélögin." „Við njótum góðs af því í dag að hafa átt og eiga enn mikið af góðu byggingarlandi þar sem við höfum verið að undirbúa og byggja ný hverfi." 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.