Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 23
Séö yfir Úlfljótsvatn að Búrfelli í Grímsnes- og Grafningshreppi. - Mynd: MKH sameina sveitarfélögin felast í samgöngum þar sem nauðsynlegt sé að tengja þetta svæði betur saman. Sem dæmi um samgöngu- vanda megi nefna leiðina á milli Flúða og Reykholts í Biskups- tungum sem nú er um 40 kílómetra löng. Með nýrri brú yfir Hvítá styttist leiðin um allt að þrjá fjórðu og verður aðeins um 11 kílómetrar. Einnig má nefna nýjan veg um Gjábakka, sem verið er að hefjast handa við en hann tengir Þingvallasvæðið og Grafn- ingshluta Grímsnes- og Grafningshrepps við aðra hluta Bláskóga- byggðar og þá f framtíðinni væntanlega nýtt sameinað sveitarfé- lag í uppsveitum Árnessýslu. Gunnar segir að samgöngubæturnar gjörbreyti allri aðstöðu til þess að reka stærri svæði saman í einu sveitarfélagi. Ekki síst hvað varðar skólastarfið þar sem greiðar samgöngur séu undirstaða þess að hægt sé að sameina grunn- skólastarf í hinum dreifðu byggðum. Þéttbýlismyndun við Borg Ekkert eiginlegt þéttbýli er í Grímsnes- og Grafningshreppi en nokkur byggð er tekin að myndast í kringum Borg í Grímsnesi og segir Gunnar það vera aðaluppbyggingarsvæðið í sveitarfélaginu. Nýlokið er gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið í heild og í framhaldi af þvf er áformað að endurskoða deiliskipulag Borgar- svæðisins til að samræma það þeirri stefnu sem stuðst var við í gerð aðalskipulagsins. Gunnar segir að á árum áður hafi verið gert ráð fyrir þéttbýli á Ljósafosssvæðinu í tengslum við þær virkjanir sem þar voru byggðar. Reyndin hafi hins vegar orðið önnur og stefna Landsvirkjunar sé sú að hafa ekki fasta búsetu starfsmanna á virkjunarsvæðunum. Því sé nær 100 manna byggð, sem verið hafi við Ljósafoss á árum áður, næstum horfin. Mikil frístundabyggð En önnur byggð hefur komið í staðinn. Gunnar segir skipulags- málin stóran þátt í starfsemi sveitarfélagsins og raunar allra sveit- arfélaga á Suðurlandi og á þá einkum við þá miklu sumar- og frí- stundabyggð sem þar hefur myndast. Stór hluti undirlendis Grímsnes- og Grafningshrepps er nú lagður undir slíka byggð. Um 360 manns búa í sveitarfélaginu en í úttekt sem gerð var vegna sorphirðu á vegum þess kemur fram að á tímabilinu frá júní og til loka ágúst svarar sorpmagn til þess að það komi frá allt að sex þúsund manna byggð. „Þetta segir nokkuð til um áhrif frí- stundabyggðanna," segir Gunnar en neitar því aifarið að þessi byggð virki sem baggi á sveitarfélagið. Hann segir sveitarstjórn eiga mjög góð samskipti við eigendur sumar- og frístundabústaða og þjónusta við þessa íbúa sé nokkuð er efla þurfi í framtíðinni, einkum hvað ýmiss konar afþreyingu varðar. Hann segir sífellt færast í aukana að fólk dvelji f þessum húsum um vetrartímann; um helgar og á öðrum frídögum, jafnvel stórhátíðum. Dæmi séu um að fólk haldi jólin í frístundahúsum sínum og skreyti þau með jólaljósum; kjósi að hverfa frá erli og þysi borgarlífsins og njóta kyrrðarinnar. „Þetta er bara hluti af veruleika sveitarfélaga í dreifbýlinu og sveitarstjórnir verða að líta á þetta fólk eins og aðra fbúa þótt það eigi ekki lögheimili í bústöðum sínum né stundi vinnu í viðkomandi sveitarfélögum," segir Gunnar Þor- geirsson að lokum. Miðbæjarsvæði á Egilsstöðum Hugmyndasamkeppni Austur-Hérað efnir, í samstarfi við Arkitektafélag fslands, til hugmyndasamkeppni um miðbæjarsvæðið á Egilsstöðum. Samkeppnin er öllum opin. Verðlaunafé er samtals kr. 5.000.000.- auk kr. 500.000.- til innkaupa á athyglisverðum tillögum. Keppnislýsing og samkeppnisgögn verða afhent á skrifstofu Arkitektafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, kl. 9-13, frá og með 12. janúar 2004. Keppnisgögn eru afhent gegn skilatryggingu, kr. 10.000,- Keppnislýsingu má einnig nálgast á bæjarskrifstofu Austur-Héraðs á Egilsstöðum, frá sama degi, og á heimasíðu Austur-Héraðs; www. egilsstad ir.is. Skilafrestur tillagna er til 24. mars 2004, kl. 18. Um nánari tilhögun samkeppninnar er vísað til keppnislýsingar. Bæjarstjóri Austur-Héraðs. Austur-Hérað, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir Sími: 4 700 700, fax: 4 700 701 Netfang: egilsstadir@egilsstadir.is Vefslóð: www.egilsstadir.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.