Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 24
Áhrif Eyrarsundsbrúarinnar Brúin byggð með eitt borgarsamfélag í huga Ein helstu rökin fyrir byggingu brúarinnar yfir Eyrarsund voru að mynda eitt atvinnu- og þjónustu- svæði; borgarsamfélag beggja vegna sundsins og landamæranna. í 7. tölublaði Sveitarstjórnarmála árið 2003 var vitnað til fréttar Svenska Dagbladet þess efnis að margt bendi til þess að Kaupmannahöfn á Sjálandi og Malmö á Skáni séu að vaxa saman og mynda eitt borgarsamfélag þremur árum eftir að Eyrarsundsbrúin var tekin í notkun. í fréttinni kom meðal annars fram að þrisvar sinnum fleira fólk ferðast daglega yfir Eyrar- sund en á árinu 2000 og fleiri og fleiri Danir kjósa að búa á Skáni. Bjarki Jóhannesson, fyrr- um forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofn- unar og nýráðinn sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs EJafnarfjarðarkaupstaðar, starfaði um árabil hjá borgarskipulaginu í Malmö og vann meðal annars við að skipuleggja byggða- kjarna þar sem brúin tekur land á Skáni. Byggð með eitt samfélag í huga Bjarki segir að þótt brúin sé ný þá sé hug- myndin að baki tengingar Kaupmannahafnar og Malmö með þessum hætti nær 100 ára gömul. Á þeim tíma hafi menn viljað grafa jarðgöng undir Eyrarsund þótt ekki hafi orðið af því. Um 1970 hafi aftur verið farið að huga að vegtengingu á milli Danmerkur og Svíþjóðar og þá með brú í huga fremur en göng. Annars vegar hafi verið um að ræða brú á milli Kaup- mannahafnar og Malmö eins og byggð hefur verið en hins vegar tengingu á milli Helsingjaeyrar og Helsingborgar í Svíþjóð. Sú leið sé styttri og hefði eflaust kostað minna. Ástæða þess að Eyrarsundsleiðin hafi verið valin hafi einfaldlega verið sú að hún tengir borgirnar með beinum hætti og skapi þannig möguleika á að mynda þarna eitt atvinnu- og íbúasvæði. ESB inngangan ýtti á eftir Innganga Danmerkur og Svíþjóðar í Evrópusambandið ýtti á eftir þessari framkvæmd, að sögn Bjarka. Með ESB hafi orðið ýmsar breytingar og meðal annars hafi sú hugsun rutt sér til rúms að leggja beri áherslu á sam- eiginleg atvinnu- og þjónustu- svæði fremur en þjóðrfki og þá einkum horft til svæða sem eigi margt sameiginlegt og geta styrkt hvort annað með nánari samvinnu þótt landamæri skilji þau að. Kaupmannahafnarsvæðið og Malmö og raunar allur Suður-Skánn uppfylli þessi skilyrði, ekki síst fyrir þá sök að mjög öflug háskólasamfélög sé að finna bæði í Kaupmannahöfn og í Lundi í Svíþjóð. Bæði svæðin búi að öflugum háskólasjúkrahúsum og beggja vegna sundsins sé að finna aðrar öflugar heilsustofn- anir og mikla þekkingu í heilsu- og heilbrigðis- fræðum. Auk vísindastofnana í heilbrigðisfræð- um starfi einnig mörg öflug fyrirtæki á sviði hátækni, bæði á Kaupmannahafnarsvæðinu og einnig Svíþjóðarmegin, sem geri svæðið sem heild mjög öflugt í vísinda- og tæknigreinum. Húsnæðismál og tæknisamfélag Það er vel þekkt að háskólafólk kjósi að búa á háskólasvæðum eða í grennd við þau að námi loknu, hvort sem það vinnur á þessum sömu svæðum eða lengra í burtu. Fólk setur ferðir á milli heimilis og vinnustaðar ekki fyrir sig og í mörgum löndum gildir annar hugsunarháttur hvað það varðar en algengast er hér á landi, að sögn Bjarka. Einungis sé um 20 mínútna lestarferð á milli borganna sem sé mun skemmri vegalengd en margir Vesturlandabúar þurfi að ferðast til og frá vinnustað. Húsnæðis- skortur í Kaupmannahöfn komi einnig við sögu og hafi orðið til þess að Danir hafi tekið að leita eftir íbúðarhúsnæði handan sundsins. Auðveldara hafi verið að finna húsnæði í Svíþjóð og húsnæðiskostnaður sé lægri þar. Þá kjósi margir ákveðna friðsæld í kringum heimili sín sem sé auðveldara að finna á Skáni en í mjög þéttri byggð á Kaup- mannahafnarsvæðinu. Þetta skýri að minnsta kosti að einhverju leyti ásókn Dana í að búa Svíþjóðarmegin en ásókn fyrirtækja til að flytja starfsemi sína í hina áttina, það er frá Svíþjóð til Dan- merkur, megi ef til vill fremur skýra með aukinni nálægð við hið öfluga vísinda- og tæknisamfélag í Danmörku auk nálægðar við Mið-Evrópu. Hlið að Mið-Evrópu Bjarki segir að mjög hafi verið vandað til skipulagsgerðarinnar og þeirrar byggðar og starfsemi sem var fyrirhuguð í upphafi. Brúar- sporðurinn sé eins konar hlið Skandinavíu að Mið-Evrópu og til marks um það hafi verið skipulögð um 70 hæða hótel- bygging á svæðinu. Bjarki segir enga spurningu um að þessar auknu samgöngur komi báðum hlutum hins nýja samfélags; Kaupmannahafnarsvæðinu og Suður-Skáni, til góða. Áhrifin séu þó ekki að fullu komin fram, meðal annars vegna þess að erfiðlega hafi gengið að samræma ýmis lög og reglur á milli landanna. í því sambandi megi nefna skattareglur og reglur Bjarki Jóhannesson starfaði um árabil hjá borgarskipulaginu í Malmö og vann meðal annars við að skipuleggja byggðakjarna þar sem Eyrarsundsbrúin tekur land á Skáni. Bjarki Jóhannesson segir að með ESB hafi orðið ýmsar breytingar og meðal annars hafi sú hugsun rutt sér til rúms að leggja beri áherslu á sameigin- leg atvinnu- og þjónustusvæði fremur en þjóðríki. 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.