Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 26
Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar/Áfengis- og vímuvarnaráðs: @ VERTU TIL! Samstarfsverkefnið Vertu til! hefur verið kynnt á aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaganna, á fundi með sveitarstjórnarmönnum á höfuðborgarsvæðinu og hefur fengið umfjöllun í ýmsum hópum og nefndum. Sigríður Hulda Jónsdóttir og Svandís Nína Jónsdóttir verkefnisstjórar skrifa um verkefnið. Vertu til! er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsu- stöðvar/Áfengis- og vímuvarnaráðs um að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitar- félaga. Verkefnið er til þriggja ára. Megin- inntak verkefnisins er fólgið í ráðgjöf og upplýsingamiðlun um skipulag og fram- kvæmd forvarnastarfs gagnvart ungu fólki. Sveitarfélögin eru mjög mismunandi og því er nauðsynlegt að taka tillit til þess. Kynningar á verkefninu í ýmsum sveitarfélögum Verkefnið var kynnt fyrir sveitarstjórnarmönnum á öllu landinu á aðalfundum Landshlutasamtaka sveitarfélaganna í haust. Á kynn- ingarnar var auk sveitarstjórnarmanna sérstaklega boðað það fólk innan hvers sveitarfélags sem vinnur að forvörnum eða hefur áhuga á að gera það. Áhersla hefur verið lögð á að ná til þeirra sem mest koma að forvarnastarfi í sveitarfélögunum og/eða vinna með ungu fólki. Þessu fólki var boðið upp á tveggja klukkustunda vinnufund þar sem fjallað var um hugmyndafræði og stefnumót- um í forvörnum innan sveitarfélaga. Einnig vann þetta fólk saman í hópum og ræddi um stöðuna og næstu skref í heimabyggð sinni. Viðtökur voru alls staðar mjög góðar og það var einkar ánægjulegt að fá tækifæri til að koma á hina ýmsu staði til að hitta fólk sem af áhuga vinnur að málefnum unga fólksins. Það er Ijóst að mörg sveitarfélög sinna þessum málaflokki vel. Það er ánægjulegt. Önnur sveitarfélög eru með ómótaðri stefnu. Því miðar starf okkar að því að mæta hverju sveitarfélagi þar sem það er statt og aðstoða við að efla forvarnastarfsemi á forsendum heimamanna sem þekkja best allra umhverfi sitt. Við leggjum áherslu á að efla grasrótina og styðja það sem þegar er vel gert. Nefna má að þeir sem víðast komu á vinnufundina voru félags- málastjórar, æskulýðs- og tómstundafulltrúar, skólastjórar, kennar- Markmið og áherslur V Forvarnir gegn sjálfseyðandi hegðun ungs fólks verði viðurkenndur og sýnilegur málaflokkur í sveitarfélögum landsins V Sveitarfélögin setji sér skriflega forvarnaáætlun / Sveitarfélög ráði forvarnafulltrúa sem hefur umsjón með stefnumörk- un og framkvæmd V Forvarnir verði fastur liður í starfi sveitarfélaganna og samþættur öðr- um viðfangsefnum í stað þess að vera tímabundið átaksverkefni V Forvarnir taki mið af aðstæðum á hverjum stað og þróist f takt við starfsemi viðkomandi sveitarfélags Sigríöur Hulda lónsdóttir. ar, félagsráðgjafar, prestar, lögreglumenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, forvarnafull- trúar bæjarfélaga og fleiri. Þann 11. desember sl. var sveitar- stjórnarmönnum á höfuðborgarsvæðinu boðið á kynningarfund um verkefnið sem haldinn var í húsnæði sambandsins. Á fundinn mættu milli 20 og 30 manns sem sýndu verkefninu mikinn áhuga og lífleg- ar umræður sköpuðust í lok fundarins. í framhaldi af þessum fundi verður boðað til vinnufundar á vegum verkefnisins á vormánuðum fyrir þá sem vinna með ungu fólki og/eða að for- vörnum innan sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kynning á verkefninu fyrir nefndir og hópa Verkefnið hefur einnig verið kynnt fyrir fjölmörgum hópum og nefndum. Má þar nefna forvarnafulltrúa framhaldsskólanna, æskulýðs- og tómstundafulltrúa landsins á vegum menntamála- ráðuneytisins, hópinn Náum áttum, Saman hópinn, Fræðsluráð Reykjavíkur, Forvarnanefnd Hafnafjarðarbæjar, Hitt húsið, Nýja leið-ráðgjöf og fleiri. Heimsíða - spjall og póstlisti Heimasíða verkefnisins er vertutil.is Þar er að finna ýmsar upplýs- ingar um verkefnið og forvarnamál. Markmið heimasíðunnar er að allir geti notfært sér þær upplýsingar sem hún gefur, hvar sem þeir eru á landinu. Einnig er þar boðið upp á spjall þannig að fólk sem er að vinna að svipuðum málum hvert á sínum staðnum geti ráðið ráðum sínum og deilt reynslu og hugmyndum. Þessu til viðbótar heldur verkefnið utan um póstlista þeirra einstaklinga sem sótt hafa kynningu á verkefninu. Póstlistinn verður notaður til þess að koma á framfæri upplýsingum um hvaðeina sem nýtist í þágu forvarna og uppeldismála. Svandís Nína Jónsdóttir. / Litið sé á forvarnir sem langtímaverkefni eins og önnur viðfangsefni sveitarfélagsins / Að efla samvinnu milli aðila sem vinna að forvarnamálum Verkefnið leggur áherslu á: / Ráðgjöf til sveitarfélaga við uppbyggingu forvarnastarfs / Upplýsingamiðlun með heimasíðu, póstlista og fleiru / Að efla samvinnu aðila sem vinna að forvörnum 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.