Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 28
Samgöngubætur, samfélag og byggð Ljúft þegar draumar okkar verða að veruleika Er hálendisvegur réttlætanlegur í Ijósi jákvæðra áhrifa á Eyjafjarðarsvæðið? Er hann ekki réttlætanleg- ur í Ijósi neikvæðra áhrifa á önnur svæði? Getur draumur Eyfirðinga orðið að martröð Húnvetninga? Samgöngubætur, samfélag og byggð voru til umræðu á ráðstefnu Byggðaþróunar- stofnunar íslands í lok nóvember. Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ogjóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, skiptust meðal annars á skoðunum um réttmæti hálendisvegar eða annarra framkvæmda sem stytta myndu leiðina milli Norðausturlands og höfuðborgarsvæðisins. Kristján Þór lýsti draumum sínum í þeim efnum og sagði Ijúft þegar draumar verða að veruleika - en getur draumur hans orðið martröð Jónu Fanneyjar og sveitunga hennar? Samgöngubætur eru ekki einkamál Víkjum fyrst að nokkrum atriðum í erindi Kristjáns Þórs. Honum finnst hafa skort nokkuð á víðsýni í umræðum um sam- göngumál hér á landi. „Annars vegar er talað um samgöngubætur úti á landi og hins vegar um framkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu. Að mínu mati er þetta mikill misskilningur því það þarf að líta meira á landið sem eina heild," sagði hann. Kristján Þór fór lauslega yfir forgangsverkefni og sagði óumdeilt að setja þurfi í forgang þau verkefni sem efla og styrkja einstök þjónustusvæði. „Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórbæta samgöngur innan og á milli þjónustusvæða með þeim hætti að samræmist nútíma- þörfum. Ef ég lít á málið út frá hagsmunum Akureyrar og Eyjafjarð- arsvæðisins þá eru forgangsverkefnin að mínu mati eftirfarandi: 1. Héðinsfjarðargöng. 2. Vaðlaheiðargöng. 3. Hálendisvegur. 4. Sundabraut. 5. Almennar samgöngubætur í vegakerfinu. 6. Tryggja ennfremur fleiri en einn punkt á landinu fyrir flutninga á sjó og landi." Varðandi vegaframkvæmdir og samgöngubætur á einstökum svæðum benti Kristján Þór á að slíkt væri ekki einkamál íbúa á til- teknu svæði; Sundabrautin væri ekki einkamál Reykvíkinga því til dæmis muni hún stytta aksturstíma Norðlendinga til Reykjavíkur um hálfa klukkustund og á sama hátt séu Héðinsfjarðargöngin ekki einkamál Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. „Það er vilji meirihluta þjóðarinnar að efla Eyjafjarðarsvæðið sem annan valkost til búsetu í landinu en höfuðborgarsvæðið. Héðinsfjarðargöng eru áfangi á leið okkar að því markmiði." Flálendisvegur og hryggurinn moösteiktur í lok erindis síns tók Kristján Þór áheyrendur með sér f ferðalag inn í framtíðina, til ársins 2025: „Klukkan er um 11 að morgni fallegs föstudags í júlí og ég á Ratrol-jeppanum mínum að koma af fundi sem haldinn var í morgun að fræðasetrinu í Ljósa- vatni. Eg er á leiðinni á fund í Reykjavík sem hefjast á kl. 15:00 og ek nú göngin undir Vaðlaheiði og er einmitt staddur þar sem vatnið úr Fnjóská rennur undir veggólfið í átt til túrbínunnar sem fram- leiðir rafmagnið sem lýsir upp skamm- degið í Eyjafirði á haustin. Þegar ég renni inn í Akureyrarborg kem ég við í Ásveginum og krydda þennan indælis lambahrygg, set hann í ofninn og stilli á prógrammið mitt fyrir 4 klst. moðsteikingu - held áfram til Reykjavíkur en þar á ráðstefnan að hefj- ast eftir u.þ.b. 2 klst. Að sjálfsögðu ek ég Hálendisveginn sem einungis hefur lokast 6 daga á síð- astliðnum þremur árum. Vegurinn er all- ur hnitasettur og umferðinni allri stýrt af tölvu þannig að aksturstölvan í bílnum sér um aksturinn meðan ég undirbý er- indi mitt sem ég á að flytja, um flugvöllinn í Reykjavík. Eftir erindi mitt í Reykjavfk hugsa ég um það „Grettistak" sem unnið hefur verið í samgöngumálum þegar ég keyri Sundabrautina - ég set mig sfðan í samband með gagnvirka samskiptakerfinu við konuna og börnin sem eru á hinum ýmsu stöðum - og við höldum stuttan fjölskyldufund til að skipuleggja komandi verslunarmanna- helgi. Þegar ég kem síðan aftur til Akureyrarborgar rétt á áttunda tím- anum (19:00+) mæti ég Guðmundi úr hverfinu á Siglufirði og heilsa með virktum - og þá hugsa ég allt í einu til ráðstefnunnar sem Byggðarannsóknastofnun hélt árið 2003 og hversu Ijúft það er þegar draumar okkar verða að veruleika!" Efnahagsleg gildi eða samfélagsleg? Jóna Fanney velti fyrir sér samgöngubótum og styttingu vegalengda milli þjónustusvæða og landshluta út frá áhrifum þeirra á samfé- lagið á Blönduósi og í Húnavatnssýslum. Hún benti meðal annars á að markmið samgöngubóta væru margþætt. Þar væri horft meðal annars til aukinnar hagræðingar sem fylgdi sparnaði í eldsneytis- notkun og styttri ferðatíma, styrkingar vaxtarkjarna og innviða sam- félaga með tengingu búsvæða, aukins öryggis í umferðinni og síð- ast en ekki síst gætu samgöngubætur verið mikilvægar með áherslu á jákvæða þróun byggðar. Það síðasttalda vill hún meina að gleymist þegar rætt er til dæmis um hálendisveg eða tilfærslu þjóðvegar um Húnavatns- Kristján Þór júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jóna Fann- ey Friöriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, skiptust á skoöun- um um samgöngubætur og áhrif þeirra á samfélag og byggö á ráöstefnu Byggöarannsóknastofnunar f nóvember. 28

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.