Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 29
sýslu, framhjá Blönduósi. í því sambandi benti hún á að tilteknar samgöngubætur myndu draga úr jafnræði meðal íbúa landsins. Ekki mætti líta framhjá áhrifum samgöngubóta eins og styttingar leiðarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur með hálendisvegi eða tilfærslu þjóvegarins um Austur-Húnavatnssýslu á önnur svæði og samfélög. Hálendisvegur myndi stytta leiðina frá einu vaxtarsvæði til annars á kostnað annarra byggðalaga og jaðarsvæða og þannig auka enn á miðlæga þéttbýlismyndun. Samgöngubætur eru pólitískar „Aðalinntakið í erindi mínu var að samgöngur eða samgöngubætur eru pólitískar. Markmið samgöngubóta eru margþætt eins og ég nefndi en ég tel að mikilvægt sé að hafa í huga að með markviss- um samgöngubótum er hægt að efla byggð," segir Jóna Fanney og bendir á að um það hafi þau Kristján Þór bæði fjallað. „Hann sér það út frá því að hafa sem stysta leið frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Ég spyr mig hins vegar hvort það séu raunverulegar samgöngubætur að tryggja það að fólk komist á sem skemmstum tíma frá einu vaxtarsvæði til annars vaxtarsvæðis - og þá á kostnað annarra byggðalaga. Meginhugsunin hjá mér er að við berum ekki skarðan hlut frá borði í því sem kallast samgöngubætur" segir hún. „Þetta er undir því komið hvaða markmið eru sett ofar í skil- greiningum á markmiðum með samgöngubótum. Samkvæmt því sem kollegi minn er að segja þá er hann að horfa á aukna hagræð- ingu og styrkingu vaxtarkjarna á meðan ég segi að þetta sé ekki öll sagan því það eru fleiri markmið sem þarf að hafa í huga - en það er stjórnvalda að ákveða hvaða markmið eru sett ofar öðrum." Jóna Fanney kveðst hafa kynnt sér einmitt þessi atriði meðal ann- arra þjóða og til dæmis sýnist henni að í Bandaríkjunum séu byggðaþróunarmarkmið mjög sterk þegar kemur að samgöngubót- um. Ekki einkamál Eyfirðinga Aðspurð segir Jóna Fanney að rök Kristjáns Þórs um það að sam- göngubætur séu ekki einkamál á hverju svæði hitti hann sjálfan fyrir - komi í bakið á honum, ef svo má segja. „Já, þau koma í bakið á honum. Það er málið. Við verðum að horfa á hlutina í samhengi. Mér finnst þessi miðlæga hugsun vera alltof ríkjandi hér á landi. Landið er meira en tveir til fjórir byggðakjarnar eins og menn klifa á." Jóna Fanney reifaði mikilvægi Þverárfjallsvegar fyrir byggðaþró- un í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði og þann möguleika að vegurinn yrði hluti af Þjóðvegi 1, eins konar valkostur eða sáttaleið milli Norðurlands eystra og vestra og þá þannig að jafnframt yrðu gerðjarðgöng undir Tröllaskaga milli Hjaltadals og Hörgárdals. Þau göng myndu hafa mikil og góð áhrif á byggð í Skagafirði og Húnavatnssýslum og að auki myndi öflugt bakland á Norðurlandi vestra án efa styrkja Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Sveitarfélagamörk miðast við samgöngur fyrri tíma í samtali við blaðamann Sveitarstjórnarmála barst talið að víðtæk- ari áhrifum samgöngubóta. „Samgöngur og samgöngubætur hafa gjörbreytt öllu samfélaginu. Hér í Austur-Húnavatnssýslu eru 2.200 íbúar í átta sveitarfélögum og sveitarfélagamörk eru skilgreind út frá ám, lækjum og fjöllum," segir Jóna Fanney og bendir á að landslagið sé einfaldlega gjörbreytt. Samfélagið hafi verið bútað niður í stjórnsýslueiningar út frá samgöngum fyrri tíma en slíkt eigi einfaldlega ekki við í dag. Aðspurð segir hún samgöngubætur hafa leitt til sameiningar sveitarfélaga og eigi eftir að gera það enn frek- ar. Þær séu mikilvægur liður í áframhaldandi þróun á því sviði. Vilji er allt sem þarf Samgöngubætur hafa skapað sóknarfæri í viðskiptum sem hafa verið of lítið nýtt til þessa að mati Gunnars Vignissonar. Hann telur einnig að bættar samgöngur á Austurlandi hafi skapað ný tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið og auka lífsgæði íbúa. Byggðarannsóknastofnun íslands og Sparisjóður Norðlendinga boðuðu til ráðstefnu á Akureyri f lok nóvember undir heitinu Samgöngubætur, samfélag og byggð. Efni eða er- indi ráðstefnunnar verða ekki gerð tæmandi skil hér en hér verður skyggnst inn í hugmyndir Gunnars Vignissonar, verkefnisstjóri viðskipta- sviðs Þróunarstofu Austurlands, um samgöngu- mál á Austurlandi en hann flutti erindi um þróun samgöngumála á Austurlandi, áhrif, væntingar og framtíðarsýn. Viðfangsefnið kom á óvart Gunnar kvað samgöngumál vera hluta af daglegu umhverfi sínu og tengjast starfi hans talsvert en þrátt fyrir það hafi undirbúningur hans fyrir ráðstefnuna opnað honum nokkuð nýja sýn á samgöngumál á Austurlandi. „Ég er sannfærður um að í samgöngumálum leynast ýmsir áhugaverðir þættir sem lítið hafa verið greindir og ræddir í samfélaginu; þættir sem að mínu mati geta haft afgerandi áhrif á nýtingu auðlinda Gunnar Vignisson, verkefnisstjóri viö- skiptasviös Þróunarstofu Austurlands. landsins, sóknarfæra í atvinnusköpun og framþró- un í veigamiklum þáttum samfélags okkar og þá ekki síst á landsbyggðinni," sagði Gunnar meðal annars í upphafi erindis síns. Hann kvaðst vilja leggja áherslu á ný og framsækin viðhorf í sam- göngumálum og að horfa þurfi á samgöngukerfi okkar sem auðlind og hana megi nýta til sóknar jafnt í atvinnulífi og samfélagi. Ævintýraleg þróun Drullupyttir og handhlaðin grjótræsi eru á meðal þess sem stendur upp úr í minningum Gunnars um störf hans við vegagerð fyrr á tíð. Þá sögu rakti hann stuttlega og sagði ævintýralegt að fylgj- ast með þróuninni í lagningu vega. „Það hefur hvarflað að mér hvort þekking og tækni á sviði vegagerðar á dreif- býlum svæðum á íslandi sé ekki orðin útflutningsvara, því ég fæ ekki betur séð en að við höfum siglt framúr ýmsum öðrum löndum í þessum efnum." Eftir lauslegt yfirlit um stærstu áfanga í fortíð, nútíð og framtíð 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.