Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 30
Samgöngubætur, samfélag og byggð dró Gunnar þá ályktun að grunngerð samgangna á Austurlandi væri nú þegar öflug og muni fyrirsjáanlega styrkjast á næstu árum. Samgöngukerfið sagði hann einn af meginstyrkleikum Austurlands og að því leyti grunnur nýrra tækifæra og framfara á komandi árum. „Enginn vafi er á að umbætur í samgöngukerfi Austurlands á síðustu árum eru ríkur þáttur í af- gerandi jákvæðum breytingum sem eru að verða í austfirsku samfélagi. Þær eru forsenda fyrir vexti ýmissa atvinnugreina, svo sem ferðaþjónustu, verslunar og útflutningsgreina. Þær eru einnig grunnur að hagræðingu, eflingu og margs konar framþróun jafnt í atvinnulífi sem opinberri þjón- ustu í landshlutanum. Það sem svo skiptir ekki hvað minnstu máli er að bættar samgöngur hafa jákvæð áhrif á mikilvæga þætti eins og aðgengi að mennt- un, menningu og á viðhorf og upplifun fólks í samfélaginu." Væri ekki lengur fyrir austan Gunnar lýsti áhrifum þeirrar þróunar sem orðið hefur í samgöngu- málum á Austurlandi fyrir hann sjálfan. Hann hefur nær alla tíð búið á Héraði og kvaðst hafa ferðast afar lítið um Austurland þang- að til fyrir tíu árum. Fyrir þá tíð hafi það hreinlega verið hundleið- inlegt. Með samgöngubótum segir hann þá breytingu hafa orðið að nú upplifi hann sjálfan sig í tíu þúsund manna fjölbreyttu sam- félagi þar sem hann geti vandræðalaust ferðast um allan landshlut- ann á tiltölulega skömmum tíma. Áður hafi hann upplifað sig sem íbúa í tvö þúsund manna sveitaþorpssamfélagi og hafi ekki verið neitt yfir sig ánægður. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef þessi breyting hefði ekki orðið væri ég ekki búsettur á Austurlandi í dag og svo hygg ég að sé um marga aðra. Það er hins vegar þannig nú að samgöngur þró- ast hraðar en hugarfar og viðhorf flestra íbúa. Þar af leiðandi eru bæði fólk og fyrirtæki á eftir í að nýta sér kosti bættra samgangna," sagði Gunnar og til marks um þetta nefndi hann að fólk færi hrein- lega á mis við lífsgæði sem hægt er að öðlast með meiri hreyfan- leika innan landshlutans. Þetta mætti til dæmis sjá á því hve tak- markað afþreyingarmöguleikar og menningaratburðir væru sóttir milli byggðarlaga. „Að sama skapi eru viðskipti innan Aust- urlands ekki í neinu samræmi við þær aðstæður sem nú eru í samgöngumálum heldur fylgja aðstæðum sem ekki eru lengur fyrir hendi. Síðast en ekki síst kemur þetta sláandi fram í viðhorfum til skipulags sveitarstjórnar- mála en á Austurlandi eru nú 15 sveitarfélög á svæði þar sem að hámarki ættu að vera þrjú í dag," sagði Gunnar. Gunnar nefndi jafnt góða flugvelli, uppbyggingu hafna og mikl- ar umbætur í vegakerfinu sem mikilvæga þætti í þróun samgöngu- mála á Austurlandi á liðnum árum sem og í nánustu framtíð. Hann rakti einnig væntingar Austfirðinga í samgöngumálum þar sem að mörgu væri að hyggja en sagði þó fjarri að væntingar þeirra lægju eingöngu í von um fleiri og betri samgöngumannvirki. „Ekki er síður mikilvægt að þau samgöngumannvirki, sem þegar eru fyrir hendi, verði nýtt betur en nú er gert. Meðal þess sem brýnast er í þeim efnum er að byggja upp kerfi almenningssam- gangna og vöruflutninga sem þjónar innan svæðisins, tengir austfirskt samfélag betur saman og við nærliggjandi svæði eins og Norðurland en miðast ekki nánast eingöngu við flutninga til og frá Reykjavík eða útlöndum eins og nú er. Miklar væntingar eru einnig í þá veru að bætt sam- göngumannvirki, auknar almenn- ingssamgöngur, framþróun í vöruflutningum og ný viðhorf og stefna í samgöngumálum þjóðar- innar hraði eflingu sveitarstjórn- arstigsins. Sveitarfélögum fækki, þau eflist, taki við fleiri verkefn- um, meiri ábyrgð og forræði eigin mála, uppbygging þjónustu auk- ist í framtiðinni og verði ekki hlutfallslega minni en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu," sagði Gunnar. Framtíðarsýn sem nær yfir til Eyjafjarðar Gunnar endaði erindi sitt á að líta til framtíðar og horfði þá langt út fyrir hin gömlu hreppamörk. „Þegar ég hóf afskipti af sveitar- stjórnarmálum fyrir hátt í 25 árum, hafði ég eiginlega hvorki áhuga né hugarflug til að teygja framtíðarsýn mína mikið út fyrir hreppa- mörk þessa litla 400 íbúa sveitahrepps sem ég bjó f austur á Hér- aði. í dag get ég hins vegar helst ekki með nokkru móti dregið upp framtíðarsýn í nokkrum málaflokki á Austurlandi öðru vísi en að teygja landshlutann norður yfir Eyjafjörð. Að mínu mati gera bætt- ar samgöngur og ýmsir aðrir áhrifaþættir það að verkum að hægt er að gera Austurland og Norðurland eystra að einni mjög öflugri skipulagsheild. Ekki þyrfti meira en fimm sterk sveitarfélög í þess- ari heild með öflug samtök sfn á milli og sameiginlegar tækni- og stoðdeildir," sagði Gunnar. Hann sagði það mat sitt að skipulags- heild sem næði yfir Austurland og Norðurland væri raunhæfur kostur f dag og þá fyrst og fremst vegna stöðu samgöngumála á svæðinu. Allar forsendur væru fyrir hendi til öflugrar framþró- unar á eigin forsendum þessa landssvæðis, sem tæpast væri til að dreifa í öðrum landshlut- um þar sem þróun þeirra verði stöðugt háðari þungamiðju höfuðborgarsvæðisins. „Gengi það eftir að þessir landshlutar yrðu sameinaðir með þeim hætti sem ég hef rætt, rynni að mínu mati upp eitt mesta framfaraskeið á landsbyggðinni fyrr og síðar og því rétt að enda á hinum fleygu orðum: Vilji er allt sem þarf." Nokkrir af frummælendum á ráðstefnunni. „Það hefur hvarflað að mér hvort þekking og tækni á sviði vegagerðar á dreifbýlum svæðum á íslandi sé ekki orðin útflutningsvara..." 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.