Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Skýr verkaskipti og gagnkvæmt traust í fjármálalegum samskiptum Ríki og sveitarfélög eiga margvísleg fjár- málaleg samskipti sín í milli og þar skiptast á skin og skúrir. Stundum ganga þessi sam- skipti vel og eðlilega fyrir sig eins og í að- draganda að yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna á árinu 1996, við endur- skoðun tekjustofnalaganna 2001 og ákvarðana um viðbótarframlög í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga, nú síðast á árinu 2003. í ýmsum öðrum tilvikum eru þessi samskipti ekki í lagi svo sem þegar iöggjafar- og framkvæmdavald setja kostnaðarsöm verk- efni yfir á sveitarféiögin án þess að tekjur fylgi, eins og til dæmis í umhverfismálum. Dæmi um fjárhagsleg samskipti af öðr- um toga eru samstarfsverkefni eins og stofnkostnaður framhaldsskóla, rekstur vist- og hjúkrunarheimila, kostnaður vegna refa- og minkaveiða og síðan verkefni á gráu svæði eins og tónlistarfræðsla á framhalds- skólastigi. Tíðum valda þessi samstarfsverk- efni ágreiningi og leiða til tímafrekra sam- skipta. Nefnd um endurskoðun verkaskipt- ingar í tónlistarfræðslunni lýkur störfum innan tíðar og væntanlega mun ríkið í framtíðinni kosta tónlistarfræðslu á fram- haldsskólastigi. Einnig eru lög um tónlistar- skóla nú tii endurskoðunar. Þá hafa fulltrú- ar ríkisvaldsins lýst vilja sínum til skoðunar á yfirfærslu á kostnaðarhlutdeild sveitarfé- laga í byggingu framhaldsskóla en eðlileg- ast væri að ríkið annaðist að öllu leyti byggingu framhaldsskóla eins og sveitarfé- lögin gera vegna grunnskóla. Afar mikil- vægt er að fækka þessum samstarfsverk- efnum. Fyrir rúmlega einu ári var gert sam- komulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjár- mögnun húsaleigubóta sem byggt var á for- sendum starfshóps skipuðum fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Þær forsendur hafa ekki staðist sem leiðir til þess að kostnaðarhlut- deild sveitarfélaganna í greiðslu bótanna hefur aukist úr um 45% í um 60%. Sam- bandið hefur fyrir nokkru farið fram á það við félagsmálaráðherra að samkomulagið verði endurskoðað þannig að byggt verði á þeim grunni sem stóð til að gera. Sveitarfélögin hafa veitt viðbótarlán til húsbygginga langt umfram skyldur sínar en lánin voru fyrst og fremst ætluð þeim sem eiga við fjárhags- og félagslega erfiðleika að stríða. Lætur nærri að um 35% allra þeirra sem fá húsnæðislán frá Ibúðalána- sjóði fái viðbótarlán og framlag sveitarfé- laganna til varasjóðs vegna veittra viðbót- arlána nemur um 250 milljónum króna á ári. Sambandið hefur óskað eftir formleg- um viðræðum við ríkið um endurskoðun á greiðslu framlaga sveitarfélaga í varasjóð vegna veittra viðbótarlána með það að markmiði að þessar greiðslur falli niður. Ríkið hefur dregið úr framlögum til refa- og minkaveiða sem leitt hefur til þess að kostnaðarhlutdeild sveitarfélaganna í þessu verkefni hefur aukist. Ýmis fámenn, land- stór sveitarfélög leggja mikla fjármuni til þessa verkefnis í hlutfalli við tekjur sínar. Nú leita sveitarfélögin allra leiða til að draga úr þessum kostnaði en hafa þó tak- markað svigrúm vegna ákvæða laga og reglna sem þau hafa ekki vald til að breyta. Nú eru að störfum tvær nefndir sem sam- bandið á fulltrúa í og fjalla um fyrirkomu- lag og kostnað vegna refa- og minkaveiða. Þess verður að vænta að þær finni lausn sem sveitarfélögin geta við unað. Fárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfé- laga verða að byggjast á gagnkvæmu trausti. Nú ertekin til starfa nefnd, skipuð tveimur fulltrúum frá sambandinu auk full- trúa félags- og fjármálaráðuneyta, sem er ætlað það hlutverk að endurskoða núver- andi tekjustofna sveitarfélaga og jafnframt meta kostnað vegna breytinga á verkaskipt- um ríkis og sveitarfélaga, ef af þeim verður. Ríkisvaldið verður að hafa skilning á því að taka þarf samninga og samskipti til endur- skoðunar ef forsendur og aðstæður breyt- ast. Það er ekki síst mikilvægt að sá skiln- ingur sé fyrir hendi einmitt nú þegar unnið er að eflingu sveitarstjórnarstigsins í sam- starfi ríkis og sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík ■ Sími: 515 4900 samband@samband.is ■ www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta ■ Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot og prentun: Alprent ■ Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíðan: Febrúar í Garðinum. Gerðahreppur hefur fengið nýtt nafn, Sveitarfélagið Garður. Mynd: Þórður Ingimarsson. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði. • Áskriftarsíminn er 461 3666 SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.