Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 8
Fréttir Hugmyndasamkeppni um miðbæ á Egilsstöðum Stefnt er að miðbæ með fjölbreyttu mannlífi, menningu og þjónustu er þjóni öllu Austurlandi. Á Egilsslöðum eru krossgötur Austurlands og því eiga margir leið um miðbæinn þar. Bæjarstjórn Austur-Héraðs hefur efnt til opinnar hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag miðbæjarsvæðisins á Egilsstöð- um. Er þetta í fyrsta sinn sem sveitarfélag af þessari stærð efnir til svo viðamikillar og metnaðarfullrar samkeppni. Verðlauna- fé í samkeppninni er fimm milljónir króna. Fyrstu verðlaun munu nema 2,5 milljónum, önnur verðlaun 1,5 milljónum og þriðju verðlaun verða 1,0 milljón króna. Öflugt framboð verslunar- og þjónustu Hugmyndasamkeppnin á sér rætur í ört vaxandi byggð á Egilsstöðum auk þess sem þjóðvegurinn frá Lagarfljótsbrú liggur í gegnum miðbæjarsvæðið og skiptir því í hluta. Á miðbæjarsvæðinu eru einnig helstu krossgötur Austurlands og þau gatnamót í fjórðungnum þar sem mest umferð er. Markmið bæjarstjórnar Austur-Héraðs með hugmyndasamkeppninni er að í mið- bæ Egilsstaða verði öflugt framboð versl- ana og þjónustu þannig að miðbærinn geti þjónað öllu Austurlandi sem vettvang- ur verslunar, menningar og mannlífs á sem flestum sviðum. Til að ná þeim mark- miðum leggur bæjarstjórnin áherslu á að skapa hlýlegt og manneskjulegt umhverfi með skilvirkum samgöngum og hagkvæmum möguleikum fyrir þau fyrirtæki eða stofn- anir sem þar starfa og munu starfa í framtíðinni. Áhersla er einnig lögð á að miðbær- inn verði miðkjarni Egils- staða og eigi þannig ríkan þátt í að styrkja sjálfsímynd bæjarins sem byggðareining- ar. í dag þjónar miðbær Eg- ilsstaða á bilinu sex til átta þúsund manns auk þess sem þar fer fram mikil þjónusta við ferðafólk, einkum að sumarlagi. Þá auka yfirstand- andi framkvæmdir við virkjun og stóriðju á Austurlandi verulega við umferð og einnig þjónustuþörf á Egilsstöðum. Heildarlausn með tilliti til mannlífs I sjónarmiðum dómnefndar kemur fram hvaða atriði munu vega þungt þegar kem- ur að úrskurði hennar. í fyrsta lagi að skipulagstillögur myndi heildarlausn sem byggi á skýrri meginhugmynd, hagkvæmni og hugkvæmni með tilliti til mannlífs, um- hverfis og umferðar. í öðru lagi rýmis- myndun innan miðbæjarsvæðisins sem stuðli að góðu mannlífi. I þriðja lagi heild- aryfirbragð sem taki mið af sérkennum svæðisins. í fjórða lagi lausn umferðar- mála og í fimmta lagi áhrif veðurfars og árstíða. í dómnefnd eiga sæti Soffía Lárus- dóttir, forseti bæjarstjórar Austur-Héraðs, sem er formaður, Eyþór Elíasson bæjarfull- trúi, Gunnar Vignisson, verkefnisstjóri Þró- unarstofu Austurlands, Richard Ó. Briem arkitekt og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitekt. Unnið að sameiginlegri framtíðarsýn Austurbyggðar og Fjarðabyggðar Sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð og hinu nýstofnaða sveitarfélagi Austurbyggð eru að hefja undirbúning að vinnu við skil- greiningu á framtíðarsýn sveitarfélaganna. Á sameiginlegum fundi forseta bæjar- stjórna þeirra nýlega var ákveðið að skipa nefnd til þess að hafa þessa vinnu með höndum. Með tilkomu jarðganga á milli Reyðar- fjarðar í Fjarðabyggð og Fáskrúðsfjarðar í Austurbyggð verða samgöngur milli sveit- arfélaganna mjög greiðar. Með byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði og umsvifum, Séð niður í Eskifjörð í Fjarðabyggð. sem af byggingu þess og rekstri munu leiða, skapast einnig nýir atvinnumögu- leikar. Með jarðgöngunum verða þessi sveitarfélög eitt atvinnusvæði. í frétt frá fundi sveitarstjórnarmannanna segir að væntanleg nefnd skuli hafa það hlutverk með höndum að vinna að framtíðarsýn sveitarfélaganna hvað varðar sameiginlega hagsmuni og uppbyggingu samfélagsins í heild. Einnig segir að afar brýnt sé á þess- um tímamótum í austfirsku athafnalffi að sem breiðust samstaða náist í þessum sveitarfélögum um sameiginlega ábyrgð á framtíðarskipulagi svæðisins. Með þessari vinnu er fyrirhugað að tengja byggðirnar frá Reyðarfirði í norðri til Stöðvarfjarðar í suðri sterkari böndum og skapa þá sýn að um eina sameiginlega byggð verði að ræða. SF$ 8 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.