Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 15
stefnu þess í álagningarmálum spila ágæt- lega saman og eiga verulegan þátt í því að fólk sækist eftir að búa á Nesinu. „Þótt íbúum hafi fremur fækkað en fjölgað á milli ára þá segir það ekkert um að sá áhugi sé að minnka. Þvert á móti hefur áhuginn sennilega aldrei verið meiri og umtalsverður hluti fasteignaviðskipta fer til dæmis fram án þess að þurfi að auglýsa viðkomandi húseign. Fólksfækkunin stafar líklega einkum af tímabundnum breyting- um á aldurskiptingu íbúanna þegar yngra fólk flytur úr foreldrahúsum og hefur bú- skap annars staðar." Óbyggðu vestursvæðin hluti lífsgæðanna Stundum er rætt um að byggingarland Sel- tjarnarneskaupstaðar sé fullnýtt. Með öðr- um orðum að Nesið sé fullbyggt. Jón- mundur segir þetta ekki alls kostar rétt. Það fari þó nokkuð eftir því hvaða augum menn líti málið. „Nesið er ekki fullbyggt í þeim skiiningi að við nýtum allt land und- ir byggingar. Ef við miðum við stærð landsins þá er Nesið aðeins byggt til hálfs. Á hinn bóginn er hér góð sátt um þá af- stöðu að drjúgur þáttur í sérstöðu okkar og lífsgæðum íbúanna sé fólginn í varð- veislu náttúrunnar vestur við Suðurnes og við Gróttu. Við viljum einfaldlega ekki fórna þessari sérstöðu, þessari ríku teng- ingu við náttúruna og útivistarsvæðin, vegna þess að með því myndum við glata hluta af þeim brag sem einkennir Seltjarn- arnes sem samfélag. Við erum stolt af að eiga náttúruparadís og útivistarsvæði fyrir okkur sjálf en ekki síður fyrir nágranna okkar hér á höfuðborgarsvæðinu og í reynd landsmenn alla. FJingað kemurfólk af öllu höfuðborgarsvæðinu til þess að ganga um fjörurnar, fylgjast með iðandi dýralífi yfir sumartímann og njóta útivistar. Ég vil því líta á þessi óbyggðu vestursvæði sem ákveðna fjárfestingu í lífsgæðum, hluta af bæjarbrag okkar í Seltjarnarnes- Þar sem himin ber viö fjöru! Miklar fjörur ein- kenna Seltjarnarnes og þangað sækja ibúar höfuð- borgarsvæðisins. Á innfallinu má ganga þurrum fótum út f Cróttu en mannvirkin þar eru nú notuð til náttúrurannsókna og heimsókna skóianema. kaupstað og framlag til höfuðborgarsvæð- isins." Liggjum ekki á sjóðum Stundum er sagt að Seltjarnarneskaupstað- ur sé ríkt bæjarfélag. Jónmundur kveðst játa því en þó ekki í þeim skilningi að bæjarfélagið liggi á digrum sjóðum. „Þrátt fyrir góða stöðu erum við ekki eins og auðkýfingur sem hefur úr meiru að spila en hann þarf. Á hinn bóginn er Seltjarnar- nes þokkalega rekinn bær og okkur hefur tekist að spila nokkuð vel úr takmörkuðu fé. Hver einasta króna sem við öflum skil- ar sér því aftur til íbúanna í margvíslegri þjónustu, betrumbótum og fjárfestingum." Blönduð byggð á Flrólfsskálamel En eru þá engir vaxtarmöguleikar fyrir byggðina á Seltjarnarnesi? Jónmundur seg- ir ákveðna möguleika fyrir hendi og nú sé hafin vinna við nýtt skipulag við Suður- strönd og Hrólfsskálamel sunnanvert á Nesinu. Þegar hafi verið samið við VSÓ- ráðgjöf um verkfræðiráðgjöf og Horn- steina arkitekta, f samvinnu við dönsku arkitektana Schmidt og Lassen, um gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Hann segir þennan undirbúning byggðan á hugmynd- um um nýja byggð á Nesinu sem komið hafi fram á íbúaþingi í fyrra, sem var það fjölmennasta sem haldið hefur verið til þessa á landinu. Ráðgjafafyrirtækin Alta og John Thompson & Partners hafi unnið að útfærslu á niðurstöðum íbúaþingsins og ein útfærsla þeirra var samþykkt sam- hljóða í bæjarstjórn á liðnu vori. Áætlunin gerir ráð fyrir allt að 180 íbúða byggð á þessu svæði, sem er hófleg nýting, auk takmarkaðs atvinnurýmis. Einnig er gert ráð fyrir að byggja gervigrasvöll af D- stærð samkvæmt reglum Knattspyrnusam- bands íslands. Jónmundur segir markmið- ið með þessu verkefni meðal annars að tryggja skilyrði fyrir heppilegum vexti bæj- arins í takt við þarfir íbúanna auk þess að tryggja bæjarfélaginu, og þar með íbúum þess, tekjur vegna sölu á byggingarlandi. „Okkur vantar fjölbreyttari gerðir íbúðar- húsnæðis og þarna fáum við rúm fyrir 300 til 400 íbúa. Með þessu opnast möguleik- ar fyrir fólk sem hefur búið rúmt en vill minnka við sig án þess að flytja úr bæn- um, fólk sem komið er yfir miðjan aldur, börnin flutt að heiman og tvær manneskj- ur búa í stórum húsum þar sem áður bjuggu fimm eða sex manns. Fólk vill gjarnan halda áfram að búa hér á Nesinu þótt það kjósi eða verði að minnka við sig. Við höfum ekki haft svigrúm til að koma til móts við mjög svo vaxandi áhuga Seltirninga á fjölbreyttara húsnæði en við ætlum meðal annars að reyna að bæta þar úr með þessari framkvæmd." Of naumt skammtað íbúaþingið í bænum á liðnu ári vakti at- hygli og þótti vel heppnað. Jónmundur segir slíkar samkomur nauðsynlegar til þess að kanna hug bæjarbúa til þess Búnaður til reyklosunar O+Hi og daglegrar útloftunar D+H er leiðandi í framleiðslu útloftunarbúnaði Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is <$> 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.