Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 19
börn sækja grunnskóla frá fyrsta og upp í tíunda bekk og um 60 börn eru í leikskóla á Flúðum. Uppsveitirnar sameinast „Mesta breytingin er þó trúlega fólgin í því að fjárhagstegt svigrúm sveitarfélaganna hefur minnkað og verulega þrengt að starfsemi þeirra. Reksturinn er víða kominn yfir 80% af skatttekjum og gefur augaleið að þá er ekki mikið eftir til framkvæmda." - Mynd: Áskell Þórisson. Fyrir fimm árum var kosið um sameiningu sjö sveitarfélaga í ofanverðri Árnessýslu. íbúar fimm þeirra samþykktu samein- inguna en íbúar tveggja felldu hana. íbúar Hrunamannahrepps voru á meðal þeirra sem sam- þykktu sameiningu í fyrri lotunni en tóku ekki þátt í kosningu í þeirri síðari. Voru þeir fremur hlynntir stórri sameiningu en tak- markaðri? „Við höfðum sett þá hugmynd fram að sameina alla Árnes- sýslu í eitt sveitarfélag. En það reyndist ekki hljómgrunnur fyrir henni enda um talsvert stórt skref að ræða. Við töldum heldur ekki hljómgrunn fyrir því að fara í kosningar með það veganesti að kjósa um sameiningu alls svæðisins austan Hvítár en hefðum hins vegar átt að kjósa um sameiningu með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Að mínu viti hefði það verið nokkuð þægileg eining til að byrja með vegna þess að þessi sveitarfélög eiga margt sameiginlegt. Ég held að því hefði verið mjög fýsilegt að sameina þau þrjú í stað hinna tveggja sem sameinuð voru. En það var ekki stemmning fyrir því," segir Loftur. „Þetta varð því niðurstaðan en ég hef þá trú að þessi fjögur sveitarfélög, sem orðin eru til úr þeim sjö er upphaflega var kosið um, renni saman. Ég tala nú ekki um ef alþingismenn okkar ná samstöðu um að byggja brú yfir Hvítá hjá Bræðratungu. Það yrði mjög mikilvæg samgöngubót sem myndi skapa samfellu á þessu svæði. í því fælist mikill styrkur bæði fyrirTungurnar og Hrunamenn. Með slíkri tengingu yrðu Flúðir, Reykholt og Laugarás algerlega eitt atvinnusvæði þótt ég líti svo á að það sé þegar orðið með verulegum samgöngubót- um á undanförnum árum," segir fyrrver- andi oddvitinn sem nú stundar vinnu á Sel- fossi meðfram bústörfum í sveitinni. lega eins og hefur orðið raunin. Sveitarfélögin hafa ekki tækifæri til þess að spara í skólamálum. Þau annast reksturinn en hafa að öðru leyti ekki mikið um málefni skólanna að segja. Þau eru al- gerlega bundin af námskrá frá ríkinu, sem sett er af menntamála- ráðuneytinu. Þar er sagt fyrir um allt skólahald grunnskólans; námskrá hans og kennslumagn, jafnvel fjölda kennslustunda í IÞROTTAMIÐSTOÐ SELTJARNARNESS VIÐ SUÐURSTRÖND ÍÞRÓTTAHÚS SUNDLAUG HEITIR POTTAR NUDDSTURTUR ÍÞRÓTTAVÖLLUR SAUNABAÐ NUDDPOTTUR GUFUBAÐ SÓLBEKKIR NUDDSTOFA AFGKtlÐbLUTIMAK MÁNUD. TIL FÖSTUD. 6:45 - 20:30 LAUGARD. 8:00 -17:30 SUNNUD. 8.-00-17:30 SAUNA - OPIÐ KVENNATÍMAR MÁNUD. OG mVIKUD. 10.-00 - 20:30 • LAUGARD. 10:00 ■ 17:30 KARLATÍMAR ÞRIÐJUD., FIMMTUD. OG FÖSTUD. 10:00 - 2030 • SUNNUD. 10:00 ■ 17:30 UÓSALAMPAR ERU OPNIR Á SAMA TÍMA 0G LAUGIN VERIÐ VELKOMIN Reksturinn fluttur en stjórnunin áfram hjá ríkinu Talið berst að rekstri sveitarfélaganna og yfirfærslu grunnskólans. Loftur segir góða hugmynd hafa legið að baki henni svo langt sem hún nái. „Ég skildi þessa hug- mynd þannig að þegar rekstur grunnskól- ans og þar með laun kennara voru flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna þá myndu sveit- arfélögin ekki þurfa að tapa á því fjárhags- 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.