Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 23
Refa- og minkaveiðar Óbreytt ástand gengur ekki upp Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að frá og með áramótum 2003/2004 muni þau hætta að greiða skotlaun fyrir unna refi og minka. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessari ákvörðun sveitarfélag- anna? Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, skrifar. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að skerða endurgreiðslu til sveitarfélaganna úr 50% í 30% þar sem ekki sé til nægt fjármagn til verkefnisins. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem ríkisvaldið tekur einhliða ákvörðun um að skerða þann hlut sem því ber að greiða í samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga. Það er eins og það skipti engu máli þótt fjárhagsáætlanir sveitarfélaga riðlist við svona ákvarðanir, aðalatriðið er að ríkissjóður láti ekki meira frá sér en heimildir eru fyrir í fjárlögum. Mismuninn eiga sveitarfélögin að bera og þá skiptir engu máli þótt mörg þeirra séu félítil og megi ekki við miklu. Það sárgrætilega í þessari umræðu eru viðbrögð Umhverfisstofnunar við ákvörðun þeirra sveitarfélaga sem hafa ákveðið að hætta að greiða skotlaun fyrir ref og mink. Forsvarsmenn sveitar- félaganna verða að gera ráðstafanir til að draga úr kostnaði við veiðarnar þar sem ríkissjóður ætlar ekki að standa við sinn þátt málsins og sjá ekki aðra leið til þess en að hætta að greiða fyrir hlaupadýr. Rétt er að það komi fram að kostnaður sveitarfélaga á íslandi fyrir reikningsárið 2003 var rétt tæpar 100 milljónir króna og af því endurgreiddi ríkissjóður 18,9 milljónir króna. Af þessum 100 milljóna króna kostnaði greiddu sveitarfélögin síðan 11,4 milljónir í formi virðisaukaskatts til ríkissjóðs. Nettó kostnaður ríkissjóðs af refa- og minkaveiðum nam því samtals 7,5 milljón- um króna á árinu 2003. Sjóðir sveitarfélaga eru ekki ótæmandi í Morgunblaðinu fimmtudaginn 22. janúar 2004 er fjallað um þá ákvörðun sveitarfélaganna að hætta að greiða skotlaun. Þar er meðal annars rætt við Áka Ármann Jónsson, forstöðumann veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, þar sem hann segist hafa áhyggjur ef dýrum fjölgi meira en nú er. Tvennt annað í um- ræddri blaðagrein stakk mig. Það fyrra var eftirfarandi: „Umhverf- isstofnun getur hins vegar ekki í samræmi við góða stjórnsýslu- hætti mælt með því að endurgreiðslur verði hærri en fjárheimild- ir." Það er sem sagt í lagi að sveitarfélögin fari fram úr fjárheim- ildum sínum þrátt fyrir skýran ramma fjárhagsáætlana ef það hentar ríkisjóði. Það síðara voru ummæli Áka þar sem haft var eftir honum „að Umhverfisstofnun muni fylgjast með því að sveit- arfélög leggi til fjárframlög eftir sem áður. Þeim sé ekki heimilt að stöðva greiðslur, eins og til dæmis Súðavíkurhreppur hefur lýst yfir að hann muni gera. Bundið sé í lög að sveitarfélög ráði menn til refa- og minkaveiða." Samkvæmt þessu mun Umhverfisstofnun leggja fé og mannskap til að sjá til þess að sveitarfélögin standi við sitt, þrátt fyrir að ríkið hafi ákveðið að gera það ekki. Ég spyr: Er eitthvert siðferði í svona hótunum af hálfu forstöðu- mannsins? Það er eins og þetta ágæta fólk hafi ekki skilning á því að sjóðir sveitarfé- laga eru ekki ótæmandi frekar en ríkisins. Hvernig geta sveitarfélögin brugðist við svona ástandi? Mín tillaga er sú að sveitar- félögin tilkynni í upphafi hvers fjárhagsárs til Umhverfisstofnunar þá fjárhæð sem ákveðin er í fjárhagsáætlun hvers sveitarfé- lags fyrir sig til þessa málaflokks. Þegar sú fjárhæð er búin á fjárhagsárinu þá verði stofnuninni tilkynnt að fjármagn til mála- flokksins sé búið og ekki verði hægt að sinna eyðingu á ref og mink það sem eftir lifi ársins. Ég trúi ekki öðru en að starfs- menn ríkisins geri sömu kröfurtil sveitar- stjórnarmanna og þeirra sjálfra um góða stjórnsýsluhætti, það er að sveitarfélögin fari ekki fram úr fjárheimildum hverju sinni. Vandanum velt yfir á sveitarfélögin í umræddri blaðagrein er einnig rætt við umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, og þar er sama viðhorfið til þessa máls en orðrétt segist Siv „hafa átt von á athugasemdum frá sveitarfélögunum en ráðuneytunum sé gert að halda sig við fjárlög eftir bestu getu." Dapurt er að ráðherrann telji að það sé í lagi að sveitarfélögin í landinu beri meginkostnað af veiði refa og minka vegna þess að ráðuneytin megi ekki fara fram úr fjárheimildum og því skuli vandanum velt yfir á sveitarfélögin. En hér tel ég að sé komið að kjarna vandamálsins en það er sú dapra staðreynd að sveitarfélög eru skikkuð af ríkinu til að framkvæma hin ýmsu verkefni og síð- an ætlar ríkið að koma með fjármuni á móti sveitarfélögunum til verkefnanna en oftar en ekki er það svikið og mun ég ekki í þess- ari grein telja það allt upp, það væri efni í aðra grein. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna fasteignaskattsbætur og húsaleigubæt- ur, svo eitthvað sé nefnt. Vandratað í veröldinni Sú spurning vaknar, hvort þessar veiðar og veiðiaðferðir hafi skil- að einhverjum árangri á liðnum áratugum? Sjálfur tel ég svo vera þótt ég vilji ekki fullyrða að ekki megi standa betur að þessum málum og þá er ég sérstaklega að hugsa um veiðiaðferðir á mink. Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar hefur áhyggjur af því að þessum dýrum fjölgi enn frekar. í Ijósi þessa er það athyglisvert að ekki er langt síðan umhverfisráðuneytið ákvað við stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að banna alla skotveiði þar. Ég tel að með slíku banni hljóti ref og mink að fjölga innan þjóðgarðsins en tilgangurinn með banninu hlýtur að vera sá að stækka stofninn eins og með rjúpuna. Búðahraunið er einnig frið- lýst og þar er öll skotveiði bönnuð. Það svæði sem friðlýsingin nær yfir er allstór hluti af landsvæði Snæfellsbæjar. Á þessum Kristinn lónsson. TOLVUMIÐLUN H-Laun www.tm.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.