Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 26
Almenna verkfræðistofan Veikleikinn felst í fjölda sveitarfélaga Anna Cuðný Árnadóttir tók við starfi á vegum Al- mennu verkfræðistofunnar á Fljótsdalshéraði í des- ember. Nýja starfið, sem felst í skrifstofustjórn, þýddi vinkilbeygju á starfsferli hennar, eins og hún kemst að orði. Anna Guðný er hjúkrunarfræðingur að mennt. Síðustu ár hefur hún starfað að atvinnumál- um hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austur- landi, auk þess sem hún á sæti í sveitarstjórn Fella- hrepps. Algerlega nýtt starfsumhverfi Hvernig bar það til að hjúkrunarfræðingur var ráð- inn til eftirlitsstarfa við virkjunarframkvæmdirnar? „Ég var mjög ánægð í starfinu hjá Svæðisskrifstof- unni og hugsaði mér ekki til hreyfings, en finnst spennandi að spreyta mig á nýjum verkefnum svo ég sló til og mér líst afar vel á mig hér. Starfið er fjölbreytt og felst aðallega f skjalastjórnun, dreifingu skjala og ýmsum „reddingum". Þótt ég hafi reynslu af skrifstofustörfum er þetta starf ólíkt fyrri störfum mínum og starfsumhverfið einnig. Til dæmis kem ég af kvenna- vinnustað en er nú eina konan í hópnum. Eins og gefur að skilja eru umræður í kaffitímum afar ólíkar þeim sem áttu sér stað á gamla vinnustaðnum." Anna Guðný segir áhrif framkvæmdanna keðju- verkandi á svæðinu. „Fólksfjölgunin hefur leitt til aukinnar þjónustu sem eykur atvinnutækifæri og gerir auknar kröfur um menntunarmöguleika. í Fellahreppi hefur verið hæg en jöfn fjölgun undanfarin ár. En nú er gífurleg spurn eftir byggingalóðum, bæði til íbúðabygginga og fyrir fyrirtæki og fólksfjölgun í samræmi við það. Þótt við fögnum vissulega nýjum íbúum og fyrir- tækjum þá kalla framkvæmdir við ný íbúðahverfi á auknar fjárskuldbindingar. Sem sveitarstjórnarmaður upplifi ég veikleika vegna fjölda sveitarfélaga á svæðinu. Ef við hefðum borið gæfu til að sameina Héraðið í eitt sveitarfélag fyrir þessar framkvæmdir hefði verið auðveldara að taka á flestum málum sem reynast sveitarfélögunum þung, svo sem skipulagsmálum, skóla- og fræðsiumálum, félagsþjónustu og öryggismálum, svo eitthvað sé nefnt." Anna Guðný Árnadóttir. Menn leyfa sér að hugsa stærra en áður Geir Sigurpáll Hlöðversson verkfræðingur er fram- kvæmdastjóri Arkitekta- og verkfræðiþjónustu Aust- urlands eða AVA ehf. AVA er útibú á Austurlandi frá Almennu verkfræðistofunni, verkfræðistofunni Hniti og Arkþingi, sem hver um sig á þriðjungshlut í félag- inu. AVA tók til starfa \ október í fyrra. Geir starfaði áður hjá umhverfismálasviði Fjarðabyggðar og hafði þar umsjón með verklegum framkvæmdum. AVA hefur verið á Reyðarfirði en ákveðið er að flytja til Eskifjarðar í byrjun mars. „Þá erum við meira miðsvæðis í sveitarfélaginu, því þótt tilkoma útibús- ins tengist virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum eystra að nokkru leyti þá störfum við mikið fyrir sveitarfélögin á Austurlandi." Reynir á uppbyggingu sveitarfélaganna „Bein afleiðing stóriðjuframkvæmdanna er þensla í sveitarfélög- unum sem hefur í för með sér að það reynir á uppbyggingu þeirra og innviði og þá þarf gjarnan að endurskoða og endur- bæta hluti eins og vegakerfi, veitukerfi, skipulagsmál, stofnanir og byggingar. Við höfum meðal annars verið að vinna að kort- lagningu fráveitu og vatnsveitu á Eskifirði en það hefur alveg vantað að geta gengið að þessum upp- lýsingum á einum stað. Við höfum unnið við ráð- gjöf á sviði hljóðvistar á hönnunarstigi grunnskól- ans á Reyðarfirði. Sú framkvæmd er einmitt í út- boði núna. Einnig höfum við verið að vinna að deiliskipulagi fyrir „Víkina" í Neskaupstað." Ys og þys, vélar og verkamenn „Jú, jú, mikil ósköp. Það má búast við enn meiri breytingum og umsvifum þegar framkvæmdir hefj- ast við álver Alcoa," segir Geir Sigurpáll aðspurður. „Þá fara menn virkilega að sjá og taka eftir þvf hvað þetta er nú stórt allt saman. Hlutir sem hafa verið hannaðir og teiknaðir inni á stofum hérlendis eða erlendis fara að taka á sig mynd í nánasta umhverfi. Tilheyr- andi ys og þys, vélar, verkamenn, iðnaðarmenn og tæknimenn. Þessar framkvæmdir bera væntanlega með sér mörg fleiri verk- efni á sviði eftirlits og ráðgjafar. Og við verðum svo sannarlega til þjónustu reiðubúnir." Geir Sigurpáll Hlöðvers- son, framkvæmdastjóri Arkitekta- og verkfræði- þjónustu Austurlands. 26 TÖLVUMIÐLUN H-LaUtl www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.