Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Fréttir Fjórar hafnir sameinaðar Tíu sveitarfélög á Suðvesturlandi standa að stofnun nýs fyrirtækis til rekstrar hafnanna í Reykjavík, á Crundartanga, á Akranesi og í Borgarnesi. Sameining hafnanna tekur gildi um næstu áramót samkvæmt viljayfirlýsingu sveitarfélaganna sem undirrituð var á dögunum. Með sameiningunni er talið að skapast muni ýmis sóknarfæri f uppbyggingu og atvinnurekstri og að unnt verði að bjóða bæði hagkvæmari og sérhæfðari þjónustu en áður hefur verið. Með þessari ákvörðun um sameiningu hafnanna hafa borgaryfirvöld í Reykjavík ákveðið að hætta við byggingu hafnar í Geldinganesi en þeirri hafnarstarfsemi er þar var ætlaður staður mun verða komið fyrir á Grundartanga. Þá eru vonir bundnar við að þessi ákvörðun hafna- og sveitarstjórna er hlut eiga að máli muni ýta á framkvæmdir við byggingu Sundabrautar frá Reykjavík til Kjalar- ness en slík vegtenging myndi efla höfuðborgarsvæðið og Suð- vesturland sem eitt atvinnusvæði. Hlutur Reykjavíkurborgar í hinu nýja fyrirtæki verður 75% en næst á eftir kemur Grundar- tangahöfn með 22%. Frá undirritun viljayfirlýsingar um sameiningu fjögurra hafna á Suðvesturlandi. Frá vinstri: Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Reykja- víkurhafnar, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. V Könnun á nýjungum í stjórnun sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hrundið af stað könnun á því að hvaða leyti sveitarfélög hafa tekið upp nýjungar í stjórnun. Sendur hefur verið spurningalisti til allra sveitarfélaga. Svör fyrir 1. apríl Að sögn Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, er vonast til þess að sem flest sveit- Markmiðið með könnuninni er að fá sýn yfir stöðu sveitarfélaga og upplýsingar um hvaða sveitarfélög hafa tekið í notkun nýjar stjórnunaraðferðir sem önnur sveitarfélög gætu lært af. Eftir að svör hafa borist mun verða leitað eftir nánari upplýsingum hjá sveitarfélögum, sem hafa farið inn á nýjar brautir, í þeim tilgangi að geta kynnt áhugaverðar nýjungar fyrir sveitarfélögum. Jafn- framt munu upplýsing- arnar verða nýttar til að velja framsæknasta sveit- arfélag landsins. Viður- kenningin verður veitt á ráðstefnu um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga sem sambandið hyggst standa fyrir í haust. Þar verða jafnframt kynnt áhugaverð þróunarverk- efni sveitarfélaga. arfélög taki þátt í könnuninni þannig að niðurstöður hennar gefi sem gleggsta mynd af því hvar íslensk sveitarfélög eru á vegi stödd. Gert er ráð fyrir að svör berist fyrir 1. apríl en eftir það tek- ur við úrvinnsla svara og öflun nánari upplýsinga um einstök þró- unarverkefni. Gert er ráð fyrir að óvilhallir ráðgjafar aðstoði við val á framsæknasta sveitarfélagi landsins. Spurt um nýjungar í stjórnun I könnuninni eru sveitar- félög beðin um upplýs- ingar um hvort þau hafi tekið upp ýmsar nýjar stjórnunaraðferðir og nýjungar í stjórnsýslu, upplýsingatækni og starfsmannamálum. Leit- ast er við að fá upplýs- ingar um hvort mikið sé um það að tilraunir til nýjunga nái ekki að fest- ast í sessi og hvort um- skipti eigi sér stað milli kjörtímabila. í haust verður væntanlega valið framsæknasta sveitarfélag landsins með tilliti til upptöku nýj- unga í stjórnun. Myndin er frá Akureyri. 6 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.