Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 12
Nýjar leiðir í stjórnun sveitarfélaga Lárétt stjórnskipulag og dreifstýring Með láréttu stjórnskipulagi geta sveitarfélög náð fram hagræðingu og veitt betri þjónustu ef marka má norska úttekt á slíkum breytingum hjá norskum sveitarfélögum. Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifar. Á undanförnum árum hafa mörg sveitarfé- lög á Norðurlöndum gert þær breytingar á stjórnskipulagi sínu að fækka stjórnunar- þrepum og fletja út stjórnskipulagið. Breytingarnar koma meðal annars fram í því að afnema millistjórnunarstig, sem í mörgum tilvikum eru hliðstæð sviðum í íslenskum sveitarfélögum. Það er kjarni breytinganna að deildir og stofnanir eru skilgreindar sem árangurseiningar og stjórnendur þeirra fá aukið frjálsræði til að stýra þeim. Valdsframsal á sér stað frá sveitarstjórn og nefndum til stjórnenda árangursstýrðra stjórnunareininga. í stað þess að stofnanir og deildir heyri undir millistjórnendur heyra þær beint undir framkvæmdastjóra sveitarfélags. Þessar hugmyndir eiga rót sína að rekja til þeirrar umbótahreyfingar í opinberri stjórnsýslu sem nefnd hefur verið „New Public Management". Úttekt, sem gerð var á árinu 2002, leiddi í Ijós að nær 30% sveitarfélaga f Noregi höfðu tekið upp lárétt stjórnskipu- lag eða voru að innleiða slíkt stjórnskipu- lag. Hér á landi hafa sveitarfélög enn sem komið er lítt farið inn á þessar brautir. Þó er Akureyri að undirbúa breytingar í þessa átt og hefur þar haft til hliðsjónar stjórn- skipulag vinabæjar síns, Álasunds í Noregi. Norska sveitarfélagasambandið (Kommunenes sentralforbund) hefur, ásamt nokkrum samstarfsaðilum, gert út- tekt á láréttu stjórnskipulagi í níu norskum sveitarfélögum, vítt og breitt um Noreg, með frá 1.500 til 41.000 íbúa. Niðurstöð- urnar eru birtar í riti sem norska sveitarfé- lagasambandið gaf út á árinu 2003 undir heitinu Lárétt stjórnskipunarlag, er það rétta leiðin?' Grein þessi er að mestu leyti byggð á þessu riti. Markmið með breytingum í lárétt stjórnskipulag * Að ná fram sparnaði og betri nýtingu fjármagns og mannauðs með fækkun ' "Flat struktur - er det veien S gá?" www. kommuneforlaget. no Anna C. Björnsdóttir, sviösstjóri þróunarsviös Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. stjórnunarþrepa og skilgreindum árang- urseiningum. Með því að fækka stjórn- unarþrepum er hægt að færa fjármagn frá stjórnun yfir í þjónustuna sjálfa. * Að skilgreina betur hlutverk, ábyrgð og verkaskiptingu milli stjórnenda sveitarfé- lagsins um leið og þeim, sem standa næst notendum, eru veitt aukin völd. * Að laga þjónustuna betur að þörfum notenda með nýjum stjórnunarverkfær- um og með því að stytta leiðina milli notenda, stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa. * Að gera sveitarfélagið að eftirsóknar- verðari vinnuveitanda með því að veita stjórnendum á neðri stigum aukin völd þannig að sveitarfélagið eigi kost á hæf- ari stjórnendum til starfa. Breytingar á hlutverki og kröfum til kjörinna fulltrúa og ráðinna stjórnenda Breyting í lárétt stjórnskipulag hefur í för með sér breytingar á stöðu stjórnenda sveitarfélags. Lárétt stjórnskipulag krefst þess að það sé skýr verkaskipting milli ráðinna stjórnenda, kjörinna fulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélags. Kjörnir fulltrúar eiga að hafa stefnumótandi stjórnunarhlutverk, móta markmið, skil- greina þjónustustig og fylgjast með ár- angri. Árangurseiningarnar bera ábyrgð á rekstri og veitingu þjónustu. Ráðnir stjórn- endur bera ríkari stjórnunarábyrgð, bæði rekstrarlega og faglega. Hlutverk fram- kvæmdastjóra sveitarfélags er mjög mikil- vægt í láréttu stjórnskipulagi. Hann er tengiliður á milli kjörinna fulltrúa og stjórnenda árangurseininga. Það er mikil- vægt að hann hafi yfirsýn og fari með heildarstjórn. Hvað þarf að varast? Þegar starfsemin er flött út f eitt breitt lag þarf að huga sérstaklega að samhæfingu þvert á einingar og gæta þess að heildar- sýn glatist ekki. Það þarf að gæta þess að árangurseiningar þróist ekki yfir í að vera einangraðar einingar þar sem hver eining hugsar um sig án tillits til annarrar starf- semi. Það þarf líka að gæta þess vel að kjörnir fulltrúar fái í hendur fullnægjandi upplýsingar um starfsemi árangurseining- anna þannig að þeir geti gegnt eftiriits- og umboðshlutverki sínu. Loks þarf að gæta þess að ráðnir stjórnendur ráði við þær auknu kröfur sem gerðar eru til þeirra í lá- réttu stjórnskipulagi. Veita þarf þeim, sem á þurfa að halda, stuðning og fræðslu og eins þarf að hafa í huga að ekki er víst að allir stjórnendur hafi forsendur eða áhuga á því að starfa í láréttu stjórnskipulagi. Náðu sveitarfélögin markmiðum sínum með láréttu stjórnskipu- lagi? Norska úttektin leiddi í Ijós að norsku sveitarfélögin, sem rannsökuð voru, töldu sig í höfuðdráttum hafa náð þeim mark- miðum sem þau höfðu stefnt að með breytingum yfir í lárétt stjórnskipulag. Áhugasömum er bent á að ýtarlegri grein um lárétt stjórnskipulag er að finna á heimasíðu sambandsins undir: útgáfur þróunarsviðs. <%> 12

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.