Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 15
Fréttir Þreföldun fjárfesti nga í Fjarðabyggð Fjárfestingar á vegum Fjarðabyggðar verða allt að þrefalt meiri á þessi ári en í fyrra. í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 1,3 milljarða króna. Ástæður þessarar miklu aukningar fjárfestinga er sú uppbygg- ing sem átt hefur sér stað í sveitarfélaginu í kjölfar framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers í Reyðarfirði. Tekjur Fjarðabyggðar eru áætlaðar 1.686 milljónir króna á þessu ári og gjöld 1.656 milljónir. Skatttekjur eru áætlaðar 863 milljónir, framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 156 milljónir og aðrar tekj- Húsaleigubætur snarhækkuðu Greiðslur sveitarfélaganna vegna húsaleigubóta námu 352 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem er lið- lega 15% hækkun frá ársfjórðungnum á undan þegar greiðsl- urnar námu samtals 305,8 milljónum. Reynsla undanfarinna ára sýnir að greiðslur húsaleigubóta hækka jafnan mest á loka- fjórðungi hvers árs þótt hækkunin hafi aldrei verið jafn mikil og mánuðina frá október til desember á liðnu ári. Greiddar húsaleigubætur voru rúmlega 1.240 milljónir króna á árinu 2003 og lagði Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fram 542,1 milljón króna til greiðslu þeirra. Þegar leigufjárhæð þeirra leigutaka sem njóta húnsleigubóta er skoðuð kemur í Ijós að meðalleiga fyrir húsnæði hefur verið um 41.500 á mánuði. Þetta segir þó ekki allt um húsnæðismarkaðinn hér á landi þar sem þessi meðaltalsupphæð tekur aðeins mið af þeim leigutökum sem notið hafa greiðslu húsaleigubóta. I áætlun fyrir yfirstandandi ár kemur fram að gert er ráð fyrir að greiðslur húsaleigubóta muni hækka úr 1.240 milljónum króna í allt að 1.480 milljónir á milli áranna 2003 og 2004. Borgarfjarðarsveit Litla-Hvammi • 320 Reykholt Sími: 435 1140 • Bréfasími: 435 1430 Netfang: sveitarstjori@borgarfiordur.is Heimasíða: www.borgarfjordur.is flwTfrJT „rf/arðiirs ur um 666 milljónir. Þá er áætlað að tekjur af byggingarleyfis- gjöldum vegna framkvæmda Alcoa verði um 30 milljónir á þessu ári en fastar tekjur sveitarfélagsins vegna starfsemi álversins verða um 200 milljónir króna á ári eftir að starfsemin hefst. Stærstu fjárfestingar sveitarfélagsins eru vegna byggingar ál- vershafnar í Reyðarfirði upp á um 447 milljónir króna og um 200 milljónir króna vegna grunnskóla í Reyðarfirði. Þá er ætlunin að veita rúmar 100 milljónir til leitar og borunar eftir heitu vatni og aðrar 100 milljónir vegna byggingar sundlaugar á Eskifirði. Gert er ráð fyrir að Fjarðabyggð taki um 885 milljónir króna að láni vegna framkvæmda á þessu ári og er það í samræmi við áætlun sveitarfélagsins um framkvæmdir fram til ársins 2006 þegar starfsemi álvers Alcoa verður hafin. / \ Reykjavíkiirbor^ Umhverfis- og tœknisvið • Skrifstofa horgarverkfrœðings • Umhverfis- og heilbrigðisstofa • Fasteignastofa • Gatnamálastofa • Verkfrœðistofa Borgarverkfræðingur \______________________________________/ Vantar þig hljóðkerfi á þjóðhátíðardeginum ? Mundu að gera ráðstafanir ítíma fyrir 17. júní Gteðitega þjóðhátíð! HLJÓÐKERFALEIGA // 552 8083 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.