Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 16
Borgarfjörður Úr landbúnaðar- í háskólasamfélag Ýmsar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum og mannlífi í Borgarfirði á umliðnum árum. Mikil uppbygging á háskólastarf- semi einkennir þessa þróun þar sem tvö háskólasetur hafa byggst upp með undraverðum hraða. í tengslum við Viðskipta- háskólann á Bifröst í Norðurárdal hefur vaxið byggð sem telur yfir 200 manns með fasta búsetu en allt að 550 manns munu dvelja að jafnaði við nám og störf lungann úr árinu og hátt í 300 manna byggð teng- ist skóla- og vísindasamfélaginu á Hvann- eyri. Á sama tíma og þessi uppbygging háskólasamfélags hefur átt sér stað hefur hinn hefðbundni atvinnuvegur Borgfirð- inga, landbúnaðurinn, verið að dragast saman. Mjólkurvinnslu var hætt í Borgar- Byggö á Bifröst í Noröurárdal hefur vaxiö mjög í tengslum viö uppbyggingu Viðskiptaháskólans. einingu sveitarfélaganna vestan Hvítár að Hvítársíðuhreppi und- anskildum á árunum 1994 og 1998, og Borgarfjarðarsveit, sem varð til með sameiningu sveitarfélaga austan árinnar, annarra en Skorradalshrepps. Hin sveitarfélögin tvö eru eldri og minni; Hvítársíðuhreppur og Skorradalshreppur, sem eru með innan við 100 íbúa hvort um sig. Samtals töldu þessi fjögur sveitarfé- lög 3.425 íbúa um síðastliðin áramót en Borgarbyggð er langfjölmennast þeirra með 2.589 íbúa. Innan þess sveitarfélags eru þéttbýlin í Borgarnesi með um 1.800 íbúa og á Bifröst þar sem yfir 200 manns hafa fasta búsetu en allt að 500 manns dvelja að staðaldri um skólatímann. Þétt- býlin á Hvanneyri og á Kleppjárnsreykjum nesi á árinu 1995 og sauðfjárslátrun á síðasta ári með tilsvar- andi fækkun starfa sem tengjast vinnslu landbúnaðarafurða. Þessar breytingar hafa kallað á nýjar þarfir og ný viðhorf sem snerta sveitarfélögin ekkert síður en aðrar stofnanir og aðila samfélagsins. Nú eru að hefjast viðræður fjögurra sveitarfélaga um samein- ingu í byggðum Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar. Tvö þessara sveitarfélaga eru ung; Borgarbyggð, sem mynduð var með sam- og vísir að þéttbýli í Reykholti eru aftur á móti í Borgarfjarðar- sveit. Þótt skammt sé liðið frá umfangsmikilli sameiningu sveit- arfélaga í Borgarfjarðarhéraði telja sveitarstjórnarmenn fulla ástæðu til þess að halda aftur af stað og nú eru hafnar formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar. Sveitarstjórnarmál áttu leið um Borgarfjörðinn á dögunum. Stjórnsýslueining af þessari stærð er ekki mjög sterk Um 700 manns eru búsettir í Borgarfjarðarsveit þar sem skólasetrið á Hvanneyri og menningarsetur í Reykholti setja svip á byggðina. Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti segir sveitarstjórn þó finna fyrir smæð sveitarfélagsins þegar kemur Borgarfjarðarsveit varð til sem sjálfstætt sveitarfélag og sveitarstjórn var kosin í fyrsta skipti 1998. Sveitarfélagið var stofn- að eftir sameiningu Andakílshrepps, Lund- arreykjadalshrepps, Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps. Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti segir að þótt gengið hafi verið til sameiningar á þessum tímapunkti hafi þessi sveitarfélög og raunar öll sveitarfé- lögin í ofanverðum Borgarfirði starfað tals- vert saman innan byggðasamlagsins SSNS eða Sambands sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar. Byggðasamlagið hefur starf- að áfram eftir sameininguna 1998 og er meðal annars samstarfsvettvangur sveitar- félaganna vegna reksturs grunnskóla á svæðinu. út fyrir hin hefðbundnu verkefni. Finnum fyrir smæð Sveinbjörn segir að fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar 2002 hafi allir þáverandi sveitarstjórnarmenn í Borgarfjarðarsveit ákveðið að hætta störfum. í kjölfarið hafi aðeins einn framboðslisti verið borinn fram og því orðið sjálfkjörinn. Hann segir að ef til vill beri þetta vott um ákveðna deyfð í sveitarstjórnarmálunum. Nálægðin sé oft mikil í litlum sveitarfélögum og kunni það að fæla fólk frá því að gefa sig að þessum málum. Hann segir einnig að þrátt fyrir að nýtt fólk með takmarkaða reynslu hafi komið að málum þá spjari sveitarfélagið sig allvel. Um 700 manns eru búsettir í Borgarfjarðarsveit og hefur íbúafjöldinn staðið nokkuð í stað að und- anförnu. „Þrátt fyrir stöðugleika í rekstri er engu að síður Ijóst að stjórnsýslueining af þessari stærð er ekki mjög sterk. Við get- um haldið utan um þá starfsemi sem okk- ur er lögboðin eins og rekstur leik- og grunnskóla og umsjón félagslegra skyldna. Þegar kemur hins vegar að stærri verkefn- um eða auknu hlutverki sveitarfélaganna þá finnum við fyrir smæðinni og að geta sveitarfélagsins er takmörkuð. Við höfum verið að velta um 300 milljónum króna á ársgrundvelli og af þeim taka skóla- og leikskólamálin hátt í 170 milljónir. Þá eru önnur verkefni eftir, verkefni á borð við félagsþjónustuna og rekstur skrifstofu sveitarfélagsins. Þegar kostnaður vegna þeirra hefur verið greiddur er ekki mikið

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.