Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 17
eftir til þess að styðja við ýmsa góða starf- semi sem hér er." Vegatollurinn dregur úr ferðaþjónustu Sveinbjörn og Linda Björk Pálsdóttir, sveit- arstjóri Borgarfjarðarsveitar, telja bæði mikla möguleika felast í ferðaþjónustunni. Hún sé önnur þeirra atvinnugreina er eigi hvað mesta möguleika í Borgarfirði. Cjaldið sem greiða þarf til þess að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin setji henni þó ef til vill nokkrar skorður. Sveinbjörn bendir á að fjölskyIdur af höfuðborgar- svæðinu verði stundum að velja á milli þess að greiða vegatollinn eða að kaupa veitingar fyrir fjölskylduna. „Og hvert fer fólk þá? Ef til vill fremur austur fyrir fjall og eyðir þessum 2.000 krónum í pylsur og drykk eða eitthvað annað matarkyns eða fer í Borgarfjörðinn og greiðir vegatollinn en býður fjölskyldunni svo upp á vatn. Það hefur ef til vill ekki verið hugað nægi- lega vel að því hvaða áhrif vegatollurinn hefur að þessu leyti. Ég held að hann hafi umtalsverð áhrif og þá einkum á styttri ferðir fólks af höfuðborgarsvæðinu." Búsetan ekki lengur tímabundin Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og sú vísinda- og rannsóknastarfsemi sem teng- ist honum skapa aðalþéttbýliskjarnann í Borgarfjarðarsveit. Sveinbjörn segir skóla- starfið og þá uppbyggingu sem þar hefur verið afar mikilvæga fyrir sveitarfélagið. Sem dæmi um hversu byggðin á Hvann- eyri er að festast í sessi má nefna að íbú- arnir hafa verið að kaupa það húsnæði sem þeir búa í. Bæði skólinn og sveitarfé- lagið hafi verið að selja heimamönnum íbúðarhúsnæði sem komið hefur verið upp vegna skólastarfsins. „Þetta segir manni að fólk lítur ekki á búsetuna á Hvanneyri sem tímabundið fyrirbæri held- ur ætlar sér að búa þar til lengri tíma og treystir því einnig að markaður skapist fyrir fasteignirnar og maður komi í manns stað. Þetta er ákaflega mikilvæg þróun og sýnir að Hvanneyri er ekki lengur það sem kalla mætti viðkomustaður," segir Sveinbjörn. Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðar- sveitar, ásamt Císla Gíslasyni, bæjarstjóra Akranes- kaupstaðar. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar. Linda Björk segir að fólksfjölgunin á Hvanneyri sé nú 13,5% á milli ára. Þetta staðfesti þá þróun sem verið hafi að und- anförnu. Sveinbjörn segir að það þurfi ekki að fara lengra aftur en til miðs ní- unda áratugarins að aðeins tveir nemend- ur hafi stundað nám við búvísindadeildina á Hvanneyri. Nú stundi allt að 160 manns nám á staðnum eða í tengslum við Land- búnaðarháskólann þegar allt sé talið. Skrifstofubygging á Hvanneyri Borgarfjarðarsveit stóð að byggingu skrif- stofu- og þjónustuhúsnæðis á Hvanneyri sem kostaði um 100 milljónir króna. Sveinbjörn segir að ráðist hafi verið í þá fjárfestingu til þess að tryggja þeim stofn- unum, sem áhugi var fyrir að flytja þang- að, aðstöðu og auka rannsókna- og vís- indastarf á staðnum. Sem dæmi um stofn- anir sem flutt hafa að Hvanneyri á undan- förnum árum má nefna Framleiðnisjóð landbúnaðarins, Búnaðarsamtök Vestur- lands, Héraðssetur skógræktar og land- græðslu á Vesturlandi, Landsamband kúa- bænda, Hagþjónustu landbúnaðarins og Veiðimálastofnun, Vesturlandsdeild sem er að flytja þangað auk þess sem nokkur einkafyrirtæki eru á Hvanneyri. Nú er búið að skipa nefnd til þess að sameina yfirstjórn Rannsóknastofnunar landbúnað- arins og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. „Þetta kostar skipulagsvinnu. Við þurfum að hafa til lóðir og aðstöðu fyrir nýja íbúa vegna þess að ég geri ráð fyrir að flestar nýráðningar til stofnunarinnar miðist við uppbyggingu hennar á Hvann- eyri," segir Sveinbjörn. Linda Björk segir að tilbúið sé deiliskipulag fyrir Hvanneyri sem hægt sé að byggja á þegar ráðist verði í nýjar framkvæmdir vegna aukinnar starfsemi og íbúafjölgunar. Byggingaland í Reykholti Sveinbjörn segir ekki hægt að skilja við Borgarfjarðarsveit án þess að minnast á þá ríku menningu sem þar sé til staðar. Hann nefnir Snorrastofu í Reykholti sem dæmi um sjálfseignarstofnun um menningarleg verðmæti er hafi verið að eflast verulega að undanförnu. Hann segir að fræðimenn sæki þangað til þess að sinna ýmsum störfum og töluverðu fjármagni hafi verið veitt í þessa starfsemi erlendis frá. Nú er verið er að vinna aðalskipulag fyrir sveitarfélagið, sem verður að sögn Lindu Bjarkar tilbúið á þessu ári og auk þess er unnið að deiliskipulagi fyrir Reyk- holt og nágrenni. Sveinbjörn kveðst gera ráð fyrir að mesta uppbyggingin á svæð- inu verði á þessum tveimur stöðum, Hvanneyri og Reykhoiti. Ungir athafna- menn hafa keypt land í Reykholti og eru að skipuleggja þar heilsársbyggð og segir Sveinbjörn að ef menn vilji fjölga íbúum og efla byggðina þá sé grundvallarskilyrði að til sé einhver aðstaða til þess að taka á móti þeim sem vilja koma. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.