Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 21
Framtíðarhugmynd um byggingu á miðbæjarreitnum í Borgarnesi. ustu á ýmsum sviðum en ef hún miðaðist eingöngu við heimilis- fasta íbúa. Sem dæmi um það má nefna að á annað hundrað þúsund gestir komu f sundlaugina í Borgarnesi á síðasta ári og verulegur hluti þeirra tengist ferðamennsku og frístundabyggðum í héraðinu." Ný íbúðabyggð í gamla miðbænum í tengslum við vaxandi hlutverk Borgarness sem búsvæðis og þjónustubyggðar er skipulag staðarins að taka breytingum. Versl- unar- og þjónustustarfsemin hefur verið að flytjast frá gamla mið- bænum úti á nesinu að vegamótunum þar sem þjóðvegurinn vestur og norður um land liggur. Bygging Hyrnunnar var liður í þeim breytingum að færa þjónustuna í veg fyrir notandann og nú hefur Kaupfélag Borgfirðinga flutt höfuðstöðvar sínar á svæðið vestan Borgarfjarðarbrúarinnar. Við það sköpuðust nýir möguleik- ar til uppbyggingar í gamla miðbænum og er verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Páll segir nauðsynlegt að nýta þessa möguleika og gamla verslunarhúsi KB hafi þegar verið breytt í íbúðarhúsnæði. Það hafi átt þátt í þeirri breytingu á húsnæðis- markaðnum að nú sé nægjanlegt framboð af leiguhúsnæði í Borgarnesi en húsnæðisskortur hafi hamlað fólksfjölgun að ein- hverju leyti að undanförnu. Hann segir að töluvert sé til af ein- býlishúsalóðum í hinum enda bæjarins en í hinu nýja deiliskipu- lagi í gamla miðbænum verði gert ráð fyrir blandaðri byggð. Páll segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að byggja allt að 70 íbúðir á þessum lóðum í Borgarnesi á næstu árum. Ekki rétt að tala um fórnarkostnað Margir sveitarstjórnarmenn og framkvæmdastjórar sveitarfélaga kvarta undan erfiðum rekstri sveitarfélaganna og telja stöðu þeirra ekki nægilega sterka þegar litið er til hlutfalls fastra rekstrargjalda af aflafé. Páll segir stöðu Borgarbyggðar enga undantekningu að þessu leyti. Tekjur sveitarfélagsins hafi verið að aukast, meðal annars vegna fjölgunar íbúa, en reksturinn sé engu að síður þungur. „Borgarbyggð er sveitarfélag af þeirri stærð sem verður að bjóða góða grunnþjónustu. Við erum með góðar skólastofnan- ir að ég tel, bæði leikskóla og grunnskóla, og einnig öfluga fé- lagsþjónustu. Þetta kostar sitt og skuldir sveitarfélagsins eru ná- lægt meðallagi á landsvísu eða um 530 þúsund krónur á íbúa. Það er flest sem bendir til þess að byggð muni eflast á næstunni í Borgarbyggð og góð staðsetning sveitarfélagsins mun efalaust eiga stóran þátt í því. Með búsetu í Borgarbyggð er hægt að nýta sér kosti landsbyggðarinnar, en jafnframt að vera með höfuðborg- ina í seilingarfjarlægð og geta nýtt sér alla þá þjónustu sem borg- in ein hefur upp á að bjóða," segir Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar. Hágæða slur verja dýrmætan vélbúnað Ánanaust 1, Reykjavík. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: velasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.