Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 23
Áheyrendur hlýða á kynningu á skipulagshugmyndum um Austurbakka Reykjavíkurhafnar á fundi f Ráðhúsi Reykjavfkur á dögunum. „Við stefnum að því að unnt verði að byggja á bilinu 600 til 800 nýjar íbúðir á hverju ári. Ef við sjáum fram á að okkur takist ekki að uppfylla þá þörf þegar á þessu ári með þéttingu byggðar þá munum við spila ÚIfarsfelIinu út um mitt þetta ár en þó ekki fyrr. Ástæða þess er einfaldlega sú að við viljum láta reyna á hvort okkur tekst að uppfylla þetta stefnumið með aukinni byggð vestan Elliðaár. Þá er ég að ræða um nýja byggð í Sóltúninu, Skugga- hverfinu, á Mýrargötusvæðinu í vestur- borginni og víðar. Því má segja að Úlfars- fellsbyggðin sé að þessu leyti skipulögð til vara en þó fyrst og fremst til lengri fram- tíðar." Steinunn Valdís segir að miðað við áhuga verktaka og byggingaraðila í vestur- og miðborginni sé tæpast ástæða til þess að óttast að ekki náist að bjóða aðstöðu til byggingar 600 til 800 íbúða eins og stefnt er að. Þó verði að hafa í huga að sú íbúðabyggð sem verið sé að bjóða í grónu hverfunum sé nokkuð öðruvísi en í nýjum úthverfum og auðvitað verði að gæta ákveðins jafnvægis að því leyti. Því sé meðal annars verið að skipuleggja svæði fyrir um 50 einbýlishúsalóðir í Breiðholt- inu sérstaklega til þess að geta boðið fleiri valkosti. Steinunn Valdís segir að þegar Úlfarsfellssvæðið verði fullbyggt fari að þrengjast um byggingarland Reykjavíkur að öðru leyti en að talsvert byggingarland sé að finna á Kjalarnesi. Liðin tíð að búa alltaf á sama stað „Öll sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu búa við þetta vandamál og í því sambandi er nauðsynlegt að líta á það sem eitt svæði. Ég held að fólk horfi líka mun minna til skiptingar byggðarinnar í sveitarfélög í dag en var áður. Búsetan byggist meira á þörf- um fjölskyldunnar á hverjum tíma en því hvort fólk býr í einhverju tilteknu sveitar- félagi," segir Steinunn Valdís. Hún bendir á fjölskylduhringinn; að fjölskyIdur þarfn- ist mismunandi húsnæðis eftir tímabilum og mjög eðlilegt sé að þær leiti eftir stærra húsnæði í úthverfunum á meðan börnin séu að vaxa úr grasi. Eftir að þau fari að heiman og stofni sjálf heimili leiti fólk aft- ur í minna húsnæði og þá gjarnan f eldri hverfunum. Þannig færist í vöxt að bú- skapur hefst í eldri hverfunum, fólk flyst síðan um tfma í úthverfin en endar aftur í eldri borgarhlutum. Búsetan gangi í hring og það sé liðin tíð að fólk búi í sama húsi eða jafnvel í sama sveitarfélagi alla ævi. Uppbygging á hafnarsvæðinu Nú hafa verið kynntar nýjar hugmyndir um mikla uppbyggingu á Austurbakka Reykjavíkurhafnar en þetta svæði hefur verið fremur lítið nýtt frá því að afgreiðsl- ur kaupskipa fluttust frá gamla hafnar- svæðinu við miðborgina í Sundahöfn. Steinunn Valdís segir ástæðuna fyrir því að þetta verkefni fór af stað vera þá að eftir að samkeppnin um byggingu tónlistarhúss á Miðbakkanum fór fram hafi mörg sjón- armið komið fram um nýtingu þessa svæðis. Einnig hafi komið fram gagnrýni á skipulag umferðar um svæðið og að það vantaði öll tengsl við miðborgina. Stein- unn Valdís segir að margt í þeirri gagnrýni hafi verið byggt á málefnalegum rökum. Þvf hafi verið tekin ákvörðun á síðastliðnu hausti um að fá utanaðkomandi aðila; Margréti Harðardóttur arkitekt og félaga hennar hjá Stúdíó Granda og Guðna Tyrfingsson arkitekt til þess setjast yfir málið og sjá hvort ekki væri unnt að koma fram með hugmyndir sem leyst gætu skipulag og nýtingu þessa svæðis til frambúðar. Steinunn Valdís kveðst ekki hafa haft fulla sannfæringu fyrir að þetta verkefni gæti gengið upp eins og það leit þá út. „Við ýttum verkefninu því af stað og settum okkur þau tímamörk að búið yrði að vinna það um mánaðamótin janúar - febrúar." Hún segir einkennandi fyrir þessa vinnu að mikill fjöldi hug- mynda og tillagna hafi orðið til sem síðan hafi þróast í vinnuferlinu. „Þær voru síðan skoðaðar frá öllum hliðum f vinnuhópn- um sem starfaði að þessu og síðan unnið úr þeim og valið eftir því sem málin þró- uðust. Fyrstu hugmyndirnar sem komu fram voru þannig allt öðru vfsi en þær sem við erum nú að kynna. En ég held að þetta hafi verið eina leiðin til þess að fá eitthvað fram sem hægt verður að nota. Þessi teymisvinna endaði með því að eftir stóðu sex mismunandi valkostir og að lok- um sú hugmynd sem nú liggur fyrir. Það sem einkennir hugmyndina er fyrst og fremst að gert er ráð fyrir miklu meiri byggingum en áður hefur verið lagt til og mér finnst að þær viðtökur, sem tillagan hefur nú þegar fengið, sýna að hún muni geta gegnið." Fjárfestar hafa þegar sýnt þessum hug- myndum áhuga og hafa verið að vinna til- lögur til hliðar við starfshópinn sem unnið hefur á vegum Reykjavfkurborgar. Tillögur starfshópsins voru kynntar á fjölmennum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok febrúar og Steinunn Valdís segir að næstu skref verði að vinna úr þeim hugmyndum sem komu fram á þeim fundi og einnig að sam- hæfa hugmyndir fjárfestanna. En með þessari vinnu sé von- andi búið að kveikja neista að mikilli upp- byggingu á hafnarsvæðinu sem styrkja muni miðborgina á ýmsum sviðum. „Það sem einkennir hugmyndina er fyrst og fremst að gert er ráð fyrir miklu meiri byggingum en áður hefur verið lagt til og mér finnst að þær viðtökur sem tillagan hefur nú þegar fengið sýna að hún muni geta gegnið." SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.