Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Þjóðlendur Meðferð þjóðlendumála Hér verður fjallað um meðferð þjóðlendumála frá því að landsvæði er tekið til meðferðar og þar til úrskurður óbyggðanefndar er kveðinn upp, með áherslu á samskipti óbyggðanefndar við sveitarfélög á þeim svæðum sem til meðferðar eru hverju sinni. Á fyrri stigum máls snúa þessi samskipti að kynn- ingu og undirbúningi en á síðari stigum hafa sveitarfélög oft verið meðal málsaðila. Sif Guðjóns- dóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá óbyggðanefnd, skrifar. Kallað eftir kröfum fjármálaráðherra Þjóðlendumál hefjast með því að óbyggðanefnd ákveður að taka tiltekið landsvæði til meðferðar. Fjármálaráðherra er tilkynnt um þessa ákvörðun og veittur 3-6 mánaða frestur til að lýsa kröfum ís- lenska ríkisins um þjóðlendur á svæðinu, sé um slíkar kröfur að ræða. Viðkomandi sveitarfélögum og sýslumannsembættum er einnig gerð grein fyrir málinu og fram- haldi þess. Hlutverk óbyggðanefndar Hlutverk óbyggðanefndar samkvæmt þjóðlendulögum, nr. 58/1998, er þríþætt: a) Kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. b) Skera úr um mörk þess hluta þjóð- lendu sem nýttur er sem afréttur. c) Urskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá óbyggðanefnd. Ástæða er til að hnykkja á því að það er ekki óbyggðanefnd sem setur fram kröf- ur íslenska ríkisins um þjóðlendur, heldur fjármálaráðherra. Óbyggðanefnd er hlut- laus úrskurðaraðili innan stjórnsýslunnar sem úrskurðar um annars vegar kröfur ís- lenska ríkisins og hins vegar kröfur ann- arra sem telja sig eiga öndverðra hags- muna að gæta. Á vegum fjármálaráðherra er vinnunefnd sem kölluð hefur verið „þjóðlendunefnd" og hefur það hlutverk að undirbúa málið af hálfu ráðuneytisins. Þessari vinnunefnd fjármálaráðherra hefur í opinberri umræðu þráfaldlega verið rugl- að saman við óbyggðanefnd. Þá ber þess að geta að óbyggðanefnd fer að auki með tiltekin verkefni við að skipta landinu í sveitarfélög, sbr. bráða- birgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Kallað eftir kröfum annarra Þegar kröfur íslenska ríkisins liggja fyrir birtir óbyggðanefnd tilkynningu í Lögbirt- ingablaði og fjölmiðlum, auk þess að þinglýsa athugasemd á eignir á svæðinu. í tilkynningunni er skorað á þá sem telja til eignarréttinda á því svæði sem ríkið gerir kröfu til, að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd innan tiltekins tíma (3-6 mánaða). Afrit af kröfulýsingum fjármálaráðherra ásamt fylgigögnum eru send skrifstofum þeirra sveitarfélaga og sýslumannsemb- ætta sem kröfusvæði heyrir til. Er þess far- ið á leit að gögn þessi verði þar aðgengi- leg íbúum sveitarfélagsins. Óbyggðanefnd auglýsir í dagblöðum að hægt sé að skoða kröfulýsingargögn á tilteknum stöðum. Hlutverk sveitarfélaga Hér hefur að framan verið rakið hvernig fyrirsvarsmönnum sveitarfélaga er gert við- vart þegar landsvæði er tekið til meðferðar og þegar kröfur fjármálaráðherra eru komnar fram. Á því stigi máls hafa sveitar- félög oft aðstoðað íbúa við að koma hags- munagæslu í formlegan farveg, í þeim til- gangi að undirbúa kröfugerð vegna ein- stakra jarða eða annarra landsvæða. Sveit- YFIRLITSKORT UM STÖÐU ÞJÖÐLENDUMÁLA Á LANDINU ÖLLU A ÓBYGGDANEFND ÞJÓÐLENDUMÁL Málsmeðferð lokið og úrskurðir kveðnir upp Málsmeðferð á lokastigi og úrskurða að vtenta Málsmeðferð hafin LANDEORM 0 TOLVUMIÐLUN H-Laun www.tm.is 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.