Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 28
Fundargerðir sveitarfélaga Um birtingu fundargerða nefnda, ráða og stjórna Ekki er óalgengt að sveitarfélög útbúi verklagsreglur um ritun fundargerða. Eðlilegt er að í slíkum verklagsreglum sé fjallað um það hvort birta eigi ákveðnar fundargerðir með almennum hætti, t.a.m. á heimasíðu sveitarfélags. Jón Jónsson lögfræðingur skrifar. í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 (hér eft- ir svstl.) er ekki fjallað um birtingu fundar- gerða, þ.e. hvorki fundargerða sveitar- stjórnar né fundargerða nefnda, ráða og stjórna á vegum sveitarfélags (hér eftir nefnda). Umfjöllun þessi mun takmarkast við fundi nefnda, enda er ekki hægt að jafna saman fundargerðum nefnda og sveitarstjórnar, þar sem fundir sveitar- stjórnar eru almennt opnir en fundir nefnda lokaðir, sbr. 16. gr. svstl., og eðli afgreiðslna nefnda er oft og tíðum einung- is tillögur en ekki fullnaðarákvarðanir, sbr. t.d. 2. mgr. 48. gr. svstl., o.s.frv. Aðgangur almennings að upplýsingum Líta verður til annarra laga en sveitar- stjórnarlaga þegar horft er til þess hvaða reglur gilda um birtingu fundargerða nefnda. Upplýsingalög nr. 50/1996 gilda um stjórnsýslu sveitarfélaga. Þótt lögin geri almennt ráð fyrir því að beiðni berist stjórnvöldum um upplýsingar, hvaða með- ferð hún fær og hvaða takmarkanir eru á því að veita upplýsingar í kjölfarið er ekk- ert því til fyrirstöðu að upplýsingum sé veitt til almennings að frumkvæði stjórn- valda. Lögin fjalla um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum og fell- ur því birting fundargerða nefnda að frum- kvæði sveitarfélags undir gildissvið þeirra. Kostir slíkrar frumkvæðisbirtingar til al- mennings eru t.a.m. aukið og jafnt flæði upplýsinga til almennings og að gera má ráð fyrir fækkun beiðna um aðgang að upplýsingum um einstök mál.Til hliðsjón- ar er bent á að sveitarfélagi væri heimilt að hafna beiðni um aðgang að ákveðinni fundargerð nefndar. Ástæðan er sú að samkvæmt upplýsingalögum er gert ráð fyrir að beiðni almennings um upplýsingar varði tiltekið mál og því getur sveitarfélag gert þá kröfu að sá sem óskar eftir fundar- gerð afmarki upplýsingabeiðni við ákveð- in mál. )ón Jónsson lögfræðingur. Takmarkanir á birtingu upplýsinga Upplýsingalögin kveða á um takmarkanir á birtingu ákveðinna upplýsinga og þær verður að hafa í huga þegar fundargerðir nefnda eru birtar. Aðrar upplýsingar er að sjálfsögðu hægt að birta. Takmörk á rétti almennings til upplýsinga eru annars veg- ar til að tryggja stjórnvöldum eðlilegt svig- rúm til athafna án þess að opinberar séu, sbr. ákvæði 4. og 6. gr. upplýsingalaga og hins vegar vegna einkahagsmuna, sbr. 5. gr. laganna. Stjórnvöld geta veitt upplýs- ingar sem falla undir takmarkanirnar, þ.e. veitt aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í upplýsingalögum, nema ef fyrirmæli laga um þagnarskyldu standa í vegi fyrir því skv. 3. mgr. 3. gr. upplýs- ingalaga. Stjórnvöld þurfa t.a.m. ekki að birta bréfaskriftir við sérfróða menn til af- nota í fyrirhuguðu dómsmáli en hins veg- ar mega þau gera það svo framarlega sem efni þeirra er ekki verndað af þagnar- skyldu, sem ekki verður aflétt. í raun er hér um að ræða spurningu sem sveitarfé- lög þurfa sjálf að taka afstöðu til, þ.e. hvort þau vilji að í birtum fundargerðum komi fram upplýsingar í þeim mæli sem lágmarkskröfur upplýsingalaga kveða á um eða hvort stefna eigi að birtingu um- fram lagaskyldur. Svo leggja megi mat á það hvort heim- ilt sé að birta meiri upplýsingar með birt- ingu fundargerða en upplýsingalög kveða á um er nauðsynlegt að þekkja þær laga- reglur og reglur um þagnarskyldu sem gilda á sviði einstakra nefnda. Til hægðar- auka og til að tryggja að ekki séu opinber- aðar meiri upplýsingar en heimilt er, við birtingu fundargerða, er hægt að horfa til takmarkana upplýsingalaga. Ef í birtri fundargerð koma fram upplýsingar sem 5. gr. upplýsingalaga tekur til geta hags- munir einkaaðila skaðast við birtingu en ef upplýsingar falla undir 4. eða 6. gr. yrðu það einkum hagsmunir sveitarfélags- ins sjálfs sem gætu skaðast. Það er því sér- staklega mikilvægt gagnvart þeim einka- aðilum sem eiga í samskiptum við sveitar- félög að við birtingu fundargerða sé gætt að takmörkunum 5. gr. upplýsingalaga. í 5. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi að- gang að gögnum um einka- eða fjárhags- málefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem f hlut á. Jafnframt segir að sömu tak- markanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta- hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Mat á því hvaða efni fundargerðar megi birta er því ekki alltaf auðvelt. Beiting ákvæðisins byggir á mati á því hvort upp- lýsingar um einstaklinga séu það við- kvæmar, út frá almennum sjónarmiðum, að þær eigi ekki erindi við almenning og mati á fjárhags- og viðskiptahagsmunum um hvort opinberun upplýsinga valdi hlut- aðeigandi tjóni, ef um lögaðila er að ræða. Til dæmis ætti ekki að koma fram í <$> 28

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.