Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 29
Fréttir Ekki ætti að koma fram í birtri fundargerð að einstaklingur hafi sótt um félagslegt húsnæði en hins vegar er ekkert því tii fyrirstöðu að birta upplýsingar um umsækjendur um úthlutun lóða. - Mynd: Áskell Þórisson. birtri fundargerð að einstaklingur hafi sótt um félagslegt húsnæði en hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að birta upplýsing- ar um umsækjendur um úthlutun lóða. Ekki verður fjallað nánar um takmarkanir á upplýsingarétti almennings skv. 4. og 6. gr. upplýsingalaga enda eru ákvæðin skýr- ari og ekki eins matskennd og 5. gr. lag- anna. ítarlegar skýringar á takmörkunum upplýsingalaga um birtingu upplýsinga er að finna í ritinu Upplýsingalögin eftir Pál Hreinsson frá árinu 1996. Aðrir þættir er varða birtingu upplýsinga Þegar hugað hefur verið að efni fundar- gerðar nefndar sem birta á fyrir almenn- ingi er nauðsynlegt að athuga hvort gæta þurfi að öðrum þáttum vegna birtingarinn- ar. Birting upplýsinga skv. upplýsingalög- um hefur f eðli sínu engin réttarleg áhrif á það mál sem upplýsingar eru birtar um. Önnur lagaákvæði gætu þó haft það í för með sér. Sérstaklega ber að hafa í huga 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem kveður m.a. á um að stjórnsýsluákvörðun sé bindandi þegar hún hefur verið tilkynnt aðila málsins. Ef fundargerð nefndar þar sem stjórnsýsluákvörðun hefur verið tekin er birt með almennum hætti þá getur falist í slíkri birtingu tilkynning til málsaðila. Það getur valdið málsaðila óþægindum að fá upplýsingar um lyktir máls samhliða eða á eftir almenningi. Það verður að telja vandaða stjórnsýsluhætti að birting ein- stakra liða fundargerða sé frestað þar til afgreiðsla einstakra mála hefur verið kynnt málsaðilum. Tekið skal fram að almenn birting fundargerða á heimasíðu sveitarfé- lags getur hvorki komið í stað tilkynningar um meðferð máls, sbr. 14. gr. stjórnsýslu- laga, né tilkynningar um ákvörðun, sbr. 20. gr. laganna. Nátengt þessu er sú tilhögun að af- greiðslur nefnda eru oft og tíðum orðaðar sem ákvarðanir, jafnvel þótt í afgreiðslunni felist einungis tillaga sem sveitarstjórn eða byggðarráð á eftir að staðfesta svo að bindandi ákvörðun hafi verið tekin af sveitarfélagi, sbr. 2. mgr. 48. gr. svstl. Þeg- ar málsaðili sér í birtri fundargerð af- greiðslu nefndar sem er orðuð eins og ákvörðun, án þess að nokkrir fyrirvarar komi fram um annað, er hætta á að hann telji að bindandi stjórnsýsluákvörðun hafi verið tekin. Ef afgreiðsla nefndar yrði ekki staðfest þá gæti sveitarfélag orðið skaða- bótaskylt vegna þess að málsaðili teldist hafa haft réttmæta ástæðu til að líta svo á að fullnaðarákvörðun hefði verið tekin af nefnd. í Ijósi þeirra óþæginda eða jafnvel tjóns sem fylgt getur birtingu fundargerða sem innhalda tillögur nefnda að afgreiðslu mála er mikilvægt að skýrir fyrirvarar komi fram í fundargerð hvort afgreiðsla mála hjá nefnd eigi eftir að fá staðfest- ingu. Verklagsreglur sveitarfélaga Ekki er óalgengt að sveitarfélög útbúi verklagsreglur um ritun fundargerða. Eðli- legt er að í slíkum verklagsreglum sé fjall- að um það hvort birta eigi ákveðnar fund- argerðir með almennum hætti, t.a.m. á heimasíðu sveitarfélags. Jafnframt er æski- legt að í verklagsreglunum sé bent á helstu sjónarmið sem hafa þarf í huga vegna fyrirhugaðrar birtingar. Með því móti verður ritun fundargerða samræmd og birting fundargerða í samræmi við regl- ur sem gilda um upplýsingagjöf stjórn- valda til almennings. Drögumst aftur úr í nýrri úttekt á vefsetrum sveitarfélaga í landinu kemur fram að fimm fjöl- mennustu sveitarfélögin auka forskot sitt á hin fámennari hvað varðar þjón- ustu á Netinu og er munurinn orðinn nokkuð afgerandi að sögn Jóns Heið- ars Þorsteinssonar, sem vann þessa könnun eins og fyrri kannanir sem gerðar hafa verið og áður hefur verið vitnað til hér í blaðinu. Jón Heiðar segir að ekki sé hægt að greina að vefsetur íslenskra sveitarfé- laga þróist hratt í þá átt að verða gagn- virk þjónustuver heldur séu þau fyrst og fremst frétta- og upplýsingaveitur. „Niðurstöður úttektarinnar eru í takt við niðurstöður alþjóðlegra rannsókna á þjónustu hins opinbera á Netinu en ísland virðist hafa dregist nokkuð aftur úr miðað við önnur Evrópulönd hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Þetta gerist þrátt fyrir að kannanir sýni almenna eftirspurn eftir þjónustu á Netinu, al- mennt aðgengi að því og víðtæka net- notkun íslendinga." Jón Heiðar segir helstu niðurstöður úr hinni nýju könn- un þær að aukin áhersla komi fram á bein samskipti við kjörna fulltrúa og starfsmenn í gegnum vefsetur sveitarfé- laganna og að aðgengi að helstu upp- lýsingum batni frá fyrra ári. Skipurit sveitarfélaganna sé þó enn grunnur að skipulagi vefsetra þeirra og langur verkefnalisti bíði því þeirra sveitarfé- laga sem ætli að veita öfluga þjónustu á Netinu. Þess má geta að nýlega hafa Vest- mannaeyjabær, www.vestmannaeyj- ar.is, og Rangárþing ytra, www.rang.is/rang, opnað vefsetur sín að nýju eftir gagngera endurnýjun auk þess sem Kjósarhreppur hefur opnað nýtt vefsetur á slóðinni www.kjos.is. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.