Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 30
Er grunnskólinn kominn til sveitarfélaganna? Frá 1. ágúst 1996 hafa sveitarfélögin borið alla ábyrgð á rekstri og starfsemi grunn- skólanna í landinu en fram að þeim tíma var grunnskólinn samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Grunnskólinn er eins og kunnugt er langstærsta verkefni sveitarfé- laganna. Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að efna til sérstaks grunnskólaþings 26. mars (væntanlega þegar afstaðið þegar blaðið kemur til lesenda) undir yfirskrift- inni „Er grunnskólinn kominn til sveitarfé- laganna?" Á grunnskólaþingi er ætlunin að ræða hvort sveitarfélögin hafi það for- ræði á málefnum grunnskólans sem eðli- legt er að þau hafi til að geta lagað rekstur og starfsemi hans að staðbundnum að- stæðum og viðhorfum og þannig nýtt rétt sinn til sjálfstjórnar. Það er líka ætlunin að ræða sameiginlega stefnu sveitarfélaga í grunnskólamálum og lögð verður áhersla á að þátttakendur taki virkan þátt í um- ræðum. Á grunnskólaþing eru boðaðir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og nefndum, sem fara með málefni grunn- skólans, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, skólastjórar og aðrir stjórnendur fræðslu- mála í sveitarfélögum. Þetta er í fyrsta sinn, síðan sveitarfélög- in yfirtóku allan grunnskólann, sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga kallar sveitar- stjórnarmenn saman til að ræða málefni grunnskólans á þessum forsendum. Sveit- arfélagasamböndin annars staðar á Norð- urlöndum standa reglulega fyrir slíkum þingum. Markmiðið er að grunnskólaþing verði reglulegur samráðs- og lærdómsvett- vangur sveitarstjórnarmanna um það sem efst er á baugi hverju sinni í málefnum grunnskólans. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mun ávarpa þingið. Fulltrú- ar frá þremur mismunandi sveitarfélögum munu fjalla um stefnu sveitarfélaga í grunnskólamálum. Þeirri spurningu mun verða velt upp hverjir stjórni grunnskólan- um í raun. Gerður verður samanburður á stöðu íslenskra sveitarfélaga gagnvart grunnskólanum og stöðu sveitarfélaga annars staðar á Norðurlöndunum. Fjallað verður um áhrif kjarasamninga á grunn- skólastarf, hlutverk skólastjóra í breyttu skólaumhverfi og samstarf og verkaskipt- ingu milli kjörinna fulltrúa og embættis- manna. Loks verða haldin framsöguerindi um stjórnun breytinga í rekstri og starf- semi grunnskóla. Eftir framsöguerindin munu fara fram umræður þar sem leitast verður við að draga fram sameiginleg áherslu- og hagsmunaatriði sveitarfélaga gagnvart grunnskólanum. Þannig er stefnt að því að grunnskólaþingið verði til að gefa skýrari mynd af viðhorfum sveitar- stjórnarmanna til grunnskólamála og stöðu grunnskólans hjá sveitarfélögum. Afrakstur grunnskólaþings geti því orðið mikilvægt innlegg í vinnu við hagsmuna- gæslu fyrir sveitarfélögin og stefnumótun um málefni grunnskólans. Fjallað verður um málefni grunn- skólans í næsta tölublaði Sveitarstjórnar- mála. Neyðarlínan -112 Með lögum nr. 25 frá 3. mars 1995 var ákveðið að ríkisstjórnin skyldi eigi siðar en 31. desember 1995 koma upp samræmdri neyðarsímsvörun fyrir ísland. Þar var gert ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu og rekstur vaktstöðvar eða vaktstöðva að svo miklu leyti sem hann væri ekki greiddur af tekjum fyrir selda þjónustu skyldi greiddur að hálfu af ríkissjóði og að hálfu af sveitarfé- lögunum og skyldi hlutur þeirra innheimtur hjá hverju sveitarfélagi um sig í samræmi við íbúatölu. Með yfirlýsingu sem ráðherrar fjármála og félagsmála gáfu hinn 13. desember 1996, tók ríkissjóður að sér að fjármagna hlut sveitarfélaga í rekstri neyðarsímsvörunar, en yfirlýsingin var gefin í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hafa sveitarfélögin ekki verið krafin um greiðslu kostnaðar við neyðarsímsvörun í samræmi við þetta. Eftir setningu laganna frá 1995 var stofn- að hlutafélag um rekstur vaktstofu til að reka neyðarsímsvörun. Nefnist hlutafélagið Neyðarlínan og gerði dóms- og kirkjumála- ráðuneytið samning við félagið í október 1995 um rekstur vaktstofu. Vaktstofan er í húsnæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Skógarhlíð, en á sama stað eru höfuð- stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, miðstöð leitar- og björgunar, sem rekin er af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Stefnt er að því að allir helstu viðbragðsaðilar við slys- um og náttúruhamförum hafi starfsaðstöðu á sama stað. Þá er verið að koma upp vara- búnaði fyrir Neyðarlínuna, almannavarna- deild ríkislögreglustjóra og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Akureyri. Neyðarlínan hf. er í dag í eigu ríkissjóðs, sem á 62,5% hlutafjár, Reykjavíkurborgar, sem á 12,5%, og öryggisgæslufyrirtækisins Securitas ehf., sem á 25% hlut í félaginu. í dag svarar Neyðarlínan um 300 þúsund símtölum á ári og ýmist leysir starfsfólk hennar úr tilefni símtala eða miðlar þeim til lögreglu, slökkviliðs eða annarra viðbragðs- aðila. Neyðarlínan hefur komið sér upp mjög fullkomnum tölvubúnaði og landupplýsinga- kerfi og notar fjarskiptamiðstöð lögreglunnar sama búnað, en hún þjónar í dag lögreglu- liðunum á Selfossi, í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Frekari útfærsla á starfsemi hennar er fyrirhuguð eftir því sem viðeigandi fjarskiptamöguleikar opnast. Upplýsingakerfi Neyðarlínunnar gera það mögulegt að sjá á sjónvarpsskjá hvaðan hringt er. Neyðarlínan hefur meðal annars sett inn í kerfið nákvæm kort af byggðinni á höfuðborgarsvæðinu og fjölmörgum byggða- kjörnum og gerir það henni kleift í mörgum tilvikum að rekja neyðarköll til ákveðinna húsa. Það gerir það aftur mögulegt að vara nágranna þess, sem neyðarkallið sendir, við í tilvikum þar sem viðkomandi einstaklingi er það ekki mögulegt, til dæmis vegna sjúk- dómsáfalls eða slyss og einnig getur það flýtt fyrir komu öryggisliðs á staðinn. Því miður hefur ekki tekist að afla korta af byggð allra þéttbýliskjarna og kemur það niður á þjónustu Neyðarlínunnar og öryggi íbúa. Eru það því tilmæli að sveitarstjórnir þeirra þéttbýliskjarna, sem ekki hafa sent slík kort, geri það hið fyrsta. Séu einhver sérstök vandamál því samfara er Neyðarlín- an tilbúin til þess að reyna að greiða úr þeim í samvinnu við heimamenn. Nánari upplýsingar gefur forstjóri Neyðarlínunnar, Þórhallur Ólafsson, í síma 570 2000. <%> 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.