Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Betri grunnskóli I Þegar þjónustuverkefni eins og grunn- skólinn hafa verið færð yfir til sveitarfé- laga hafa röksemdirnar yfirleitt verið þær að sveitarfélög séu betur í stakk búin til að veita íbúum sínum slíka al- menna nærþjónustu vegna þekkingar sinnar á staðbundnum aðstæðum og viðhorfum. Þau séu, vegna návígis við íbúa, í betri stöðu en ríkið til að laga þjónustu að þörfum og óskum íbúanna og hafi, vegna þekkingar sinnar á að- stæðum, forsendur til að veita þjónust- una á hagkvæmari hátt. Til að geta nýtt sér þessar forsendur þurfa sveitarfélögin rúmt athafnafrelsi þannig að unnt sé að mæta staðbundnum aðstæðum og við- horfum. Það á við alla málaflokka og ekki síst um rekstur og starfrækslu grunnskólans. Frá því að grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaga hafa ekki verið gerðar neinar grundvallarbreytingar á þeim lagaramma sem að honum snýr. Raunar má færa að því rök, að við flutning grunnskólans hafi verið haft að leiðar- Ijósi að gera ekki aðrar breytingar á þeim lögum sem móta starfsemi hans en þær sem óhjákvæmilegar voru vegna flutningsins sjálfs. Það helgaðist fyrst og fremst af því að óneitanlega gætti nokk- urrar tortryggni og vantrúar af hálfu full- trúa ríkisins og stéttarfélaga á því að öll sveitarfélög gætu valdið þessu mikla verkefni. Flutningur málaflokksins hafði þó í för með sér ýmsar breytingar á starfsemi grunnskólans, einkum vegna þess að stjórnskipulag sveitarfélaga er með öðr- um hætti en ríkisins. Hjá sveitarfélögum er fulltrúalýðræði og kjörnir fulltrúar íbúa koma með beinum hætti að stjórn sveitarfélagsins, þar á meðal starfsemi og rekstri grunnskólans. Það hefur með- al annars haft áhrif á stöðu skólastjóra og annarra ráðinna stjórnenda grunn- skóla. Grunnskólinn tekur til sín mikla fjár- muni og Ijóst er að mörg sveitarfélög hafa lagt fram fjármagn til þróunar og nýbreytni í málefnum grunnskólans og rekstri hans langt umfram lagalegar skyldur. Rúmlega 50% af tekjum sveit- arfélaganna fara til reksturs grunnskól- ans og langstærsti kostnaðarliðurinn er launakostnaður. Svigrúmi sveitarfélaga til launahækkana í þessum málaflokki eru takmörk sett, eins og í öðrum starfs- greinum. Kjarasamningarnir hafa ekki aðeins áhrif á útgjöld sveitarfélaga held- ur móta þeir einnig að nokkru leyti starfsemi grunnskólanna. Síðustu kjara- samningar við Kennarasamband Islands fólu í sér grundvallarbreytingar á kjara- umhverfi kennara og höfðu líka íför með sér breytingar á hlutverki skóla- stjóra. Þjóðfélagið gerir ríkar kröfur til þess að sveitarfélögin starfræki metnaðarfull- an grunnskóla og að þeir fjármunir sem til hans eru veittir séu vel og skynsam- lega nýttir. Sveitarfélögin eru vel með- vituð um þá tvíþættu ábyrgð sína. Þegar sveitarfélögin yfirtóku allan reksturs- kostnað grunnskólans frá ríkinu var löngu Ijóst að tímabært var að taka til hendinni í þeim málaflokki og það hafa sveitarfélögin gert. Enduruppbygging og umbreyting grunnskólans í víðum skiln- ingi var óhjákvæmileg, bæði vegna krafna tímans og viðhorfs foreldra. Fáum blandast lengur hugur um að færsla þessa nærþjónustuverkefnis yfir til sveitarfélaganna hafi verið rétt og skynsamleg og að eftir þá verkefna tilfærslu sé nú starfræktur metnaðarfyllri og betri grunnskóli. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Auglýsingar: Samband íslenskra sveitarfélaga P.). Markaðs- og auglýsingaþjónusta Háaleitisbraut 11-13-108 Reykjavík • Sími: 515 4900 Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is samband@samband.is • www.samband.is Umbrot og prentun: Ritstjórar: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Bragi V. Bergmann ¦ bragi@fremri.is Dreifing: Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: íslandspóstur Forsíðan: Forsíoumyndin er frá afmælishátið Grindavíkurbæjar. Fremst á mynd-inni má sjá Guðberg Bergsson, rithöfund og heibursborgara, Sigrúnu Guð-mundsdóttir fyrrverandi kennara og frænku Guðbergs, Asu Ólafsdóttir, eigin-konu Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra og Ólaf Örn Ólafsson. Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is að undanskildum júlí- og ágústmánuði. ¦ Áskriftarsíminn er 461 3666 6 I TÖLVUMIÐLUN SJrS wwwtmjs

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.