Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 8
Fréttir SAMskjárinn tekinn í notkun í Reykjanesbæ Reykjanesbær tók nýlega í notkun svokallaðan SAMskjá eftir liðlega tveggja ára samvinnu við hug- búnaðarhúsið cTarget á fslandi ehf. um þróun hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélög. Afrakstur þróunar- starfsins felur í sér margþættar nýjungar að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Lárus Rúnar Astvaldsson, framkvæmda- stjóri SAM ehf., segir SAMskjáinn sérsnið- inn fyrir sveitarstjórnir. Hann bjóði til dæmis upp á möguleika fyrir sveitarfélög sem eru að huga að sameiningu og spanna mjög víðfeðmt svæði. Hann geti verið verkfæri til þess að létta mönnum að stíga hin stóru og erfiðu skref í átt til sam- einingar. „Ýmsir eiginleikar sem SAM- skjárinn býður uppá gera það að verkum að samskipti á milli dreifðra deilda sveit- arfélaga verða auðveldari og ódýrari, ekki er nauðsynlegt að flytja alla starfsemi sveitarfélagsins í einn kjarna, heldur geta ýmsar deildir verið áfram starfandi á jað- arsvæðum. Síðan væri hægt að setja upp snertiskjái á opinberum stöðum, svo sem í verslunum, bönkum eða pósthúsum, fyrir almenning, til að komast í samband við starfsmenn bæjarins - án þess að þurfa að aka langar leiðir," segir Lárus Rúnar. Auðveldar samstarf sveitarfélaga Helstu nýjungarnar felast í því að sveitar- stjórnarmenn geta nú unnið samhliða í þessu upplýsingakerfi á vefnum þótt þeir séu ekki á sama stað, séð hverjir aðra og talað saman. Allt það sem annar gerir sér hinn á skjánum hjá sér. Til viðbótar felur hugbúnaðurinn í sér nýjung sem ekki er fyrir hendi ívenjulegu vefumhverfi. Hún felst í því að farið er beina leið (lárétt) á milli sveitarfélaga innan sama málaflokks Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur SAMskjáinn í notkun með dyggri aðstoð Lárusar Rúnars Ástvaldssonar, framkvæmdastjóra SAM ehf. Mynd: Gunnar Salvarsson. SAMskjárinn - lausnin eins og hún lítur út ídag hjá Reykjanesbæ. á vefnum með möguleikum á beinu mynd- og hljóðsambandi við aðra notend- ur SAMskjásins gegnum fjarfundabúnað um Netið. I frétt fyrirtækisins segir að stjórnendur sveitarfélaga þurfi oft að bera sveitarfélag sitt saman við önnur sveitarfélög til að samhæfa ákvarðanatöku. „Þessi saman- burður hefur síðustu árin að mestu farið fram í gegnum Netið og getur verið tíma- frekur því heimasíður sveitarfélaga eru oft flóknar og ólíkar að uppbyggingu. SAMskjárinn einfaldar þessa vinnu verulega og sveitarstjórnarmaður sem vill bera saman ákveðna þætti í sveit- arfélaginu við önnur sambærileg sveit- arfélög þarf því ekki að eyða löngum tíma í að vafra um Netið heldur flettir innan sama málaflokks á augabragði frá einu sveitarféiagi til annars með SAMskjánum. Samvinna stjórnenda í sveitarfélög- um er mikilvæg en í mörgum tilfellum kostar hún ferðir milli staða, milli skrif- stofa ólíkra sviða sem oft eru staðsettar á víð og dreif um bæjarfélagið. SAMskjárinn hefur innbyggt video-/hljóðsamband um Netið sem notendur lausnarinnar geta hagnýtt til að hafa samband sín á milli," segir meðal annars ífréttinni. „Ákaflega spennandi" Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir þessa íslensku hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur íopinberum rekstri ákaflega spennandi. „Allar góðar hugmyndir sem hafa það markmið að auka skilvirkni við stjórnun sveitarfélaga eru vel þegnar," seg- ir hann. „Upplýsingatæknin hefur alla burði til þess að auka hagræði og spara tíma í opinberri stjórnsýslu og mér sýnist SAMskjárinn vera kærkominn búnaður með þessa kosti. Af þeim ástæðum höfum við í Reykjanesbæ stutt þessa þróunar- vinnu og fögnum því tækifæri að vera fyrsta sveitarfélagið sem fær þetta öfluga verkfæri í hendur," segir hann. H-Launl

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.