Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 10
Grunnskólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Skoða þarf tengsl grunn- og framnaldsskólans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar endurskoðun grunnskólalaganna og segir sveitarfélögin fyllilega hafa staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru með flutningi grunn- skólans. „Ég hef nýlega sett af stað vinnu við að skoða grunnskólalögin, meðal annars í Ijósi framkvæmdarinnar frá flutningi grunnskólans, aðalnámsskrár grunnskóla og ýmissa úrskurða ráðuneytisins og einnig með það að leiðarljósi að skoða stöðu svokallaðra sjálfstæðra skóla eða einkaskóla og með hvaða hætti sé best að sem besta menntun í samræmi við getu og áhuga. Skoða þarf sérstaklega nám á ung- lingastigi grunnskóla í tengslum við hug- myndir um styttingu náms til stúdents- prófs," sagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra meðal annars við setningu Grunnskólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. valdsins nær vettvangi. Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna gætu íbúar haft meiri og beinni áhrif á inntak og skipulag þjónustunnar en ef hún væri í höndum ríkisins. I umræddri skýrslu var gert ráð fyrir því að eftir að sveitarfélögin tækju við rekstri grunnskólans skyldi meg- inhlutverk menntamálaráðuneytisins vera undirbúningur stefnumótunar, lagasetning, setning reglugerða, útgáfa aðalnámskrár og viðmiðunarstundaskrár, eftirlit með skólastarfi og öflun og úrvinnsla upplýs- inga um starf í grunnskólum. Þátttakendur á grunnskólaþinginu. Menntamálaráðherra sagði í ávarpi sínu að þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólanum hafi verið uppi ýmsar hrakspár um að þau væru ekki nægilega vel í stakk búin til þess að taka við þessu verkefni en reynslan hafi sýnt að þau hafi lagt metnað sinn í að reka grunnskólann með tryggja möguleika á aukinni fjölbreytni í rekstrarformi grunnskóla og auknum möguleikum á valfreisi foreldra um skóla fyrir börnin sín. í vinnuhópnum eru nokkrir embættismenn menntamálaráðu- neytisins og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig er að störfum nefnd sem hefurtil skoðunar samrekstur grunn-, leik- og tónlistarskóla í fá- mennum sveitarfélögum undir einni yfirstjórn og tel ég mikil- vægt að rýmka möguleika sveitarfélaga í þeim efnum. Loks er nauðsynlegt að skoða sérstaklega nám á unglingastigi grunnskóla og tengsl grunnskóla og framhaldsskóla með það að markmiði að hver nemandi geti fengið Áhersla á aukna valddreifingu í upphafi máls síns rakti menntamálaráð- herra aðdraganda þess að rekstur grunn- skólans var færður frá ríkinu til sveitarfé- laganna og vitnaði til 10 ára gamallar skýrslu nefndar um mótun menntastefnu, „Skoða þarf sérstaklega nám á unglingastigi grunnskóla í tengslum við hugmyndir um stytt- ingu náms til stúdentsprófs." sem var undanfari flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna. í skýrslunni var meðal annars lögð áhersla á aukna valddreifingu í skóiakerfinu og færslu framkvæmda- Hrakspár urðu að engu í máli menntamálaráðherra kom fram að þrátt fyrir ýmsar hrakspár um að sveitarfé- lögin væru ekki nægilega vel í stakk búin til þess að taka við þessu verkefni þá hafi reynslan sýnt að þau hafi lagt metnað sinn í að reka grunnskólann með sóma. Skóla- dagurinn hafi lengst í samræmi við ákvæði grunnskólalaga og sveitarfélögin hafi náð að Ijúka því risavaxna verkefni að einsetja alla grunnskóla. Auk þess hafi skólaárið lengst, meðal annars vegna við- bótardaga sem samist hafi um í síðustu kjarasamningum. Þorgerður Katrín sagði einnig að þátttaka foreldra í skólastarfi hafi aukist, meðal annars með starfi í for- eldraráðum og skólanefndum sveitarfélaga og einnig með gróskumiklu starfi í for- eldrafélögum einstakra skóla og í sam- vinnu heimila og skóla almennt séð. „For- eldrar hafa víða sýnt sveitarstjórnum, skólanefndum og skólum að- hald og náð ýmsum umbótum -------- með samstarfi sem áður var erfiðara fyrir foreldra að sækja til fjarlægs ríkisvalds. Síðast en -------- ekki sfst hafa sveitarfélög fylli- lega staðið undir þeim vænt- ingum sem gerðar voru til þeirra," sagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra. 10 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.