Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 11
Þörf á einfaldari kjarasamningum Sveitarfélögin hafa lítið svigrúm til þess að stjórna málefnum grunnskólans og nauðsynlegt er að auka það. I Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, sem meðal annars annast rekstur Skólaskrif- stofu Suðurlands, telur að til þess að auka svigrúm sveitarfélaganna í málefnum grunnskólans þurfi bæði að koma til lagabreytingar og einnig einfaldari kjarasamningar. Hann segir að ríkið þurfi að draga úr beinum afskiptum af framkvæmd skólastarfs og end- urskoða þurfi samskipti ríkis og sveitarfélaga með það að leiðar- Ijósi að auka og tryggja sjálfsfor- ræði sveitarfélaganna. Spurning um nægilegt svigrúm Þorvarður sagði meðal annars í erindi sínu á grunnskólaþinginu að ýmsir hafi vantreyst sveitarfé- lögunum við yfirfærslu grunn- skólans 1996. Sumir stjórnendur grunnskólans hafi einnig átt í erfiðleikum með að laga sig að breyttu umhverfi og ekki upplif- að sig sem embættismenn sveitarfélag- anna. Sveitarstjórnir hafi heldur ekki tekið stjórnunarhlutverk sitt nægilega alvarlega og enn eimi eftir af þessum viðhorfum. Þorvarður sagði stefnu stjórnvalda hér á landi miðast við að auka hlut sveitarfélag- anna og þar með áhrif íbúa á eigið um- hverfi. Yfirfærsla grunnskólans hafi verið eitt stærsta verkefnið á því sviði. Spurning væri hins vegar um hvort sveitarfélögun- um hafi verið veitt nægilegt svigrúm til þess að aðlaga starfsemi grunnskólans að- stæðum í sveitarfélögunum sjálfum og hvort forræði þeirra yfir grunnskólanum væri í samræmi við ákvæði Evr- ópusáttmálans um valdsvið og verkefni sveitarfélaga. markað þar sem grunnskólalögin og ýmsar reglugerðir standi í veginum. Hann nefndi lög um réttindi og skyldur stjórnenda grunnskólans, kennara, lögverndunarlög, kjarasamninga, úrskurði menntamálaráðu- langt. Ekki sé hægt að ráða háskólamennt- aða einstaklinga án leyfisbréfs til starfa sæki einstaklingar með leyfisbréf um kennarastöður, þótt handhafar leyfisbréfa hafi mun minni menntun. Hann sagði að um 20% undanþágubeiðna væru vegna háskólamenntaðs fólks, jafnvel með fleiri en eina há- skólagráðu en hafi ekki hafi lokið menntun í uppeldis- og kennslu- fræðum á íslandi til þess að upp- fylla kröfur til að fá útgefið leyfis- bréf. Hann sagði að um 600 til 800 undanþágubeiðnir vegna kennslustarfa berist árlega en þrátt fyrir það eigi sveitarstjórnar- stigið engan af þremur fulltrúum í undanþágunefnd. Því sé Ijóst að skólastjórum og sveitarfélögum sé ekki treyst til þess að fara að lögum. Markmiðið er að grunnskólaþingið verði reglulegur samráðs- og lærdóms- vettvangur sveitarstjórnarmanna um það sem efst er á baugi hverju sinni í málefnum grunnskólans. neytisins, námskrárgerð á vegum ríkisins og að síðustu samræmd próf sem dæmi um forræði ríkisins yfir starfsemi sem rek- in væri af sveitarfélögunum. „I 1. máls- grein 9. greinar grunnskólalaganna stend- ur að menntamálaráðherra fari með yfir- stjórn þeirra málefna sem þessi lög taka til og hafi eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli skyldur sem lögin, reglugerðir við þau og aðalnámsskrá grunnskóla kveði á um. Frekari vitna þarf vart við um yfirráð Ekki er hægt að ráða háskólamenntaða einstak- linga án leyfisbréfs til starfa sæki einstaklingar með leyfisbréf um kennarastöður, þótt þeir hafi mun minni menntun. Grunnskólalög og reglugeröir í veginum Þorvarður sagði að þrátt fyrir að grunn- skólinn hafi verið færður yfir til sveitarfé- laganna sé forræði þeirra verulega tak- ríkisins yfir grunnskólanum," sagði Þor- varður. Ekki treyst til að fara að lögum Þorvarður ræddi einnig um lögverndun kennarastarfsins sem hann sagði ganga of I algerri mótsögn Kjarasamningar kennara eru of flóknir að mati Þorvarðar og allt of stór hluti starfstíma kennara er skilgreindur í kjarasamningi. Skólastjórar hafi því lítið svigrúm til verkstjórnar. Þessu sagði hann þurfa að breyta og færa til samræmis við samninga annarra háskóla- menntaðra starfsstétta. Námskrárgerð sé einnig í höndum menntamálaráðuneytis- ins og aðkoma sveitarfélaganna að henni mjög lítil. Engu að síður hafi námskrár veruleg áhrif á kostnað sveitarfélaganna án þess að þau hafi nokkuð um það að segja. Af þeim sökum sé kostn- aðarmat nauðsynlegt og út- gjaldaþörf verði að viðurkenna með tekjumöguleikum. Að öðrum kosti eigi sveitarfélögin að geta stöðvað gildistöku þeirra þátta námskrár sem kalla á óumsamin útgjöld. Að lokum sagði Þorvarður að þró- un samræmdra prófa að undanförnu væri í algerri mótsögn við þá meginstefnu um valddreifingu er legið hafi til grundvallar því að grunnskólinn var færður til sveitar- félaganna. SFS 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.