Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Síða 12
Grunnskólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Verðum að taka meira frumkvæði Sveitarféiögin verða að taka meira frumkvæði og efla þjónustu grunnskólans en það kostar fjármuni sem mörg þeirra hafa ekki handbæra. „Grunnskólinn er kominn og við verðum að taka meira frumkvæði," sagði Asdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ og fyrrum aðstoðarmaður menntamálaráð- herra á Grunnskólaþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga en hún ræddi ásamt Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra í Grund- arfjarðarbæ, og Smára Geirssyni, kennara og formanni bæjarráðs í Fjarðabyggð, um stefnu sveitarfélaganna í grunnskólamál- um. Sveitarfélögin á tímamótum Ásdís Halla sagði árin frá 1995 til 2004 hafa verið áratug aðlögunar. Umfang grunnskólans hafi aukist verulega. Fjölgun kennslustunda og lengra skólaár þýði um 40% aukningu á starfi grunnskólans á þessum tíma. Hún sagði sveitarfélögin á tímamótum í málefnum grunnskólans. Þau standi nú frammi fyrir ákveðnum spurn- ingum á borð við hvernig bæta megi menntun barnanna, hvernig nýta megi betur það fjármagn sem notað er til grunnskólastarfsins og hvernig auka megi ánægju íbúanna. Björg Ágústsdóttir sagði marga finna fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna; sveitarstjórnarmenn, kennara og skólafólk, íbúa og skattgreið- endur. Stjórnun og þjónusta hafi færst nær fólki, orðið sveigjanlegri og vonandi markvissari. Hvað kostnað við aukna þjónustu varðar kvað hún spakmælið „veldur hver á heldur" eiga nokkuð vel við en eðlilega kosti aukin þjónusta meiri fjármuni. Smári Geirsson sagði lög og reglugerðir ekki hindra sveitarfélögin í að hafa veruleg áhrif á skipulag skólastarfsins og stefnumótun væri mikilvæg vegna þess hversu grunnskólinn væri stór þáttur í rekstri sveitarfélaganna Því væri nauðsynlegt að fjalla um skólamálin á heildstæðan hátt og skyggnast til framtíðar. Séð yfir fundarsalinn á grunnskólaþinginu. greind sem skólakerfið yrði að rækta. Hver einstaklingur yrði að fá námstilboð við hæfi til þess að draga úr námsleiða og brottfalli úr skóla. Hún sagði sveigjanleika leiða til betri nýtingar fjármagns og einnig tíma einstaklinga, fjölskyIdna og sveitarfé- laga. Auka þurfi sveigjanleika við upphaf og lok skólagöngu þannig að fimm ára börn hafi val um leikskóla eða grunnskóla og einnig val um hvort börn Ijúki grunn- skóla úr 9. eða 10. bekk. Einnig þurfi að auka sveigjanleika til einstaklingsbundins náms er taki mið af mismunandi þörfum. Mega ekki verða „ríki í ríkinu" Björg sagði kröfur til skólanna hafa aukist meðal annars vegna breytinga á samfélag- inu og hlutverk sveitarfélaganna sé að Foreldrar veita skólunum mikilvægt aöhald um leið og þeir geta verið dýrmætur stuðningur við skólastarfið. daga uppi og verða eins konar „ríki í rík- inu". Björg sagði nauðsynlegt að hver nemandi stundaði nám á eigin forsendum en í því felist ein mesta áskorun til grunn- skólans í dag. Sveitarfélögin verði að stefna að hámarksárangri nemenda grunn- skólans þar sem einkunnir, þroski og vellíðan séu í fyrirrúmi. Hún sagði lykilinn að bættum árangri felast í samstarfi heim- ila og skóla með áherslu á nám, uppeldi og ábyrgð foreldra. Ásdís Halla sagði allar rannsóknir sýna mikilvægi foreldra í upp- eldi og námi barna, hvort sem um for- varnir, námsárangur eða annað sé að ræða. „Foreldrar veita skólunum mikil- vægt aðhald um leið og þeir geta verið dýrmætur stuðningur við skólastarfið. Mikilvægt er að skólarnir greini þjónustu- hlutverk sitt og komi til móts við þarfir fjölskyldnanna," sagði Ásdís Halla. Virk fjölskyldustefna og rafrænt samfélag Sveigjanleiki nauðsynlegur Ásdís Halla kvaðst leggja áherslu á sveigj- anleika í skólastarfi. Hún sagði hvern nemanda einstakan, með hæfileika og koma til móts við þær þarfir rétt eins og að veita íbúunum aðra þjónustu. Þarna sé ekki um gamla klisju að ræða og hvorki skóla né aðrar þjónustustofnanir megi Björg Ágústsdóttir tók í sama streng og Ásdís Halla hvað fjölskylduna varðar. Hún sagði úrræði til staðar innan grunnskólalaganna til þess að færa um- ræðu um skólann nær foreldrunum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.