Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 13
Nauðsynlegt sé að styðja og efla foreldra, meðal annars með virkri fjölskyldustefnu og rafrænu samfélagi fyrir alla en einnig að skapa samfellu á milli skólastiga. Yfir- færsla gru'nnskólans til sveitarfélaganna hafi greitt leiðina til þess að mæta þeim kröfum. Björg sagði nauðsynlegt fyrir sveitarstjórnarfólk að taka þátt í umræðum um málefni grunnskólans, innra starf hans og stefnumótun. Slík umræða sé ekkert einkamál skólafólks. Ásdís Halla sagði lög og reglugerðir ekki koma í veg fyrir þróun fjölskyldustefnu innan grunnskólans. Meira svigrúm sé fyrir hendi en menn geri sér grein fyrir en fjöreggið þurfi að klekjast út. „Fyrsti áratugurinn var tími aðlögunar en á næsta áratug, 2005 til 2015, mun sókn sveitarfélaganna eftir betri menntun einstaklinganna og betri nýtingu fjármagns aukast og skapa aukna ánægju nemenda og foreldra þeirra. Við eigum að taka frumkvæði og sækja fram með sveigjan- leika, tillit til fjölskyldunnar og valfrelsi að leiðarljósi," sagði Asdís Halla. Mikil fjölgun greininga Smári sagði kostnað sveitarfélaganna við rekstur grunnskólans hafa aukist mikið hjá öllum sveitarfélögum á síðustu árum. Meginástæður þess væru miklar launa- hækkanir í síðustu kjarasamningum en einnig fjölgun starfsfólks. Smári sagði að fjölgun starfsfólks mætti að hluta rekja til fjölgunar greininga og aukinnar þjónustu við börn með sérþarfir auk fjölgunar al- mennra kennslustunda. Hann sagði vand- ann liggja að hluta í því að þeir sem önn- uðust greiningar hefðu takmarkaða kostn- aðarvitund en þeir sem taki ákvarðanir um fjármál hafi takmarkaða þekkingu á störf- um greinenda og ráðgjafa. Smári benti á að sveitarstjórnarmenn í smærri og meðal- stórum sveitarfélögum ættu oft erfiðara með að segja nei vegna nálægðar þegar greiningar krefðust aukins kostnaðar, til dæmis vegna mannaráðninga. Hvar á þessi þróun að enda? „Rekstrarkostnaður grunnskólanna hefur aukist um á bilinu 25 til 34% á árunum frá 1999 til 2001 en ef tekið er mið af tímabilinu frá 1999 til 2003 hefur þessi sami kostnaður hækkað um á bilinu 70 upp í 107%. Tölurnar lækka í 50-70% ef millifærð húsaleiga og gjaldfærðar fjárfest- ingar eru ekki taldar með," sagði Smári og spurði hvar þessi þróun ætti að enda. Hann sagði sveitarstjórnarmenn vilja að skólarnir veiti góða þjónustu en þó sé ætíð spurning um hversu langt sé hægt að ganga. I Samstarf þarf að byggjast á trausti „Samstarf kjörinna fulltrúa sveitarfélaga og embættismanna þarf að byggjast á trausti," segir Gunnar Gíslason deildarstjóri. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeild- ar Akureyrarkaupstaðar, fjallaði um sam- starf kjörinna fulltrúa og embættismanna í erindi sínu á Grunnskólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann sagði sam- starf þessara aðila snúast um flókna mála- flokka og að grunnskólinn sé einna viða- mestur þeirra. Þar þurfi að taka tillit til þátta á borð við lög, reglugerðir, úrskurði og kjarasamninga auk þess sem þjónustan verði sífellt að vera til umfjöllunar. Hvaða þjónusta sé veitt, í hversu miklum mæli og hver gæði hennar eigi að vera. Miklar kröfur til grunnskólans Gunnar sagði miklar kröfur gerðar til grunnskólans, þeirra sem þar starfa og einnig þeirra sem þurfa að fjalla um mál- efni hans vegna setu í sveitarstjórnum og skólanefndum sveitarfélaga. Þessar kröfur komi frá skólastjórnendum og kennurum en einnig frá foreldrum. Hann sagði kjörna fulltrúa oft hafa skamma viðdvöl í sveitarstjórnum og nefndum og á þeim tíma þurfi þeir að setja sig inn í margvís- leg mál og málaflokka og skapa sér mikla yfirsýn. Þeir hafi því oft ekki mikinn tíma Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akur- eyrarkaupstaöar. til þess að setja sig inn í málin enda sinni þeir gjarnan öðrum störfum og þátttakan í sveitarstjórnarmálum sé aukastarf. Þeir þurfi að geta treyst á upplýsingagjöf og aðra ráðgjöf til þess að byggja ákvarðanir á og það krefjist ákveðins trausts í sam- skiptum kjörinna fulltrúa og embættis- manna. Sjálfvirk aukning þjónustu og kostnaðar Gunnar nefndi sérkennslu sem dæmi um þjónustu innan grunnskólans þar sem mikil aukning hafi orðið á undanförnum árum og sýndi dæmi um það ítölulegum upplýsingum frá Akureyrarkaupstað. Hann sagði að á sex ára tímabili hafi grunn- skólanemendum á Akureyri fjölgað um 6,8% en á sama tíma hafi sérkennsla auk- ist um 38%. Gunnar sagði þjónustu og kostnað víða hafa aukist og sveitarstjórn- armenn oft eiga erfitt með að standa gegn því sem að hann nefndi „sjálfvirka kostn- aðaraukningu". Hann sagði nálægðina skapa ákveðinn þrýsting á sveitarstjórnarmenn en ekki væri um neitt eftirlit í þessum efnum að ræða af hálfu þriðja aðila. I nútíma samfé- lagi væri nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar hefðu skýrar vinnureglur til þess að fara eftir og að þeir vinni samkvæmt ramma- fjárveitingum. Einnig sé nauðsynlegt að auka valddreifingu, sjálfstæði og ábyrgð auk þess að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á ráðgjöf og mati frá öðrum. m | TÖLVUMIÐLUN S F S wwwtmis 13

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.