Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 14
Grunnskólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Grunnskólinn hefur minna svigrúm Grunnskólinn hefur minna svigrúm til ákvarðanatöku en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta kom meðal annars fram í erindi Arthúrs Morthens, forstöðumanns þróunar- sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, á Grunnskólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Arthúr sagði í spjalli við Sveit- arstjórnarmál að þinginu loknu að mikil- vægt væri að endurmeta stöðu sveitarfélag- anna gagnvart rekstri og starfsemi grunn- skólans við þá endurskoðun grunnskólalag- anna sem menntamálaráðherra hefur boð- að. Hann benti á að undanfarin átta ár hafi verið góður reynslutími sem sanni að sveit- arfélögin séu fullfær um að stýra málefnum grunnskólans. Nú gefist tækifæri til þess að vinna úr og skoða hvað hafi áunnist og hverju megi breyta. Aukið sjálfstæði sveitar- félaganna gagnvart ríkinu sé ekki undanskii- ið og nauðsynlegt að hafa hliðsjón af því sem átt hefur sér stað á hinum Norðurlönd- unum. Erum á eftir Arthúr Morthens á skrifstofu sinni í Fræöslumiö- stöð Reykjavíkurborgar. „í sem skemmstu máli má segja að við séum nokkuð á eftir öðrum norrænum þjóðum í málefnum grunnskólans að því leyti að ríkisvaldið hefur meiri ítök í skóla- starfinu hér á landi. Norðurlöndin eru nokkuð samstiga hvað varðar stefnumörkun og markmið. Stjórnvöld setja lög og aðal- námskrá með markmiðum. Hugmyndafræðin er byggð á virðingu fyrir einstaklingnum, jafnrétti og mikilli aðstoð við fatlaða nem- endur eins og við sjáum hér á landi, meðal annars í áherslu á að öll börn eigi að njóta sömu möguleika. Að því leyti er norræna grunnskólamódelið það sama, byggir á sömu grunnhugsuninni. Hins vegar er útfærsla þessara hugmynda og sjálfstæði skólans með svolítið öðrum hætti hér á landi. Stýring ríkisins nær miklu lengra inn í skólastarfið með fjölda samræmdra prófa í fjórða, sjöunda og tíunda bekk, ítarlegri aðalnámskrá sem er hátt í þús- und síður með vel útfærðum markmiðum og viðmiðunarstunda- skrá sem túlkuð er þröngt. Áhrif sveitarfélaganna verða því að sama skapi minni. Skólum og sveitarfélögum eru settar of þröng- ar skorður, sem takmarka svigrúm þeirra til að móta eigin skóla- stefnu út frá lögum. Sveitarfélög annars staðar á Norðurlöndunum hafa mun meira svigrúm til útfærslu hugmynda og markmiða og mér sýnist þessi þróun eiga nokkuð f land hér ef ég tek mið af einföldum samanburði á skólastarfi á milli landa." Minni áhrif foreldra Annað atriði sem Arthúr bendir á er mun minni áhrif foreldra og nemenda sjálfra á skólastarfið hér á landi. Hann segir að sveitar- félögunum annars staðar á Norðurlöndunum sé ætlað að finna leiðir til að ná þeim markmiðum sem ríkið setur og þeim sé einnig ætlað að bera ábyrgð á skólastarfinu gagnvart foreldrum. í Danmörku og Noregi eigi foreldrar fullan seturétt f skólanefndum sveitarfélaganna og málum sé komið fyrir með sambærilegum hætti í Svíþjóð og í Finnlandi. „Að þessu leyti erum við einnig eftirbátar frænda okk- ar, hverju sem það sætir. Ef til vill má að einhverju leyti rekja þetta til þess að sveit- arfélögin tóku seinna við grunnskólanum hér á landi og samskiptin hafi verið að þró- ast en hér er einnig við ákveðna tregðu að sakast. Foreldraáhrifin eru því mun minni hér en annars staðar á Norðurlöndunum og sömu sögu má segja um nemendaáhrif þar sem nemendur eiga ekki áheyrnarfulltrúa í skólanefndum og stofnun nemendaráða er einungis heimildarákvæði." Nemendur hafa almennt meiri ábyrgð og áhrif annars staðar á Norðurlöndunum. Oljós staða skólastjóra Arthúr segir að grunnskólalögin séu of óljós hvað stöðu skólastjórnenda varðar. Hvergi sé tekið sérstaklega fram að þeir séu emb- ættismenn sveitarfélaganna. Ýmsir skólastjórar hafi því viljað líta á sig sem sjálfstæða stjórnendur og telji sig þannig óháða vilja sveitarfélaganna hvað innra starf skólans varðar. Á þessari óljósu stöðu skólastjórans verði að skerpa og taka af öll tvímæli um að skólastjórar séu starfsmenn sveitarfélaganna og starfi í umboði þeirra líkt og við sjáum annars staðar á Norðurlöndunum. Samræmd próf í 4. bekk stinga í stúf Sveitarfélögunum annars staðar á Norðurlöndunum er ætlað að finna leiðir og útfæra skólastarfið til að ná þeim markmiðum sem ríkið setur fram að sögn Arthúrs. „Þau bera ábyrgð á skólastarfinu gagnvart foreldrum og þeim er ætlað að stýra innri gæðum skóla- starfsins með markvissri áætlunargerð, sterkri stoðþjónustu og sterkri innri stjórnun undir forystu skólastjóra sem hefur fengið aukið vald til stjórnunar af hálfu sveitarfélaganna." Hann segir að f öllum löndunum sé krafan um eftirlit gegnum námskrá, könnun á skólanámskrám og sjálfsmati skóla aukin. Menntamálaráðu- neytin annars staðar á Norðurlöndunum geti vissulega kallað inn gögn og upplýsingar er varða skólahald frá sveitarfélögum og skólum og sé slík upplýsingaöflun tryggð í lögum. Bein stýring sé hins vegar mun minni. Eftirlit með skólastarfi gegnum samræmd próf sé, eins og áður hefur komið fram, mun meiri á íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og samræmd próf í 4. bekk stingi sérstaklega stúf við grunnskólalög þar. Arthúr segir að sam- ræmdu prófin séu nátengd markmiðssetningu aðalnámskrár grunnskólans. Með þessu stýri menntamálaráðuneyti skólastarf- inu að mun meira leyti hér en annars staðar á Norðurlöndunum. 14 tölvumiðlun H-Laun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.