Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Qupperneq 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Qupperneq 15
Frá mínum sjónarhóli Komdu að dansa! Ingunn Guðmundsdóttir, hinn ötuli sveitar- stjóri Skeiðamanna og Gnúpverja, býður mér í dans í síðasta heftí Sveitarstjórnar- mála. Með stakri ánægju þigg ég það höfð- inglega boð og leyfi mér að fara hér í léttan vals (jafnvel tangó) um eflingu sveitarstjórn- arstigsins. Áður en við göngum út á gólfið vil ég þó leiðrétta eitt atriði í boðskorti Ing- unnar þar sem hún fullyrðir að í átaki ríkis- stjórnar til að efla sveitarstjórnarstigið sé ekki gert ráð fyrir að peningar fylgi verkefn- um. Þarna gætir alvarlegs misskilnings enda hygg ég að sveiflan í dansinum yrði nokkuð skrykkjótt ef ég byði Ingunni fyrst í mat en léti hana svo borga reikninginn eftir á. Átakið um eflingu sveitarstjórnarstigsins byggir á því að verkefnum fylgi fjármunir. Verði verkefni færð til sveitarfélaga eigi að fylgja þeim tekjur. Þetta er grundvallarat- riði. Ingunn þarf ekki að borga. Dansinn getur dunað. Ríkið með flest verkefni Hvers vegna ræða menn um að efla sveitarstjórnarstigið? Sú ein- faida staðreynd liggur fyrir að verkefni í opinberri stjórnsýslu hér á landi skiptast þannig að 70% eru í höndum ríkisins en 30% í höndum sveitarfélaganna. Afleiðing þess er sú að við erum mið- stýrðari í verkefnum hér heldur en nágrannaríki okkar þar sem þetta hlutfall er öfugt. Vegna þessa hefur sú þróun orðið að mið- stýrðar stofnanir hafa hrúgast upp, einkum á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrir vikið liggur ákvarðanatakan um þjónustuna fjarri not- endunum, sveitarstjórnarstigið hefur veikst og um leið lands- byggðin í heild sinni. Ég leyfi mér að fullyrða að núverandi verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sé ein af meginorsökum þess að sveitarfélög á landsbyggðinni hafa stöðugt orðið veikari. Ein skýring á því er auðvitað sú að sveitarfélög hafa lengst af verið svo lítil hérlendis að þau hafa ekki haft neina burði til að taka að sér nein alvöru verkefni. Fyrir vikið hafa þau misst af tekjumögu- leikum, misst af tækifærum til að skapa störf og umfram allt, þjónustustigið hefur orðið veikt. Þessu þarf að snúa við. Grund- völlur þess er að færa verkefni í auknum mæli frá hinu miðstýrða ríkisvaldi til fólksins, þ.e.a.s. sveitarfélaganna. Með því móti má auka þjónustuna, styrkja byggðir og sveitarfélög. Ekki talið úr einum potti Þetta er sá útgangspunktur sem við leggjum upp með í átakinu til að efla sveitarstjórnarstigið. Þess vegna starfa með verkefnis- stjórninni tvær nefndir. Önnur þeirra fjallar um þá aðferðafræði sem nota þarf, komi til þess að efnt verði til atkvæðagreiðslu um sameiningu. Frá þeirri nefnd hefur þegar komið frumvarp sem fé- lagsmálaráðherra hefur mælt fyrir. Grundvöllur í þeirri aðferða- fræði er sá að meirihluti í hverju sveitarfélagi fyrir sig þarf að samþykkja sameininguna, eigi af henni að verða. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er talið úr einum potti. Vert er að leggja áherslu á það að hugmyndin að sameiningunni byggir á því að stækka minnstu einingar sveitarfélaga það mikið að þær verði þess burðugar að taka við verkefnunum. Sameiningarnefndin mun einnig fjalla um aðra þætti en at- kvæðagreiðsluna sjálfa. Hún mun meðal annars skila tillögum um nauðsynlegar sam- göngubætur, svo sem Ingunn fjallar um í grein sinni í síðustu sveitarstjórnartíðindum. Góðar samgöngur innan sveitarfélags eru vitaskuld ákveðinn lykill að farsælu starfi innan vébanda þess. Þá er í þessu samhengi líka rétt að minna á að í landfræðilega dreifðum sveitarfélögum er mikilvægt að notfæra sér rafræna stjórnsýslu. Með því er átt við að j^jónustunni verði dreift í helstu byggðakjarna en almenningur hafi aðgang að fjölbreytileika þjónustunnar með rafræn- um hætti. Þetta hefur verið framkvæmt með góðum árangri, meðal annars í Danmörku, og mjög spennandi tilraun er að hefjast á Suðurlandi undir nafninu Sunnan 3. Önnur nefnd er starfar með verkefnisstjórn, er tekjustofna- nefnd. Fulltrúar hennar eru bæði frá ríki og sveitarfélögum. Hún glímir fyrst og fremst við það verkefni að finna verðmiða á þau verkefni sem verkefnisstjórnin gerir tillögu um að fari frá ríki til sveitarfélaga. Þar eru þeir fjármunir sem Ingunn minnist á. Þar er brúsinn borgaður. Báðar þessar nefndir eru jafn mikilvægar. Sveitarstjórnarstigið styrkist Verkefnisstjórn mun kynna á fulltrúaráðsfundi sambands sveitar- félaga tillögur sínar að flutningi einstakra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Vorið 2005 er ætlunin að sameiningarkosning fari fram (þar sem hún mun eiga sér stað) þannig að unnt verði að kjósa til nýrra sveitarfélaga í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þá muni einnig liggja fyrir hvaða verkefnum sveitarfélögin taka við og hvernig tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður háttað. Við munum að sjálfsögðu ekki gera tillögur um flutning verkefna án þess að ríkisvaldið færi tekjur yfir til sveitarfélaganna. Takist vel til í þessum breytingum hygg ég að við munum sjá meiri stjórn- sýslubreytingar en við höfum upplifað í langa tíð hérlendis og af- leiðingarnar munu verða að sveitarstjórnarstigið á Islandi mun styrkjast, áhrif heimamanna aukast, landsbyggðin eflast en um- fram allt að þjónusta við íbúa sveitarfélaganna verði betri. Vona ég svo að okkur Ingunni verði ekki fótaskortur á dansgólfinu. Um leið og ég hvet Ingunni til að bjóða nágrönnum sínum í sameiningarvals, beini ég þeirri áskorun til Heiðars Ásgeirssonar, bæjarfulltrúa í Sandgerði, að spá í stöðu sveitarfélaga í því Ijósi er hér hefur verið um vélað. Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins. SF5 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 15

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.