Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 16
Grindavíkurbær Höfum dregið fiskinn undan steini Grindvíkingum hefur fjölgað um nær 2% á ári að undanförnu. Veltufé bæjarfélagsins af rekstri er áætlað um 13% á þessu ári og nú er verið að ráðast í skipulagningu nýrrar íbúðabyggðar í bænum. Um 130 íbúðir hafa verið byggðar í Grindavíkurbæ á undanförnum þremur árum og flestum lausum lóðum verið ráðstafað. Verið er að Ijúka við svonefnt Vallahverfi í norðurjaðri bæjarins og vegna fyrirhugaðra byggingafram- kvæmda mun vinna við nýtt deiliskipu- lag hefjast á næstunni. Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra er þarna verulegt byggingarland í norður frá nú- verandi byggð sem ætlunin er að deiliskipuleggja og nýta til bygginga á komandi árum. En Grindvíkingar byggja víðar en til norðurs og fyrir nokkru var haldið reisugildi í fyrsta íbúðarhúsinu sem rís í svonefndu Lautahverfi, skammt frá eldri hluta bæjarins. Þar er ætlunin að byggja 10 til 15 einbýlishús og fimm raðhús, auk leikskóla, sem leysa á eldri leikskóla Grindavíkurbæjar af hólmi. Auk eldri leikskólans er nýlegur leikskóli starfræktur í Grindavík og er hann svokölluð einkaframkvæmd en bæjarfé- lagið leigir aðstöðu og rekstur. Ólafur Örn segir það fyrirkomulag hafa reynst vel og engin vandamál komið upp eins og stundum hafi gerst þar sem leikskóla- starf er rekið með þessum hætti. Nú er verið að undirbúa framkvæmdir við dýpkun Grindavíkurhafnar, sem áætlað er að muni kosta rúmar 120 milljónir króna, og áformað er að hefja endurbætur á varnargarðinum við loðnuverk- smiðjuna á næsta ári. Veltufé frá rekstri 13 til 14% Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar er veltufé frá rekstri bæjarsjóðs áætlað 13-14% á þessu ári og gert er ráð fyrir að greiða skuldir niður um 50-60 milljónir króna. Ólafur Örn segir að þótt fjármál bæjarfé- lagsins séu í góðu lagi fari ekki hjá því að menn verði varir við aukna erfiðleika við að ná endum saman. Verkefni sveit- arfélaganna aukist án þess að nægjanlegir tekjumöguleikar komi á móti. Hann kveðst taka und- ir með starfsfélögum sínum víða um land að endurskoða verði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Slík endurskoðun sé grund- völlur þess að sveitarfélögin geti annast fleiri verkefni og bætt Ólat'ur Örn Ólafsson bæjarstjóri. „Ég tel nauðsynlegt að Suðurstrandarvegur nái ekki aðeins til Grindavíkur heldur alveg út á Reykjanesið vegna þess að með því myndi opnast ákveðin hringleið frá höfuðborgarsvæðinu um Reykjanes." þjónustu við íbúana. Ólafur Örn segir Ijóst að umhverfismálin muni kosta bæj- arfélagið verulega fjármuni á næstunni ef fylgja eigi reglum Evrópusambandsins um skólphreinsun út í æsar. „Mér finnst fráleitt að neyða sveitarfélögin til þess að fara eftir þessum reglum í hvívetna án þess að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Uthafið er svo stór viðtaki að hér er nánast engin mengun önnur en sú sem kemur annars staðar frá, það er plast og aðrir hlutir sem reka á fjörur hér eins og annars staðar. En við búum við það að hafa þessa kröfu á bakinu og hún mun eiga eftir að kosta mörg sveit- arfélög verulega fjármuni sem þau hafa ekki handbæra. Okkur finnst skorta að gerðar séu ákveðnar mengunarmælingar þannig að við höfum einhverjar þekktar stærðir til þess að ganga út frá." Ólafur Örn segir að næstu skref Grindvíkinga í frárennslismálum verði að koma frárennslinu í eina útrás og koma upp búnaði til grófhreinsunar. Varðandi kostnaðarliði sveitarfélagsins bendir hann einnig á rekstur grunnskól- ans. Hann segir að tekjur og gjöld hafi haldist nokkurn veginn í hendur fram til ársins 2001 en eftir það hafi misræmið farið að aukast. „Um þær mundir hækkuðu laun kennara umtalsvert og kennsla var aukin. Einsetning grunnskólans kostaði mörg sveitarfélög einnig veruleg- ar fjárhæðir vegna húsbygginga. Öll þessi mál áttu rétt á sér en sveitarfélögin hafa aftur á móti ekki getað aukið tekjur sínar til þess að standa undir þessum aukna kostnaði og því orðið að taka hann frá öðrum rekstri og starfsemi. Okkur finnst óeðlilegt að rík- isvaldið skuli standa fyrir setn- ingu laga sem krefjast veru- legra útgjalda af sveitarfélög- unum án þess að þau hafi neitt um það að segja og neitt sé gert til þess að bæta þeim þann aukna kostnað sem af þessum lagasetningum kann að leiða. A því þarf að verða breyting." Sóknarfæri í ferðamálum Grindvíkingar hafa lagt áherslu á ferðamálin að undanförnu. Ólafur Örn segir að talsvert hafi verið unnið við merkingu staða 16 umiblun H-Laun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.