Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Síða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Síða 17
og gönguleiða og einnig við útgáfu kynningarefnis og auglýsinga. Ekki megi gleyma Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrir- tæki á svæðinu, sem er í aðeins um fimm kílómetra fjarlægð frá miðju bæjarins. Hann segir þróun þess stórkostlegt ævintýri sem eigi upptök sín í borun eftir heitu vatni í Svartsengi. „Grindavík- urbær hafði forgöngu um þetta mál fyrir um þremur áratugum og ævintýrið hófst eftir að sveitarfélögin á Reykjanesi fengust, auk ríkisins, til þess að koma að þessu verkefni sem síðan varð til þess að Hitaveita Suðurnesja var stofnuð. Bláa lónið þróað- ist upp úr hitaveitufram- kvæmdunum og fyrsti bað- staðurinn var opnaður 1987. Síðan hefur starfsemin vaxið hröðum skrefum og snýst nú um rekstur baðstaðarins, veit- ingarekstur og starfsemi lækn- ingamiðstöðvar fyrir psoriasis- sjúklinga. Þá má geta þess að nú er hafin framleiðsla á ýms- um heilsuvörum á vegum Bláa lónsins." Ólafur Örn segir að þótt ýmsu hafi verið áorkað bfði önnur sóknarfæri í ferðamál- unum. Sum þeirra felist í byggingu Suðurstrandarvegar. Hann segir að þótt Grindavík- urbær sé í góðu vegasambandi um Reykjanesbraut myndi Suðurstrandarvegur skapa nýja tengingu við Ölfus og aðrar byggðir á Suðurlandi. „Bygging þessa vegar er kappsmál fyrir Grindvíkinga og raunar allar byggðir á Reykjanesi. Við eigum margt sameiginlegt með byggðunum fyrir austan og þá einkum Þorlákshöfn, sem er útvegsbær eins og Grindavík. Með Suður- strandarvegi myndu opnast möguleikar á samstarfi á sviði sjávar- útvegs og einnig ferðaþjónustu. Ég tel nauðsynlegt að Suður- strandarvegur nái ekki aðeins til Grindavíkur heldur alveg út á Reykjanesið vegna þess að með því myndi opnast ákveðin hring- leið frá höfuðborgarsvæðinu um Reykjanes og til baka auk þess að með vegtengingu við Ölfusið, og þar með Suðurland, myndu skapast margvísleg sóknarfæri og möguleikar í ferðaþjónustu." Fiskur undan steini Á áttunda áratug liðinnar aldar var ákveðið að gera kvikmynd um menningarlíf í sjávarbyggð og varð Grindavík fyrir valinu þegar leitað var að stað til efnisfanga. Myndin bar heitið „Fiskur undir steini" og varð umdeild vegna þess að ýmsum fannst að hallað væri á íbúa og mannlíf á staðnum. Þótt ýmislegt hafi þar verið fært í stíl til þess að vekja umræður þá hafa margir orðið sam- mála um að áhrifa þessar myndar gæti ekki aðeins í Grindavíkur- bæ heldur vfða í byggðum landsins. Þótt sterkum dráttum hafi verið brugðið á loft má leiða líkur að því að umfjöllunin hafi hvatt menn og þannig orðið til þess að kveikja líf og efla menn- ingarstarf í byggðum sem gjarnan hefur tengst ferðaþjónustu með einhverju móti. í því efni eru Grindvíkingar engir eftirbátar annarra því fyrir tveimur árum byggðu þeir veglegt menningarset- ur í bænum sem tengist saltfiskvinnslunni, höfuðatvinnuvegi þeirra í gegnum árin. Ólafur Örn segir að Saltfisksetur íslands sé eitt mesta framtak sem farið hefur verið í varðandi ferðamálin f Grindavíkurbæ. Saltfisksetrið er móttöku- og samkomustaður þar sem dregin er upp skýr mynd af þessum höfuðatvinnuvegi og spannar sýningin feril saltfisksins allt frá öngli og möskva til sölu- bása á torgum suðrænna landa. Auk menningarsetursins hafa íbúar Grindavíkurbæjar tekið til hendi og eflt veitingarekstur verulega. Allt að fimm veitingastaðir eru í bænum og þrífast hver við annars hlið að sögn Ólafs Arnar. Veitingastaðirnir eru nokkuð ólíkir og bjóða allt frá sérstaklega framreiddum sjávarréttum til hefðbundins heimilismatar og skyndibita. Allir eiga þeir nokkuð undir því að ferðaþjónustan eflist. Ólafur Örn segir tilvist Bláa lónsins styrkja veitingastarfsemina. Fólk tengi ferðir á baðsvæðið og veitingastaði. Heilsusvæði og menningarsetur setji þannig svip á Grindavfk auk fjölbreyttra veitingastaða. „Við eigum þetta ekki allt myndinni að þakka en hún á sinn þátt f þessari þróun og þess vegna var vel við hæfi að sýna hana hér í Grundavíkurbæ á af- mælishátíðinni. Grindvíkingar hafa svo sannarlega dregið fiskinn undan steini," segir Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri að lokum. Ólafur Órn Ólafsson bæjarstjóri, Hallgrímur Bogason bæjarráðsmaður, Hörður Cuðbrandsson, forseti bæjarstjórnar, og Ómar lónsson, formaður bæjarráðs. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.