Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 19
I Búskapurinn lífseigur Landbúnaður hefur lengi verið stundaður samhliða útvegsstarf- seminni í Grindavík og þá einkum sauðfjárbúskapur. Hann var þó alltaf aukabúgrein og jafnvel tómstundaiðja. „Útvegsbændurn- ir höfðu jafnan aðalviðurværi sitt af sjósókn eða starfsemi sem tengdist sjávarútvegi eins og raunar víðar um landið þar sem þannig háttaði til. Bú- skapurinn hefur þó ef til vill orðið lífseigari í Grindavík en annars staðar og setur enn nokkurn svip á samfélagið. Út- vegsbændur eru þó orðnir mun færri en áður þótt Grindvíkingar eigi enn um 600 til 700 fjár," segir Loftur. „Hins vegar er spurn- ing um hversu lengi búskapurinn mun haldast. Hann fylgir þeirri kynslóð sem ólst upp við þessa hætti en þegar hún hverfur má að gera ráð fyrir að yngra fólk eigi sér önnur áhugamál og þá áhuga- mál sem eru ekki eins bindandi og búfjárhaldið." „Sumt af þessu fólki settist hér að. Ungir menn kynntust stúlkum hér syðra og stofnuðu heimili í Grindavík og aðrir fluttu fjölskyldur með sér. Ver- tíðarvinnan átti sinn þátt í fjölguninni." Mynda eina heild Loftur segir að þróunin í sjávarútveginum og íbúafjölgunin, sem af henni hafi leitt, setji vissulega svip á mannlífið. „Mannlífið varð fjölbreyttara og umhverfi bæjarins breyttist einnig. Byggðin hefur vaxið mikið að flatarmáli og bærinn er miklu þrifalegri enda mikið verið lagt upp úr snyrtilegu umhverfi íseinni tíð. Fjölgun íbúa auðveldar einnig öðrum atvinnugreinum að festa sig í sessi. En þrátt fyrir þessar breytingar heldur bær- inn flestum megineinkennum sínum. Það má ef til vill orða það með þeirri þversögn að ekkert hafi breyst þótt allt hafi breyst því gamli og nýi tíminn falla ágæt- lega saman og mynda heild í bæjarfélaginu." tllllitlllltl jGrindazinðinzar. EHIItllttlllllll ,Ristahlið* lðnaðamrðinearm ymsar gerðtr -í:: gíj ,.l llllií ilhui ¦ |« ÍÍKK "¦"¦¦¦¦¦ggl Grindagirðingar fyrir spennuvirki fyrir fyrirtæki fyrir stofnanir fyrir leikvelli fyrir umferíareyjur Ristahlið fyrir heimreiðar Iðnaðargirðingar fyrir vatnsbál fyrir áhatdahús fyrir íþráttavelli SANDRJ.ÁSTUR MÁLMHÚÐUN Arstíg 6 ¦ 600 Akureyri ¦ Sími 460 1500 ¦ Fax 460 1501 www.sondblastur.is ......'......""'"..............¦..........'.....'.......>¦........................'........."'......'.....'""...........'...............'..............'........'............'.....................'......'">"........'.....¦.........................""" 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.