Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2004, Blaðsíða 20
Úr Saltfisksetrinu. Sýningin er svo lifandi aö engu er líkara en að fólkið sé að störfum. Grindavíkurbær Höfum ástæðu til bjartsýni Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir jákvæða þróun hafa átt sér stað að undanförnu og ekkert bendi til annars en að hún muni halda áfram. Crindavíkurbær hélt upp á 30 ára kaup- staðarafmæli sitt 17. apríl sl. Raunveruleg- ur afmælisdagur bæjarfélagsins er 10. apr- íl en vegna páska var afmælishaldinu frestað um viku. Hörður Guðbrandsson segir að ákveðið hafi verið að efna til veg- legrar afmælisdagskrár á þessum tímamót- um þar sem meðal annars forseta íslands var boðið að vera viðstaddur og Guðberg- ur Bergsson rithöfundur var gerður að heiðursborgara Grindavíkurbæjar. Erum stoltir af Guðbergi Guðbergur er annar einstaklingurinn sem hlýtur heiðursborgaratitil í Grindavíkurbæ, hinn er Svavar Árnason, sem lengi átti sæti í sveitarstjórn og var oddviti til fjölda ára. Svavar var gerður að heið- ursborgara á 20 ára kaupstað- arafmæli Grindavíkurbæjar. Guðbergur er eins og kunnugt er Grindvíkingur í húð og hár og telja margir sig sjá fyrir- myndir frá æskustöðvunum í ritverkum hans fyrr og síðar. Guðbergur á hús í Grindavík og dvelur þar öðru hverju Hörður Guðbrandsson segir ákvörðun bæjarstjórnar um að gera hann að heið- ursborgara tengjast ritstörfum hans. Grind- víkingar séu stoltir af rithöfundi sínum og menn geti verið samála um að hann eigi að hljóta þennan titil á þessum tímamót- um. Auk þess að veita Guðbergi heiðurs- borgaratitil heiðraði bæjarstjórn þá björg- unarsveitarmenn sem stóðu að frækilegri björgun sjómanna af strandstað fyrr á þessu ári. Um 40% allrar saltfiskf ramleiðslu Eitt af atriðum afmælishátíðarinnar var opnun sýningar á verkum Dóru Arna í Saltfisksetrinu auk þess sem boðið var upp á saltfisk og kaffiveitingar auk fleiri dag- skráratriða. „Okkur fannst nauðsynlegt að Um 40% af allri saltfiskframleiðslu hér á landi er í Grindavík og tengslin við þennan atvinnuveg eru því ákaflega sterk. tengja Saltfisksetrið hátíðarhöldunum með veglegum hætti vegna þess að við erum mjög stoltir af því. Um 40% af allri salt- fiskframleiðslu hér á landi er í Grindavík og tengslin við þennan atvinnuveg eru því ákaflega sterk," segir Hörður. Vantar störf fyrir maka Hörður segir að þó svo sterk tengsl séu á milli saltfiskframleiðslunnar og atvinnulífs- ins í Grindavíkurbæ þá eigi bæjarfélagið sér margar stoðir. Sumar séu bein afleið- ing af öflugum sjávarútvegi en aðrar skap- ist af atvinnugreinum á borð við ferða- þjónustu. „Hún hefur verið mjög vaxandi að undanförnu og tengist að verulegum hluta starfsemi Bláa lónsins og þeirri upp- byggingu heilsuþjónustu og framleiðslu á heilsuvörum sem þar á sér stað." Hörður segir að stærstur hluti þeirra sem starfa við Bláa lónið sé búsettur í Grindavíkurbæ og í sumum starfsgreinum þar séu um 80% starfsfólksins Grind- víkingar. Þrátt fyrir hina sterku stöðu útgerðarinnar þá verði ekki það sama sagt um hana því margir af þeim sjómönn- um sem starfa á stærstu fiski- skipunum eigi heimili annars staðar. Að- spurður segir Hörður meginskýringu þess vera þá að makar þeirra hafi ekki getað fengið störf við hæfi í bænum. „Það setur 20 ^j tölvumiðlun H-Laun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.